Vikan


Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 5

Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 5
IIIIIIUUUMUIIfllMIUlklllMM^ VIKAN, nr. 25, 1948 5 Framhaldssaga : ............................... IM IM dís 10 ................ ÁSTASAGA EFTIR ANNE DUFFIELD . Við höfum oft hitt Freeland-hjónin og Cavarro- hjónin og1 nokkra af öðrum eyjarskeggjum — það hafa verið haldin hér tvö boð og öðru hverju kemur fólk hingað í te, Gay og Clare hafa verið boðin víða. Ég hefi sjálf hvergi komið nema hér á Paradís — mig langar til að sjá seinna aðra hluta eyjarinnar. Gay hefir verið mér með afbrigðum góður og segir að væntanlegt hjónaband hans breyti engu með starf mitt — hann vill að ég sé hér eins lengi og mig langi til. Ég veit satt að segja ekki hvað gera skal. Ég vil gjarnan vera hér áfram, því að ég trúi á hæfileika hans, en ef ég færi, gæti hann ekki skrifað staf meira. Ég reyni að halda honum að starfinu eins og ég get, hann hefir of mikla hæfileika til þess að þeir séu látnir ónotaðir. Ég skrifa stundum bréf fyrir ungfrú Emrys og hjálpa örlítið til við hússtjórnina. Það er mikið starf að stjórna svona heimili og Harringay heimtar að allt sé svo fullkomið. Þjónustufólkið er ágætt, en það er svo fjölmennt að ég veit að það þvælist bara fyrir hverju öðru Og allt á það feður, mæður og ömmur og börn, og mér skilst að allt búi það hér á Paradís. Býr það i þorpi út af fyrir sig — hér á ég auðvitað einnig við vinnumennina eins og þjón- ustufólkið innan húss. Er þorpið afar snoturt — lítil, lág og ferhyrnd hús, rauðmáluð eða hvit og gul með falleg blá tígulsteinsþök. Milli húsanna vex mosi og hávaxin blóm. Á hverju húsi eru málaðir gluggahlerar og fyrir framan þau hanga í röðum knippi af laukum. Gömlu mennimir sitja á dyraþrepunum og reykja lan,gar pípur. Á höfðinu bera þeir húfur, er minna á sokkabol, sem dúskur hefir verið festur í. Lítil, svarteygð börn hlaupa um alls staðar og þarna er líka. f jöldi katta, geita og hunda. Fólkið hérna er af blönduðu þjóðerni, eða svo hefir Gay sagt mér, sumir spánskir eða portú- galskir og virðast vera hæglætis fólk, en með afbrigðum latt. En enginn þorir að vera latur, þegar Harringay er í nánd. Sá maður er eins og vél og hann þarf ekki annað en að sýna sig til að allt fari á fleygiferð. Samt gæti ég ekki hugsað mér neinn annan húsbónda hér á Paradis en hann. Mér finnst Paradís dásamlegur staður og mér er farið að þykja vænt um hann, Doris frænka. En mér finnst Clare ekki eiga heima hérna. Allt sem ég hefi gaman af, finnst henni vera viðbjóðslegt. Ég fór með hana ofan í þorp þjónustufólksins um daginn — ungfrú Emrys hafði beðið mig fyrir skilaboð til einnar þvotta- konunnar — og ég bjóst við að Clare myndi finnast eins gaman og mér að sjá þorpið. En hún var skelfingu lostin. Hún sagði að þarna væri óþefur — en það er bara ekki satt, að minnsta kosti engin lykt nema örlítil af lauknum. Hún hélt því einnig fram að þarna væri óþriflegt — undarlegt að hún skyldi nota það orð -— því að óhreinindi sjást ekki. Það lá við að hún væri reið. Ég skil ekki hvers vegna — “ Fingur Stellu, sem höfðu þotið yfir takka ritvélarinnar, námu allt i einu staðar. Hún studdi olboganum á borðið og starði hugsandi fram fyrir sig. Það var alveg ótrúlegt, hvernig Clare hafði brugðizt við og alls ekki skemmtilegt. Henni hafði þótt allt vera viðbjóðslegt. Jafnvel hlátr- ar og spjall kvenfólksins, þegar það var að hengja þvottinn til þerris, höfðu skapraunað henni. Auðvitað höfðu ekki allir ánægju af hinu sama. Clare leit þetta kannske allt öðrum aug- um en hún. En hvers vegna hafði hún orðið svona reið? Hún hafði líka náfölnað og gripið dauðahaldi um handlegg Stellu. „Komdu héðan! Hérna er viðbjóðslegt,“ hafði hún sagrt!" Stella hafði orðið hrædd og það mátti sjá það á andliti hennar. Það var ekki fyrr en þær voru komnar aftur hinum megin við rauða stein- vegginn að Clare hafði hlegið og sagt: „Fyrirgefðu mér Stella, en ég þoli ekki skít og óþef “ En þarna voru hvorki óhreinindi né óþefur og jafnvel þótt svo hefði nú verið, var það ekki næg skýring á undarlegri framkomu Clare. Ungu stúlkurnar höfðu gengið áfram saman út í for- garðinn. Þetta hafði einmitt verið um sama leyti og venja var að drekka teið og mættu þær Harringay og frú Gavarro — Gavarro-hjónin höfðu ekið Clare til Paradísar. Hvöss augu Harringays horfðu til skiptis á ungu stúlkumar, ef til vill hafði hann lesið óánægju út úr litlu, en svipmiklu andliti Stellu og séð merki um geðs- hræringu á Clare. „Hvar hafið þið verið?“ spurði hann skipandi eins og hans var vani. „Uti í „hverfinu" ", svaraði Stella, en á Para- dís voru bústaðir þjónustufólksins alltaf nefnt svo. Hún var fljótmælt og vissi ekki nema hon- um myndi falla miður að hún skyldi hafa farið með ungfrú Montrose þangað. Það var hægt að búast við öllu af honum. „Ungfrú Emrys bað mig fyrir skilaboð til Maríu gömlu og ég hélt að Clare myndi hafa gaman af að litast um þar í ,,hverfinu““. „Höfðuð þér ánægju af því,“ spurði frú Gavarro rólegri, vingjamlegri röddu. „Ekki get ég sagt það,“ það var harka í rödd Clare, sem annars var svo blíðleg. „Ég er hrædd um að ég kunni ekki að meta allt lit- skrúðið þama í „hverfinu" og fólkið —“ „Henni bauð við því, var ekki svo, Clare?“ greip Stella fram í. „Mér þótti það afar leiðinlegt. Ég skal aldrei oftar biðja þig að koma þangað með mér.“ Hún leit á Harringay og vonaði að hann væri sér ekki reiður. Hann virtist líka ekki vera það- Hann brosti bara og svo héldu þau bara áfram. Stellu varð aftur á móti litið framan í frú Gavarro og sá undarlegum glampa bregða fyrir í svört- um augum hennar. Frúin horfði á Clare, og Stella gat ekki ímyndaö sér hvað hún hugsaði, en hefði viljað gefa mikið fyrir að geta lesið hugsanir hennar á þessari stundu. Hún varð fegin þegar þau komu inn í forgarðinn og mættu Gay og ungfrú Emrys — og fegin þegar hún settist bak við teborðið og tók að hella teinu í bollana eftir beiðni ungfrú Emrys. Fékk hún sér sjálf fullan bolla af sterku tei. Það hafði kom- ið kaldur hrollur í hana við framkomu Clare og ekki hafði það bætt úr skák hið undarlega augna- ráð frú Gavarro. Nei, það var eitthvað óhugn- anlegt við þetta, eða svo fannst henni. Stella hristi höfuðið, tók aftur að vélrita. Lauk hún við sendibréfið og lagði það í umslag. Hún leit á klukkuna. Það fór að líða að því að drekka ætti te. Gay hafði farið til Freeland- hjónanna eftir miðdagsblundinn og var hann ekki væntanlegur aftur fyrr en eftir kvöldverðinn. Harringay hafði riðið út fyrir dögun, eins og venjulega, svo að Stella og ungfrú Emrys ætl- uðu að drekka te tvær einar, eins og venjulega. Þær vom orðnar svo samrýmdar upp á síð- kastið og gladdist Stella yfir því, að gamla konan leitaði alltaf meira og meira til hennar með ýmislegt. Tímunum saman hafði hún ekkert fyrir stafni sem einkaritari Gays, því að Gay vann svo óreglulega, en þegar hann varð allt í einu gripinn vinnulöngun, varð hún stundum að vinna fram á nætur. Það var því gaman fyrir hana að geta orðið ungfrú Emrys til hjálpar. Hún hafði þegar tekið að sér að vélrita öll bréf fyrir hana varðandi matvörupantanir og annað, sem ekki var rækt- að eða unnið á sjálfum búgarðinum, og var það oft ekkert smáræði fyrir allan þann fjölda, sem þama var. En það var ekki nóg með það, hún fór og talaði við Marcellu og Maríu gömlu fyrir hana, hafði gát á hinni fallegu Mercedes og hinu þjónustufólkinu, skenkti teið við teborðið, sá um blómin í vösunum og ótalmargt smávegis til að létta undir með gömlu konunni við hús- stjómina. Þetta hafði komið af sjálfu sér, og ungfrú Emrys fór að þykja vænna um ungu stúlkuna með hverjum deginum sem leið, og fannst hún sér alveg ómissandi. Stellu trúði hún fyrir því, að sér veittist of erfitt að stjóma ein öllu þessu stóra heimili, einkum eftir að árin höfðu farið að færast yfir hana og hún að missa heilsuna. Stella breiddi yfir ritvél sína og lagaði til á borðinu. Varð henni litið á handrit á borðinu og hristi höfuðið. Þetta var smásaga, sem næstum því hafði verið lokið við og með réttu hefði átt að vera tilbúin fyrir viku! Það myndi ekki taka þau meira en klukkustund að hripa hana niður. En Gay hafði ekki getað komið sér að þvi — sem var kannske ekki við að búast af ástfangnum manni, sem hafði unnustuna svona nálægt sér. Þetta handrit var að minnsta kosti tilbúið — „Smásögur úr eyjalífinu“, sem Stella hafði verið afar hrifin af og sem henni hafði tekizt að fá unga manninn til að Ijúka við. Handritið lá í stóra, gula umslaginu, og var skrifað utan á það til bókaforlags, sem gefið hafði út allar bækur föður hennar og sem henni hafði tekizt að komast í samband við með handrit Gays. Hún lagði gula umslagið og bréf sitt í póstkass- ann, sem Miguel átti að tæma eftir skamma stund, en smásöguna hálfkláruðu lagði hún ofan í skúffu og var í þann veginn að fara, þegar hún hrökk við. Það var verið að leika á flygil- inn inni í stofu Gays. „Hann er þá kominn aftur," hugsaði hún. „Nei, nú gengur fram af mér. Hvers vegna kemur hann ekki inn og lýkur við smásöguna? Þá yrði hægt að senda hana í póstinum í þessari viku.“ En það var ekki Gay, sem lék svona stirðlega lagið „Simple Aveu“ eftir Thome. Hver gat þetta verið ? Hún opnaði hurðina og sá Harringay sitja við flygilinn og streytast við að leika með stirð- um fingrunum þetta sakleysislega lag. Hann sneri sér við, þegar hún kom inn. „Eruð það þér, ungfrú Mannering? Ég vissi ekki að þér væruð þama inni — ég hélt, að yður hefði verið boðið til Freeland-hjónanna." „Ég? Nei, herra Harringay. En Gay fór þang- að.“ Gay og Stella voru farin að kalla hvort annað bara fomöfnunum. En hvers vegna voru þér ekki með, þau fóru

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.