Vikan


Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 13

Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 25, 1948 13 Ragnar loðbrók og Kráka Barnasaga Ragnar loðbrók Danakóngur gift- ist Þóru dóttur Herrauðs jarls í Sví- þjóð. Hafði Ragnar drepið hinn ógur- lega orm, sem engum hafði tekizt að yfirvinna. Þau Ragnar og Þóra unn- ust hugástum. Tvo sonu gat. kóng- ur við Þóru drottningu sinni. Hétu þeir Eiríkur og Agnar. En Þóra dó eftir fárra ára hjónaband. Að henni látinni lagðist Ragnar kóngur í víkingu, sem þá var algengt um fyrirmenn á Norðurlöndum. Það þótti á þeim tímum viss vegur til fjár og frama. Nú á dögum mundi þétta nefnt ránskapur og stiga- mennska. Ragnar kóngur herjaði víða og varð gott til f jár. Svo sigldi hann heim á leið til Danmerkur. Þeir komu skipum sínum einhverstaðar við Nor- eg. Sendi kóngur menn á land til þess að fá bökuð brauð hjá bóiida nokkrum. Er mennirnir komu með brauðin, mælti konungur: ..Hverju sætir þetta ? Brauð þessi, er þið kom- ið með, eru kolbrennd." Mennirnir afsökuðu þetta. Þeir sögðu: „Við sáum unga stúlku, sem er fegurri en Þóra var. Við horfð- um stöðugt á hana, og hlustuðum á tal hennar, sem var mjög vitur- legt, og gleymdum brauðunum. Svo brunnu brauðin." Ragnar kóngur trúði því ekki, að til væri fegurri kona en Þóra. Hann mælti: „Farið til stúlkunnar og seg- ið henni, að koma á morgun fram í skip mitt. Hún á hvorki að bera klæði né vera nakin, hún má ekki hafa borðað, og ekki vera fastandi, hún skal ekki koma ein, en þó má enginn maður vera í fylgd með henni. Ef hún getur orðið við þessu, skal ég yiðurkenna, að hún sé vitur. Og þið munuð losna við refsingu fyrir að brenna brauðin.“ Menn konungs báru þessa orð- sendingu til meyjarinnar, er hét Kráka. Hún hló og sagði þeim að vera óhræddum. Kvaðst hún koma eins og kóngur hefði fyrirskipað. Morguninn eftir kom indæl stúlka til Ragnars konungs. Hún hafði sveip- að um sig fiskineti, og yfir það hrundi eða féll hið þykka, gullna hár henn- ar, eins og kápa. Hún var þar af leiðandi ekki nakin, þó að hún bæri ekki klæði. 1 hendinni hélt hún á BIBLÍUMYNDIR 1. mynd. Seg þú ekki við náunga þinn: ,,Far og kom aftur! Á morg- un skal ég gefa þér,“ — ef þú átt það til. 2. mynd. Mjúklegt andsvar stöðv- ar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. Af tungu hinna vitru drýpur þekk- ing .... 3. mynd. Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin. 4. mynd. Ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, og ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. lauk,' er hún rétt áður hafði bitið í. Hún var því ekki fastandi, þó að hún hefði ekki borðað. Lítill hundus, er hún átti, trítlaði með henni. Hún var því ekki ein, þó að enginn maður fylgdi henni. Var þetta ekki viturlegt af Kráku? Svo virtist konungi. Er hann fór að tala við hana, féll hún honum betur og betur í geð. Það var satt, að hún var fegurri en Þóra, vitur mjög og hafði göfugt hugarfar. Að lokum sýndi kóngur henni dá- samlega fagran silkikyrtil, er átt hafði Þóra drottning. Spurði kóng- ur, hvort Kráka vildi fylgja sér, ef hún fengi kyrtil þennan. „Svo fínn búningur hæfir einungis drottningu," svaraði Kráka. „Géymdu kyrtilinn þangað til að þú færð þér drottningu.“ Kóngur svaraði: „Já, en ég vil að þú verðir konan mín. Þú, og engin önnur, getur látið mig gleyma missi Þóru. Ef þú vilt gift- ast méi', þá verðurðu að fylgja mér nú þegai'.“ Og svo giftust þau Ragnar loð- brók og Kráka hin vitra. Ragnar kóngur sigldi heim til Dan- merkur. En innan skamms lagði hann aft- ur af stað í víkingu. Að þessu sinni sigldi hann til Englands og Norður- Frakklands. Herjaði hann víða og lét greipar sópa og hlóð skip sín dýrum varningi. I fjarveru konungs hafði Kráka mikjð að gera. Á sumrum stjómaði hún landinu, og sá um uppeidi drengj- anna. En þeir voru margir. Ragnar átti Eirík og Agnar með Þóru, sem fyrr er greint frá. En þau Kráka og hann höfðu átt marga syni. Sá elzti hét Ivar beinlausi. Auk- nefni þetta fékk hann vegna þess, að bein hans voru lin, eða brjósk- kennd. Hann gat ekki gengið, en var fallegur og greindur drengur og hin ágætasta bogskytta. Hinir bræð- urnir voru vel íþróttum búnir. Sá yngsti hét Sigurður og var nefndur Sigurður örmur í auga. Var það vegna þess, að í augum hans sást ormur, er í þau var horft. Og skal nú sagt frá því, hvemig eða hvers vegna hann fékk orm þann. Ragnar konungur hafði eitt sinn á ferðum sínum heimsótt sænskan kóng, sem átti fagra dóttur, er Ingi- björg hét. 1 veizlu, er haldin var og er fast hafði verið dmkkið, fóru sænskir hermenn að tala um það að skritið væri og óviðfelidið, að Ragnar kóngur væri giftur norskri sjómannsdóttur. Mæltu þeir með því að hann gengi að eiga Ingibjörgu konungsdóttur. Er þetta mál hafði veriö rætt um stund, komst Ragnar loðbrók á sömu skoðun. Konungur hraðaði svo för sinni heim til Danmerkur, ákveðinn í því að skilja við Kráku. En hann kom ekki að tómum kof- unum, þar sem drottning hans var. Henni var kunnugt um, hvað fram- kvæma átti. Hún mælti: „Þú álít- ur, að þú hafir gengið að eiga sjó- mannsdóttui'. En það er ekki sann- leikanum samkvæmt. Faðir minn var hin fræga hetja Sigurður Fáfnis- bani, og móðir mín var valkyrjan Brynhildur. Þau dóu bæði, er ég var lítið bam. Þá '#ík fóstri minn mig að sér. Við fómm til Noregs. Við höfðum náttstað hjá sjómanninum og konu hans. Um nóttina drápu þau hjúin fóstra minn, og ólu mig síðan upp sem vinnukonu. Á þessu, sem ég nú sagði, sérðu, að ég er af göfug- um ættum. Og því til sönnunar skal drengurinn er ég fæði innan skamms, hafa orm í auga.“ Er drengurinn fæddist, var ormur í auga hans, og þar af leiðandi var hann nefndur Sigurður ormur í auga. En Ragnar konungur sá eftir því, að hafa ætlað að skilja við Kráku. Hennar rétta nafn var Áslaug. Og bai' hún það nafn, það sem eftir var æfinnar. Ragnar kóngur sendi orð hinum sænska konungi, að hann væri því afhuga, að ganga að eiga Ingibjörgu dóttur hans. Sýndi hann Áslaugu alla þá sæmd og þann heiður, er honum gat til hugar komið. Bjuggu þau saman í mjög ástríku hjónabandi. „Sænski kóngurinn reiddist afskap- lega við Ragnar loðbrók vegna samn- ingsslitanna, og varð það tilefni styrjaldar milli Svia og Dana. Synir Ragnars voru fyrir liði Dana. Vildu þeir sýna alheimi hreysti sína og her- kænsku. Voru þeir kappar miklir, sem þeir áttu kyn til. Er'þeir höfðu unnið sigur á Svíum, fóru þeir í víkingu eins og faðir þeirra, og barst mikið frægðarorð af þeim Ragnars- sonum loðbrókar. Kóngur mælti ein- hverju sinni við Áslaugu drottningu sina: „Ég álít, að menn gleymi mér. Ég verð að fara í víking ennþá einu sinni.“ Hann lét ekki sitja við orðin tóm. Bjó hann skip sín, safnaði að sér mönnum og hélt i víking, þótt hnig- inn væri á efri ár. En þetta varð síðasta ferð Ragnars loðbrókar. Um 1850 komu fram á sjónar- sviðið í Algier meðal múhameðstrúar- manna þar allmargir „helgir menn“, sem gerðu „kraftaverk". Var tilgang- ur þessara manna að vekja trúar- ofsa hinna innfæddu og æsa þá á móti Frökkum. í stað- þess að refsa þessum ,,spámönnum“ réði lands- stjórinn til sín nokkra duglega sjón- hverfingarmenn. 1 hvert sinn sem ein- hver af „fölsku spámönnunum“ hafði gert „kraftaverk" endurtók sjón- hverfingamaður það tvisvar og sýndi múgnum hvemig hann lék þessa list og bar það ætíð t.ilætlað- an árangur. ! ! ! Á 17. öld var fyrst farið að drekka te almennt i Evrópu. Franska kon- an Madame ,de la Sabliere varð fyrst til að drekka te með rjóma 1680. ! ! ! Á nítjándu öldinni var rússnesk- ur maður, Kalesnikoff að nafni, sem sagði sig vera læknislærðan og brátt komst hann svo langt að hann var gerður að yfirlækni við spítala i Kiew. Framkvæmdi hann 600 meiri- háttar skurðaðgerðir áður en það vitnaðist að hann var ekki læknir — heldur skósmiður. ! ! ! Baðmull er ekki flutt inn í Mexico, nema gengið sé úr skugga um að engin meinkvikindi leynist í sendingunni. Blásýra og brennisteins- efni eru notuð til þess.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.