Vikan


Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 9

Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 25, 1948 9 Ólafur konungsefni NorSmanna og Martha kona hans sjást hér á myndinni á LaGuardia flugvellium í New York. Heimsókn þeirra til Bandaríkjanna var ekki opinber að þessu sinni. Mæðgur hittast eftir 12 ára aðskilnað. Móðirin var í Þýzkalandi öll stríðsárin, en dóttirin í Bandarikjunum. Myndin er tekin á bryggju í New York, þegar móðirin var að koma úr útlegðinni. Þetta er ný gerð af helicopterflugvélum, með skrúfu bæði að framan og aftan. Hún er gerð handa flugdeild ameríska fíotans og getur flogið 160 km. á klukkustund og hafið sig upp og sezt lóðrétt með farm allt áð 1000 kg. Þessir tveir menn eru að óska hvor öðrum til hamingju með sigur i bog- skotkeppni, sem þeir tóku nýlega þátt i vestur í Kaliforníu. Og þeir hafa fulla ástæðu til að vera ánægð- ir með hæfni sína, sem sjá má á myndinni, því að þeir eru — ásamt 28 öðrum þátttakendum — blindir! Það eru húsnæðisvandræði í Banda- ríkjunum, eins og viða annars staðar. Hér sést húsnæðislaus f jölskylda, sem fengið hefir húsaskjól eina nótt i hest- húsi Dýravemdunarfélagsins í De- troit í Bandaríkjunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.