Vikan


Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 7

Vikan - 17.06.1948, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 25, 1948 7 Tii Öræfa með flutningabíl Eftir Alan Moray Williams. (Sjá Ég á það íslenzkum vinum mínum að þakka, að mér tókst að komast til Öræfa og dvelja í viku á Skaftafelli. Ég er hrædd- ur um að penni minn leiki mér ekki í hönd- um, eins og t. d. Dufferin lávarði, til að lýsa því, sem fyrir augun bar, og verð því að láta mér nægja hughrif venjulegs ensks ferðalangs. Ég fór frá Reykjavík með langferða- bíl að morgni 4. maí. Það var í fyrsta ekipti, sem ég hafði komizt út úr Reykja- vík (að undanskilinni snöggri ferð til Þing- valla) og mér lék forvitni á að vita hvern- ig landsbyggðin liti út á Islandi. Því mið- ur var rigning, þegar við lögðum af stað og þegar við komum að Skarðshlíð, var talsverð snjókoma, svo að útsýni var slæmt. Ég fékk samt nokkra hugmynd um fegurð Eyjafjallanna með hina löngu röð af svipmiklum fjöllum og snotrum bændabýlum með rauðum þökum og tún- um, sem vritust eins slétt og vel hirt og enskir golfvellir. Við komum til Víkur í Mýrdal kl. 9. Mér var forvitni á að sjá þetta litla, lag- lega þorp með dulræna kletta, er steypast í haf út, því að meðlimir Félags landkönn- uða við Oxfordháskólann, en suma þeirra þekki ég persónulega, dvöldu hér síð- astliðið sumar. En þar var þá tveggja feta snjór, og hélt áfram að snjóa, svo að ég hafði ekki tækifæri til að sjá mig um. Þórður Stefánsson og Ingibjörg kona hans voru svo væn, að veita mér húsa- skjól yfir nóttina, en dóttir þeirra, Vil- borg, dvelur á heimili foreldra minna á Englandi til að læra ensku. Morguninn eftir, 5. maí, hélt ég svo á- fram austur á bóginn með flutningabíl frá símanum, sem var á leið að Núpstað. Guðmundur Hlíðdal hafði vinsamlegast séð um að ég gæti ferðazt með þessu móti, og ég vil gjarnan geta þess hér, hver á- nægja mér var að kynnast íslenzkum símamönnum og því áríðandi starfi, sem þeir hafa með höndum, að halda sambönd- um opnum við hin afskekktu héröð lands- ins. Líf þeirra er rómantískt eins og Zige- Skaftafell í öræfum. (Ljósm. Páll Jónsson). forsíðu) Alan Moray Williams er bróðir listakonunnar Barböru Árnason og- dvelur sem stendur hjá henni og Magnúsi manni hennar á Lækjarbakka. Hann er fæddur 17. júní 1915. Gekk í King’s College í Cambridge og lagði stund á tungumál; talar hann rússnesku, þýzku, frönsku og Norðurlandamálin, en ekki íslenzku enn. Á stríðsárunum var hann foringi í brezka hernum, m- a. í Narvik í Noregi í maí— júní 1940 sem túlkur. Síðan striðinu lauk hefur hann haft ofan fyrir sér með því að skrifa, þýða, kenna rússnesku og með landbúnaðarstörfum. Tvö ljóðasöfn hafa birzt eftir hann: Children of the Century (Börn aldarinnar) og The Boad to the West (Leiðin vestur); auk þess handbók í rússneskukennslu, Bussian made easy. Einnig hefur hann þýtt nokkrar bækur úr rússnesku, þar á meðal The Malacliite Casket eftir Pavel Bazhov, bók- ina sem kvikmyndin Steinblómið var gerð eftir. Williams var ritstjóri að ritgerðasafni eftir ung foringjaefni, sem heitir Fyrir hverju ég berst. Ritgerðir þessar voru skrif- aðar á stríðsárunum, en brezk hernaðaryfir- völd bönnuðu að birta þær. Nú verða þær gefnar út í ágúst í sumar og er búizt við, að þær verði mikið umdeildar. Hann hefur nýlega lokið við að þýða úrval úr verkum Gleb Uspensky (1840— 1902) og er nú að viða að sér efni i bók um Island. Margar greinar og kvæði hafa birzt eftir hann í brezkum tímaritum, þar á meðal í Spectator, Tribune, Lilleput og Modern Beading; auk þess hefur hann oft skrifað fyrir The Norseman, ensk-norska ársfjórðungsritið, sem gefið er út í London. unanna og höfðar sterklega til mín, að sofa í tjöldum og ferðast landshornanna á milli. Væri ég Islendingur, mundi ég vera hreykinn af að Vera félagi í þeim glaða hóp. Leiðin frá Vík til Kirkjubæjarklaust- urs og þaðan að Núpstað, liggur gegnum tvær miklar eyðimerkur — Mýrdalssand og Eldhraun. Systir mín hafði sagt mér, að til væru staðir á Islandi, sem minntu einna helzt á tunglið, og mér skildist nú hvað hún átti við. Ég held ég hafi aldrei séð neitt eins eyðilegt og dapurlegt eins og þessi líflausu víðerni. Þegar maður hef- ir séð Eldhraun, með öllum sínum nibb- um, dröngum og björgum, sem líta út eins og byltandi, druknandi f járhópar, get- ur maður hægilega trúað bókstaflega á tilveru helvítis. Það væri prýðilegt, ef hægt væri að fara með hvern einasta rússnesk- an, amerískan og enskan stjórnmálamann til að benda þeim á hvernig heimurinn mundi líta út eftir kjarnorkustríð. Ferðin að Klaustri tók um það bil sjö tíma og ég varð svangur, — svo svang- ur, að ég jafnvel naut þess að borða harð- fisk, sem einhver var svo vingjarnlegur að bjóða mér. Áður hafði mér þótt hann ámóta lystugur og birkibörkur, — en ég þykist þess fullviss, að Islendingum mundi finnast ýmsir enskir réttir jafn furðu- legir. Á Núpstað kvaddi ég vini mína frá sím- anum, sem ætluðu að fara að gera við símann við rætur Lómagnúps — þessa stórkostlega fjallkletts, sem lítur út að Á leið frá Fagurhólsmýri í IngólfshöfSa. Öræfa- jökull í baksýn. (Ljósm. Þorst. Jósepsson). austanverðu frá eins og höfuð egyptsks faraós — og fór yfir Skeiðarársandana í flutningabíl, sem Helgi Arason frá Fag- urhólsmýri ók. Ég hafði gert mér grein fyrir því, að þetta yrði erfitt ferðalag og að fara þyrfti yfir margar ár, en hafði ekki ímyndað mér að það mundi taka svo langan tíma. Við fórum frá Núpstað kl. hálf tíu um kvöldið, en þá tók óðum að dimma. Bílarnir tveir mjökuðust hægt en stöðugt áfram, en einu sinni eða tvisvar ætlaði það að reynast örðugt að komast yfir Skeiðarárálana, því þó þeir væru til- tölulega grunnir á þessum tíma árs var straumurinn stríður. Ég sá ófagrar sýnir Framh. á bls. 15 Á Mýrdalssandi. (Ljósm. Þorst. Jósepsson).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.