Vikan


Vikan - 01.07.1948, Qupperneq 10

Vikan - 01.07.1948, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 27, 1948 * HElMILIÐ * / IUatseðillinn Eggjamjólk. 2 1. mjólk, 50 gr. hrísgrjón, 80 gr. sykur, 2 egg, rommdropar, tví- bökur og ávaxtamauk. Hrísmjölið er hrært út í % 1. af mjólk. Það, sem eftir er af mjólkinni, er látið sjóða, og jafningnum hellt saman við og þeytt, þar til það sýð- ur. Soðið í 10 mínútur. Eggin og syk. urinn hrært saman og látið út í á meðan stöðugt er hrært í- Romm- droparnir eru settir út í rétt áður en súpan er borin fram. Borið fram með tvíbökum og ávaxtamauki. Kjötbollur. 250 gr. kjöt, 250 gr. soðnar kart- öflur, 25 gr. tvíbökumylsna, 25 gr. maizenamjöl, 2 y2 dl. mjólk, 1 til 2 egg, pipar og salt. Kjötið er þvegið og brytjað smátt, látið saman við afhýddar, kaldar kartöflur, tvíbökumylsnu og mjöl. Allt hakkað tvisvar eða þrisvar í hakkavél. Síðan eru eggin ásamt mjólkinni, lítið í senn, látið saman við, og farsið svo hrært vel- Salt og pipar látið út í og dálítið af lauk, ef vill. Bollumar steiktar Ijósar í smjöri. Bera má fram með þessu kartöflu- salat eða grænmeti, brúnað smjör eða tómatsósu. TÍZKUMYND Vítt og sítt kotpils úr brúnu flaueli. Peysur jafnt sem blússur má nota við það. HÚSRÁÐ Búið til bollur úr soðnum kartöfl- um, veltið þeim upp úr tvíböku- mylsnu og brúnið á pönnu. Samband fööur og sonar Eftir G. C. Myers. 1 mai í fyrra, þegar ég var staddur úti í skógi, sá ég ungan föður og son hans vera að veiða silung. Drengurinn var á að gizka tíu ára. Ég horfði á þá i nærri tuttugu mínútur áður en þeir tóku eftir mér. Þeir virtust vera mjög samrýndir félagar. Ég sá fagnaðarsvipinn á andliti föðurins og heyrði hrifningar- orð hans, þegar drengurinn dró silung á land. Ég gaf mig á tal við þá og ákafinn og gleðin leyndi sér ekki, þegar fað- irinn var að segja frá veiði þeirra, einkum veiði drengsins. Ég kom heim fiskilaus um kvöldið, en ég hafði eignast ánægjulegar og dýrmætar endurminningar. Alltaf þegar ég kem í dýragarð, cirkus, náttúrugripasafn, listasafn, kirkju eða á hljómleilja veiti ég því athygli, ef ég sé föður með son, og fátt veitir mér meiri ánægju en að sjá þann gagnkvæma skilning og félags- anda, sem jafnan má sjá milli feðga á svona stöðum. Um nokkurra ára skeið naut ég þeirra sérréttinda að vera nákunnug- ur manni, sem hafði mikla þekkingu á listum og starf'rækti málaraskóla. Oft heyrði ég hann vekja hrifningu áheyrenda sinna, þegar hann var að tala um gildi fegurðar, og lét hann þá aldrei hjá líða að benda á, að ekkert væri fegurra en sönn vinátta og gagnkvæmur skilningur mann. anna. Einn af sonum þessa manns var andlega vanheill. Á hverjum laugar- degi og á sunnudögum fór þessi mað- ur í gönguferð með son sinn út í skóg, jafnvel eftir að drengurinn var orðinn fullorðinn. Og hvílíka ham- ingju veitti þetta ekki drengnum! Og oft hef ég fundið, að það var ein- mitt þetta samfélag við soninn, sem auðgaði persónuleika þessa manns. Ég held ég hafi aldrei hitt hann án þess mér fyndist ég hafa auðgast af samverunni við hann. Fátt er börnum dýrmætara á viss- um aldri en náin tengsl við föður. Varáðarráðstafanir gegn möl j Það er lirfa mölflugunnar, sem veldur smágötum og skemmdum á ullarfötum. Venjulega er það ekki nema lítil- vægur þáttur í baráttunni við möl- inn að drepa flugur, sem sjást á flögri, því að oftast eru þær þá bún- ar að verpa eggjum sinum. Það þarf að leita uppi kvenflugurnar, sem setzt hafa að á dimmum, rólegum stöðum til að verpa eggjum sínum þar. 20—25 stiga hiti á bezt við egg- in og flýtir fyrir þrozka og vexti lirfunnar, en við 4—5 stig ná eggin ekki að klekjast út. Þar sem góð miðstöðvarhitun er í húsum, þrífst því mölurinn vel. Mölflugan lcýs rólega, hlýja og dimma staði til að verpa eggjum sín- um á og eggin setur hún í ullarefni, skrepphár, fiður eða eitthvað annað svipað því, sem lirfan getur lifað á. Birta, hreint loft otj hreinlœti er versti óvinur mölflugunnar i barátt- unni við hana. Eggin og lirfan finnst venjulega í fellingum og saumum á fatnaði — eða á þeim stöðum þar sem erfiðast er að ná til þeirrd, t. d. meðfram öllum innri saumum. Egg- in loða ekki við og þess vegna er hægt að hrista þau af eða bursta og berja, en bezt er þó að ryksjúga fat- ið. Mölflugueggin eyðileggjast ef þau lenda nokkrar klukkustundir úti í sól. Kjóla, blússur, kraga og annan slíkan fatnað, sem hefir komið við bera húðina, verður að hreinsa og blettum náð, áður en hann er settur til geymslu, því að mölflugan mun vafalaust leita slíkra staða. Ullarkjóla og -dragtir má setja í stóra poka um leið og þær hafa verið viðraðar og burstaðar, en á pokanum m'ega engin göt eða rifur vera, sem flugurnar geta komizt inn um. ,,Naftalin“ og ,,paradiklorbenzol“ eru ágæt möleitur, ef þau eru notuð nokkuð sterk og helzt verður þá að geyma fatnaðinn i þéttum kössum eða skápum. Bezt eru þessi nýju skor- dýraeitur, sem bæði eru sprautuð sem vökvi og stráð um sem duft og fást þau í lyfjabúðum. Ef íbúðir eiga að standa mann- lausar lengri tíma þarf að ryksjúga áður gólfábreiður, húsgögn og annað slíkt og sprauta svo um allt skordýra- eitri. Bezt er, 'ef hægt er, að opna öðru hverju slíkar íbúðir og láta blása í gegn hreint loft. „Komstu með morgunskóna hans pabba til að skilja þá eftir sem sönn- unargagn?"

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.