Vikan


Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 14

Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 25, 1948 Varið yður á hundinum Framhald af bls. 4. inni. Hann fann ekki til sársauka í hon- um. En það yrði enginn hægðarleikur að brölta fram úr rúminu og til gluggans. Honum tókst, með miklum erfiðismun- um, að skreiðast að glugganum og ýta gluggatjaldinu til hliðar. Hann sá lítið hús með gráu helluþaki, og bak við það. var plægður akur. Fyrir framan húsið var óræktarlegur garður, sem lá að mjóum gangstíg. Garðurinn var girtur með limgirðingu. Hann var að virða fyrir sér limgirðinguna, þegar hann sá skiltið. Skiltið var fest á staur og var úr tré. Hann sá ógreinilega letrið á skiltinu. Hann þrýsti andlitinu að rúðunni og reyndi að lesa. Fyrsti stafurinn var G, annar A og þriðji R. Smámsaman tókst honum að lesa orðin, sem voru þrjú: G-A-R-D-E A-U C-H-I-E-N. Varið yður á hundinum. Það var það, sem stóð á skiltinu. Um stund var hann alveg agndofa. Hann starði á skiltið og hafði orðin yfir ósjálf- rátt. Nú fór hann að skilja, hvernig í mál- inu lá. Hann leit aftur á húsið og akur- inn, litla aldingarðinn og blómlega sveit- ina. — Svo þetta er Frakkland, sagði hann. Eg er í Frakklandi. Hann skreiddist aftur upp í rúmið og lagðist fyrir, örþreyttur. Hann gat ekki hugsað um annað en sTíiltið hjá limgirðingunni. Brátt kom hjúkrunarkonan með þvotta- vatnið. Hann bauð henni góðan dag. Hún fór að þvo honum og sþurði, hvort hann hefði sofið vel. Hann játti því. — Það kemur víst einhver úr Flug- málaráðuneytinu til yðar eftir morgun- verð, sagði hún. Þeir vilja fá skýrslu eða eitthvað svoleiðis. Ég býst við, að þér kannist við það. Ég skal ekki láta hann ónáða yður lengi, verið vissir uip það. Hann svaraði engu. Seinna færði hún honum morgunverðinn. En hann hafði enga 'matarlyst. Hann var alltaf að hugsa um það, sem fyrir hafði komið. Hann vildi helzt af öllu liggja kyrr og hugsa. Hann minntist setningar, sem Jonny, leyniþjónustuforinginn í flugsveit hans, hafði stöðugt yfir fyrir flugmönn- um, áður en þeir fóru í leiðangur: — Ef þeir ná í ykkur, þá segið ekki annað en nafn, stöðu og númer. Ekkert annað. I guðs bænum, segið ekkert annað. Hjúkrunarkonan spurði, hvernig hon- um liði. Hún hafði fært honum eitt egg með matnum, og bauð honum annað, ef hann vildi. Svo fór hann út, en kom að vörmu spori inn aftur og sagði, að Ro- berts flugforingi væri kominn. — Mér þykir leitt, að þurfa að ónáða yður, sagði hann. Hann var í venjulegum, brezkum flug- 429. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. æsing. — 4. embætt- ismann. — 10. kven- nafn þolf. — 13. fálm. —- 15. vatnsfall. — 16. glannaleg'ur. — 17. faðma. — 19. hafi. — 20. óþurrt. — 21. neyö. — 23. viss. — 25. eld- húsílát. •— 29. tvíhljóði. — 31. forsetning. — 32. jesta.— 33. tala (danskt) — 34. íþróttafélag. — 35. hljóð. — 37. höfuð- skepna. — 39. kvenm. nafn. — 41. óheiðarleg. -— 42. vopni. —— 43. eins á litinn — 44. nálgast. — 45. timabils. — 47. framkoma. — 48. vatns- falla. —• 49. forsetning. — 50. hóf. — 51. atviksorð. — 53. Fjölnismaður. — 55. verkfæri. — 56. skemmtistaður. — 60. hrista. — 61. hélt. — 63. byggingu. — 64. upp- hrópun. — 66. fegrar. — 68. galdrar. - 69. kvenm. nafn. — 71. gælunafn, þolf. — 72. færa til. — 73. pískrandi. — 74. óvild. Lóðrétt skýring: 1. fóru. — 2. risa. — 3. leið. — 5. fangamark. — 6. sjór. — 7. er fær um. — 8. mannsnafn. :— 9. fá. — 10. atviksorð. — 11. krydd. — 12. fugl. — 14. votlendi. — 16. bam. — 18. lögbrot. — 20. leirtau. — 22. tvíhljóði. — 23. hljóð. — 24. öldungar. — 26. dvöl. — 27. skrítinn — 28. ill- mælgi. — 30. faðma. — 34. fiskur. — 36. mis- þyrmi. — 38. bleyta. — 40. ríki. — 41. spýta. — 46. armæða. — 47. korn. — 50. bæn. — 52. seiniát. — 54. hætti við. — 56. i tafli. — 57. ómerkir. — 58. voði. — 59. málning. — 60. aft- urenda. — 62. vana. — 63. þykkni. — 64. hljóð. — 65. hrím. — 67. reks. — 69. stór. — 70. skamm- stöfun. Lausn á 428. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. kála. — 4. biksvartur. — 12. æfi. — 14. vikin. — 15. alsiða. — 17. landsimi. — 19. kröpp. — 21. tóm. — 22. tenging. — 24. sælli. — 26. arg. — 27. rangsælis. — 30. klak. -— 32. var. -— 33. ál. — 34. aura. — 35. benda. — 36. fyll. — 38. R. R. — 39. fræ. — 41. Alma. -— 42. hnullungs. — 45. gar. — 46. klaki. — 47. óal- geng. — 48. slá. — 49. linna. — 51. móttakið. — 53. grasar. — 55. rægja. — 57. kul. — 58. girð- inguna. — 59. raki. foringjabúningi. Hann var hár vexti og dökkhærður, en fremur grannur. Brátt settist hann á stól við rúmið og dró prent- aða skýrslu og blýant upp úr vasa sínum. — Hvernig líður yður? Ekkert svar. — Það var leitt með fótinn. Ég veit, hvernig yður er innanbrjósts. En þér stóð- uð yður vel, áður en þeim tókst að skjóta yður niður. Sjúklingurinn starði á manninn, sem sat á stólnum. Maðurinn, sem sat á stólnum, sagði: — Jæja, við skulum ljúka þessu af. Þér verð- ið víst að svara nokkrum spurningum, svo að ég geti fyllt út þessa bardagaskýrslu. Látum okkur sjá — í hvaða flugsveit voruð þér? Maðurinn í rúminu var grafkyrr. Hann horfði beint á flugforingjann og sagði: — Nafn mitt er Peter Williamson. Ég er flugsveitarforingi og númer mitt er níu hundruð sjötíu og tvö þúsund f jögur hundr- uð fimmtíu og sjö. Lóðrétt: 1. kraftakarl. — 2. læsingar. — 3. afi. — 5. IV. — 6. kilp. — 7. skap. — 8. vin. — 9. andmæla. — 10. trítls. — 11. reim. — 13. iðkir. — 16. Arnarbæli. — 18. mói. — 20. ögn. — 23. erlur. — 24. sævargang,. — 25. lirfa. — 28. göngu. — 29. ullargarni. — 31. kafna. — 33. álman. — 37. ylgeisla. — 40. rukkari. — 42. hlátur. — 43. nón. — 44. slark. — 46. kló. — 48. smýg. — 49. ligg. — 50. iðju. — 52. kæn. — 54. aur. — 56. an. Svör við „Veiztu —?“ á bls 4. 1. Ethel Merman er fædd 1909 og er amerísk. 2. Tólf vetra. 3. 1 Grettissögu og Grettir sagði það. 4. 2 millj, 147 þús. 5. Prag. 6. „Geymir" er skylt hús. 7. Milli Rússlands annars vegar og Tyrklands, Bretlands, Frakklands og Sardiníu hins vegar. 8. Italskur stjómmálamaður, uppi 1819—1901. Forsætisráðherra ttalíu 1887—91. 9. Florida. 10. Sucrés. Bannað að gera kraftaverk. Árið 1732 var sagt að mörg „kraftaverk" hefðu átt sér stað i Sct. Medard-kirkjugarðinum i París og varð mikil æsing út af þessu meðal ibúanna og lét Lúðvik XV loka kirkjugarðin- um. En þegar það kom að engu gagni lét kon- ungurinn hengja upp á hliðið spjald með svo- hljóðandi áletrun: „Samkvæmt skipun hans há- tignar, Lúðvíks XV Frakklandskonungs etc., er guði bannað að gera kraftaverk í þessum kirkju- garði!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.