Vikan


Vikan - 16.12.1948, Blaðsíða 38

Vikan - 16.12.1948, Blaðsíða 38
38 JÖLABLAÐ VTKUNNAR 1948 Gissur: Þorparinn hann Ken Búnkus ætlar að koma hingað, og Rasmina ætlar að leggja fé í þessa ónýtu gullnámu hans. Ég verð einhvern veg- inn að koma í veg fyrir það! Dóttirin: Pabbi, þú ætlar þó ekki að fara út og láta þennan Búnkus gabba mömmu til að kaupa hlutabréf í þessari einskisnýtu gullnámu? Gissur: Nei, það skal aldrei ske! Ég hefi fund- ið ráð til að losna við hann. Ég kem aftur eftir klukkutíma. Gissur: Heyrðu, Láki, mig langar til að biðja þig að skrifa fyrir mig bréf. Þú gekkst i skóla. Stebbi: Já, hann gekk i skóla — hann pass- aði miðstöðina í Petsalotsý-skólanum! Láki: Auðvitað get ég skrifað, en ég á dálít- ið erfitt með stafsetninguna! Krókur á móti bragði! Gissur: Skrifaðu nú eins og ég les fyrir. Ég mundi hafa skrifað þetta sjálfur, ef ég væri ekki hrædd- ur um, að blókin hann Búnkus þekkti höndina mína! Stebbi: Gissur, þetta er bráðsniðug hugmynd hjá þér! Láki: Truflaðu mig ekki svona! Hvernig er ,,feit“ skrifað ? Búnkus: Ó, frú Rasmína, hér kem ég, vonandi á réttum tíma! Þér hafið aldrei verið eins falleg og núna, frú Rasmína! Gissur: Alveg rétt, herra Búnkus! Rasmína: Ó, þakka yður fyrir! En nú verðið þér og maðurinn minn að fara inn í skrifstofuna hans, á meðan ég hringi í símann! Gissur: Fyrst langar mig til að biðja yður að lesa fyrir mig þetta bréf. Ég gleymdi gleraugun- um mínum í skrifstofunni. Búnkus (les): Gissur, mikið dæmalaust er kon- an þín heimsk! Eða andlitið á henni! Ég get varla horft á hana! Og svo samkjaftar hún aldrei! Búnkus (les áfram): Það hlýt- ur áð vera hræðilegt að vera kvæntur svona gamalli nöldur- skjóðu. «' Gissur: Hvernig dirfist þér að tala Rasmína: Ó, hvað ég var vitlaus, að ætla að kaupa af honum þessi verðlausu hluta- bréf! Þú hafðir rétt fyrir þér, hann er svindl- ari! Og ég er stolt af því að þú skyldir taka málstað minn! ,r -fiissur; Ég leyfi engum að tala -evona um þig, elskan min!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.