Vikan


Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 11

Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 25, 1948 11 Framhaldssaga: 21 Grunsamlegar persónur Sakamálasaga eftir Dorothy L. Sayers á þessum afskekkta stað, fékkst engin skýring. Sjálf var hún vön að segja, að leigan í Skotlandi væri lág, og að hún yrði að lifa í samræmi við þær litlu tekjur, sem hún hefði. Það skipti ekki ekki miklu máli, hvar hún byggi, var hún vön að bæta við hrygg á svip; síðan maðurinn hennar dó var hún ein í heiminum. Pétur Wimsey lávarð- ur hafði verið kynntur fyrir henni árið áður á smáuppboði til ágóða fyrir biskupa-idrkjuna,. Hann hafði seinna haft orð á því, að hún hefði verið ýtin. Þetta voru vanþakklát ummæli, því að frú Smit-Lemesurier hafði gert sér far um að hafa ofan af fyrir honum þessa dagstund, sem honum mundi hafa leiðst ella, og hún hafði selt honum útsaumaðan ilmpúða, sem hún hafði saum- að sjálf. ,,Eg get ekki gefið peninga," hafði hún sagt og brosað til hans, ,,en ég get gefið vinnu mína, og það er innrætið sem mestu skiptir, finnst yður ekki?“ Dalziel dró fram stól handa gesti sínum og gerði sér far um að milda röddina, þegar hann spurði, hvað hann gæti gert fyrir hana. Frú Smith-Lemesurier leitaði stundarkorn í töskunni sinni og dró að lokum upp úrklippu úr „Glasgow Clarion“, sem Duncan hafði fengið skömm í hattinn fyrir. „Mig langaði bara til að spyrja,“ sagði hún og leit biðjandi augum á lögreglumanninn, „hvort nokkur fótur er fyrir — fyrir þessum svívirði- legu dylgjum.“ Dalziel las greinina vandlega, eins og hann hefði aldrei séð hana fyrr, og sagði varkár: „Já, það getur verið.“ „Það stendur," sagði frú Smith-Lemeaurier, „að m-m-morðið hljóti að vera framið af málara. Af hv-hverju segja þeir það?“ „Tja,“ sagði Dalziel, „ég vil ekki segja, að ekki kunni að vera einhverjar líkur, sem bendi í þá átt." „Nú,“ sagði konan. „Eg vonaði — ég hélt — ég ímyndaði mér, að þetta væri allt grillur úr blaðamanninum. Þeir eru hræðilegir menn eins og þér vitið. Hefir hann virkilega fengið þessa hugmynd frá lögreglunni ?“ „Það get ég ekki sagt um,“ svaraði Dalziel. „Hann getur eins hafa fengið hana frá einhverjum óábyrgum aðila." „En lögreglan er sömu skoðunar ?“ spurði hún. „Það eru ekki mín orð,“ sagði Dalziel, „en þegar þess er gætt, að hinn myrti var málari sjálfur, og að flestir vinir hans eru málarar, er það engan veginn útilokað." Frú Smith-Lemesurier fitlaði við lásinn á tösku sinni. „Og svo er minnst á herra Graham," sagði hún. „Já, það er rétt,“ sagði Dalziel. „Það getur eltki verið — bláu augun mændu aftur á Dalziel — það getur ómögulega verið, að þið grunið í raun og veru herra Graham um þennan hræðilega glæp?“ Dalziel ræskti sig. „Ekki beinlínis," sagði hann. „Það er þó alltaf ástæða til gruns þegar glæpur er framinn og einhver vill ekki segja, hvar hann var, þegar glæpurinn var framinn. Ég segi ekki að miklar hkur séu á sekt hans, en samt er ekki ástæða til að fyrra öllum grun " „Ég skil. Segið mér, herra lögreglufulltrúi — ef — ef einhver gæti firrt herra Graham þessum grun — væri þá nauðsynlegt að — að — að birta skýrsluna opinberlega ?“ „Það er undir því komið, hvernig skýringin er.“ sagði Dalziel og horfði rannsakandi á gest sinn. „Ef hún væri þannig, að hún útilokaði þennan mann frá grun, og ef hún væri vel studd sönn- unum, og ef mál hans kæmi aldrei fyrir rétt, þá væri ekki þörf á að gera hana heyrin kunna.“ „Jæja, úr því svo er — ó, herra Dalziel, má ég treysta á þagmælsku yðar? Það er hræðilegt að segja yður — hugsið yður bara — en ég er viss um, að þér skiljið mig — í sorglega einmanalegri aðstöðu minni — ég — ó! Eg veit ekki, hvernig ég á að segja það.“ Frú Smith-Lemesurier dró upp vasaklút og huldi augu sín. „Svona nú,“ sagði Dalziel bliðlega, „þér þurfið ekki að láta þetta fá svona mikið á yður. Við verðum svo margs vísir í starfi okkar, að við festum ekki hugann við neitt af því. Auk þess,“ bætti hann við, „er ég kvæntur maður." „Eg veit ekki nema það geri málið enn erfið- ara,“ kveinaði frú Smith-Lemesurier. „En ég er viss um,“ bætti hún við og leit vonaraugum upp yfir vasaklútinn, „að þér eruð góður og nær- gætinn maður, og gerið þetta ekki erfiðara fyrir mig en þér megið til.“ „Nei, áreiðanlega ekki,“ sagði Dalziel. „Látið þetta ekki fá svona á yður, frú Smith-Lemesurier. Segið mér bara allt eins og er, rétt eins og ég væri faðir yðar.“ „Já, þakka yður fyrir, ég ætla að gera það. Herra Graham mundi auðvitað aldrei segja neitt, hann er svo góður og göfuglyndur. Herra Dalziel — hann gat ekki sagt yður hvar hann var á mánudagsnóttina — af því að — hann var — hjá mér.“ Frú Smith-Lemesurier saup hveljur og þagnaði. Dalziel, sem kom þetta ekkert á óvart eftir það sem á undan var gengið, kinkaði föðurlega kolli. „Nú, einmitt það já? Það er vissulega nægi- leg ástæða fyrir hann að þegja, alveg fullnægj- andi ástæða. Getið þér sagt mér, frú Smith-Leme- surier, klukkan hvað herra Graham kom til yðar og klukkan hvað hann fór?“ Frúin kreisti vasaklútinn milli handanna. „Hann kom til kvöldverðar um átta leytið. Og hann fór aftur eftir morgunverð. Það mun hafa verið rétt eftir niu.“ Dalziel skrifaði sér til minnis á blað. „Og sá enginn hann koma eða fara?“ ,,Nei- Við vorum — mjög varkár." „Já. Hvernig kom hann?“ „Mig minnir hann segja, að einhver vinur sinn hefði tekið hann með til Newton-Stewart." „Hvaða vinur hans var'það?" ,,Ég veit það ekki. Hann sagði það ekki. Ö, herra Dalziel, verðið þér að komast að þvi? Stúlkan mín getur sagt yður, hvenær hann kom. Er nauðsynlegt að draga aðra inn í það?“ „Það er ekki víst,“ sagði Dalziel. „Og hann fór aftur klukkan níu? Stúlkan yðar getur borið vitni um það, býst ég við.“ „Já, auðvitað." „Og hann var í húsinu allan timann?" „Hann — hann hvarf mér aldrei úr augsýn," stundi frú Smith-Lemesurier og kveinkaði sér aftur undan ofurþunga játningarinnar. Dalziel leit á skjálfandi axlir hennar og for- herti hjarta sitt. „Og hvað fær yður til að halda, íjrú, að þessi saga sé nægileg sönnun fyrir því, að herra Graham hafi ekki myrt Campbell, sem fannst með brotna höfuðkúpu klukkan tvö eftir hádegi á þriðjudag?" Frú Smith-Lemesurier rak upp lágt óp. „Ö!“ Hún horfði skelfd á hann. „Ég veit það ekki. Ég hélt — sjáið þettg. hræðilega blað. Þar stendur, að herra Graham hafi neitað að segja hvar hann var nóttina áður. Ég veit ekki. Ég ímyndaði mér — ó! — segið ekki, að þetta hreinsi hann ekki af öllum grun!“ „Ég vil ekki ganga svo langt að fullyrða það,“ sagði Dalziel, „en þér sjáið sjálfar, að þetta er ekki allur tíminn. Herra Grahams var saknað í tvo daga. Þér vitið ekki, hvert hann fór, eftir að hann skildi við yður?“ „Nei — nei — ég hefi ekki hugmynd um það. Ö, guð minn góður! Að ég skyldi nokkurn tíma koma hingað. Ég þóttist viss um, að það hefði verið fjarvistarsönnun á mánudagsnóttina, sem þið vilduð fá.“ „Það er gott svo langt, sem það nær,“ sagði Dalziel hughreystandi. „Það er mjög sennilegt, að hann muni segja okkur allt af létta, þegar hann veit, að búið er að gera grein fyrir mánu- dagsnóttinni. Nú skal ég aka yður heim í bílnum mínum og þá get ég um leið talað nokkur orð við stúlkuna yðar, til samanburðar. Þurrkið yður um augun, frú. Ég skal ekki segja eitt orð meira en nauðsyn krefur. Það var djarfmannlegt af yður að koma til mín og segja mér sögu yðar, og þér megið reiða yður á þagmælsku rnína." Saga stúlkunnar kom orði til orðs heim við sögu frúarinnar, eins og Dalziel hafði búizt við. Honum geðjaðist ekki að henni — hún var slótt- ugur útlendingur — fannst honum, en hann gat engan veginn flækt hana. Allur þess atburður var næsta grunsamlegur. Ekki hafði þessi bannsetta grein fyrr birzt í blaðinu en hann hafði búizt við að komið yrði með fjarvistarsönnun. Hann hafði látið þau orð falla við Duncan veslinginn. En af hverju ein- mitt þessi fjarvistarsönnun ? Saga konunnar var ekki ósennileg i sjálfu sér — en af hverju náði fjarvistarsönnunin aðeins til mánudagsnæturinn- ar? Hann las blaðaúrklippuna aftur. Herra Graham, hinn kunni málari, sem neitaði hlæjandi að láta uppi, hvar hann hefði verið frá mánudegi til miðvikudagsmorguns." Nei; enginn gat dregið þá ályktun af þessu, að mánudagsnóttin skipti mestu máli. Wimsey hlaut að hafa blaðrað- Guð veit, hvað hann hafði blaðrað á meðan hann vann að hinni óopinberu rannsókn sinni. Ef það var ejfki Wimsey — Ef það var ekki Wimsey, þá var sektarvitund eina skýringin á þessari fjarvistarsönnun, sem náði einmitt rétt fram yfir þann tíma, er Campbell var myrtur. Og ef Jock Graham var samsekur, hvað varð þá um gruninn á Farren og allt. í sambandi við reiðhjólið? Dalziel stundi upphátt. Hann mundi hafa stuniö enn hærra, ef hann hefði vitað, að Macphérson og Parker lögregluforingi í Scotla,nd Yard voru á þessari stundu önnum kafnir við að hreinsa Farren af öllum grun og beina athygli sinni að Gowan í staðinn. Honum varð litið á hlut, sem lá á skrifborðinu. Það var grár flókahattur — eina sönnunargagnið, sem leitarflokkurinn hafði komið með frá Falbae. Það var ekki hattur Farrens. Frú Farren og Jeanie höfðu báðar fullyrt það. Hann var ómerkt-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.