Vikan - 16.12.1948, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948
5
Englendingur heimsækir Grímsey.
(Útdráttur úr dagbók).
Eftir Alan Moray Williams.
Allar teikningar, sem fylgja greininni, eru eftir listakonuna Barböru Árnason systur höfundarins.
21. mat. Pórum frá Akureyri kl. 7 í
morgun áleiðis til Grímseyjar, lítillar
eyjar úti fyrir norðurströnd Islands. Ætla
að verða þar í hálfan mánuð með mági
mínum og systur, sem fara þangað til að
mála. Það var sólskin en mjög hvasst og
sjór gerðist brátt úfinn, þegar út á Eyja-
fjörð kom. Litla gufuskipið, Drangur,
hoppaði eins og tuðra á öldunum með ó-
hjákvæmilegum afleiðingum fyrir farþeg-
ana. Komum til Siglufjarðar um kl. 4 og
til Grímseyjar, sem er 45 sjómílur frá
meginlandinu, kl. 8 um kvöldið.
Við fyrstu sýn virðist Grímsey lítil,
græn og grösug, með bændabýlum hér og
þar, lágkúruleg og varla nokkrir klettar
eða björg. íbúar samtals 73.
Um 20—30 manns biðu á bryggjunni,
karlmennirnir klæddir eins og enskir
hafnarverkamenn í samfestingum með
húfu á höfði, börnin í fallegum prjóna-
peysum í skærum litum. Við urðum að
fara í land á trillubát, því gufuskipið getur
ekki lagzt upp að.
Gestgjafi okkar, séra Robert Jack, kom
á móti okkur- og fór með okkur heim til
sín á prestssetrið. Hann ber með sér
persónuleika, sem vert er að kynnast —
ungur Skoti, sem kom til Reykjavíkur
1936 til að kenna knattspyrnu, ákvað að
verða guðfræðingur, gekk í háskólann þar
í þeim tilgangi og var vígður til prests
til að þjóna íslenzku kirkjunni. Hlakka til
að eiga við hann skemmtilegar samræður.
Prestshúsið stendur við hliðina á skól-
anum, nálægt kirkjunni, um 400 metra
suður með ströndinni. Það er óásjálegt,
grátt, klætt bárujárni og illa viðhaldið.
Grímsey er sýnilega svo afskekkt, að
cnginn prestur fékkst til að vera hér í 14
ár. Robert kom hingað í júlí í fyrra eftir
að hafa þjónað í 2 ár á Suðausturlandi.
Við fáum 4 herbergi til afnota á efri
hæðinni; sjálfur býr presturinn niðri
ásamt konu sinni og tveimur litlum börn-
um, en í kjallaranum eru kýr og hænsnin.
Þegar börnin skæla minnir það mig á
járnhrautarflautu og þegar kýrnar baula
finnst mér það vera ,,all clear“, merki
um að loftárásarhætta sé liðin hjá, svo
mér finnst ég alveg vera heima hjá mér!
22. maí. Ötrúlega heiður himinn allan
daginn og hafið yndislega kóbaltblátt.
Nógu hlýtt til að sitja úti í skjóli
klettanna. Strandlína meginlandsins er
löng röð tindóttra fjalla þöktum snjó-
sköflum, einhvernveginn svo óeðlileg,
næstum ónáttúrleg eins og þau væru
búin til úr pappa, svo lík hvert öðru og
eins á allar hliðar.
Um eftirmiðdaginn gekk ég um eyna,
sem er furðulega lítil, varla meira en 5
km. á lengd og 2 breidd í mesta lagi. Hún
hækkar til norðurs án þess þó að ná
nokkurri verulegri hæð, með grösugum
hlíðum og dældum og smátjörnum hér
og þar og snjósköflum í slökkunum. Á
norður-, austur- og vestur-ströndinni eru
þverhnýpt blágrýtisbjörg þakin sjófugla-
drit, svo þau verða hvítgrá að lit. Maður
rekst á nokkrar kindur, sumar með
lömbum, einn eða tvo hesta, og óteljandi
fugla, en enga aðra lifandi skepnu, unz
komið er suður á eyna, þar sem bæirnir
standa.
23. maí. Var vakinn snemma til að
horfa á bjargsig, sem fér hér fram árlega
og þykir talsverður viðburður, þar sem
eyjaskeggjar bæði borða eggin og selja
þau til meginlandsins á 2 kr. stykkið. Það
er ekki eins grimmilegt gagnvart fugl-
inum og það lítur út fyrir, þar eð hann
verpir öðru eggi, ef það fyrsta hverfur.
Alan Moray Williarns, enskur rithöfundur, sem
dvalið hefur hér á landi í sumar. Hann er fæddur
1915, lagði stund á tungumálanám í King’s
College í Cambridge, var foringi í brezka hern-
um í Narvik í Noregi 1940. Hefur m. a. gefið út
tvær ljóðabækur, verið ritstjóri að ritgerðasafni
og þýtt bækur úr rússnesku.
I gamla daga gátu menn safnað þúsund-
um eggja árlega, en nú eru sigmennirnir
ungir og óreyndir og gengur því ekki eins
vel. Við gengum þvert yfir eyna, sem
reyndist lengri og erfiðari leið en maður
gerði ráð fyrir, því auk hæðanna og dæld-
anna er eyjan öll þakin kargaþýfi eins og
maður sér svo víða á íslandi. Við horfðum
á mennina undirbúa verk sitt. Þeir voru
8, ungir, kátir strákar, rjóðir í kinnum og
mjög hraustlegir að sjá. (Mig furðar að
sjá, hve fólkið er hraustlegt, þótt ekkert
grænmeti sé að fá á eyjunni). Sigmaður-
inn, ungur piltur um tvítugt, hafði brezk-
an stálhjálm á höfðinu til að verjast
lausagrjóti og var vel dúðaður og hafði
tvær taugar af sterkum nýjum kaðli bund-
inn um mittið. Digur tréhæll var rekinn
í jörðina ofanvið bergbrúnina og kaðlinum
vafið utan um hann og svo smátt og
smátt gefið eftir um leið og hann seig.
Þegar hann komst á stað, þar sem hann
gat náð eggjum, gaf hann einum mann-
anna merki, sem fylgdist með honum
annarsstaðar af brúninni, og fyllti síðan
poka, sem hann hafði framan á sér, af
eggjum. Svo þegar hann var búinn að ná
öllum sem hann gat, gaf hann annað
merki og félagar hans uppi á bjargbrún
drógu hann upp aftur, en eggin voru látin
í fötu.
. Við horfðum á þessar aðferðir allan
morguninn fremur taugaóstyrk, þar eð
við vissum að slys höfðu stundum komið
fyrir. Þannig fórst t. d. sonur síðasta
prestsins, sem hér var, á þennan hátt. Það
fór samt allt vel. Um 20—30 egg var
komið með í hvert skipti, sum blá með
dökkum dröfnum, sum næstum eins hvít
og hænuegg, sum lítil og brún — eftir
því hvaða fuglar höfðu verpt þeim. Að
degi loknum höfðu þeir safnað rúmlega
2000 eggjum, sem þótti sæmilega góðar
eftirtekjur, þó þær væru ekki eins góðar
og fuglarar eldri kynslóðarinnar, sem
slengdu sér til beggja hliða eins og fjöl-
listamenn, hefðu náð. Á morgun og nokkra
næstu daga fara þeir aftur fram á bjarg.
Glampandi sólskin aftur í dag. Finni