Vikan


Vikan - 16.12.1948, Blaðsíða 33

Vikan - 16.12.1948, Blaðsíða 33
JÖLABLAÐ VIKUNNAR 1948 33 Skipskettir En fjandi var hún þrá! Flestir aðrir kettir mundu hafa sætt sig við að halda til frammí. En þessi skipshafnar-kisa gerði það ekki, þrátt fyrir allar refsingarnar. Hún snerti ekki súpuna, var alltaf öðru hvoru á ferli á nóttunni að mjálma og leita og hætti að þrífast, og stundum stalst hún jafnvel inn í hinn forboðna helgidóm. Ef einhver hefði fylgzt vel með þessu hátterni kisu, mundi hann hafa veitt því eftirtekt, að um hálfsmánaðartími leið jafnaðarlega milli þessarar yfirtroðslu hennar á skipsaganum. Og einn maður fann líka þetta lögmál. Það var brytinn. Einn sunnudag eftir að ég hafði hjálpað honum á frívakt minni, gaf hann mér stórt býtings- stykki. Hnausinn var svo stór, að mér var fyrir- sjáanlega ómögulegt að ljúka honum í einu; það var sjaldgæft að brytinn sýndi slíka rausn, og ég þakkaði fyrir mig með nokkurri undrun. ,,Ég skal segja þér, drengur minn, að ég tók eftir því strax í fyrsta sinn, þegar þú skiptir um hálshnýtið á kettlingunum,“ sagði hann allt í einu fyrirvaralaust. „Skipti? Kettlingunum?" át ég stamandi eftir honum og stóðst ekki hið rannsakandi augnaráð hans. „Þetta var fjári vel leikið af þér,“ hélt hann áfram, og mér líkar það vel, að reynt sé að skipta sem jafnast gæðum lífsins. En það gæti hent sig, að sumir aðrir hér á skipinu tækju aðra afstöðu til málsins, og þá gæti orðið há- vaði.“ Ég þakkaði honum fyrir aðvörunina og hann virtist lesa úr augum mínum spumingu, sem var í huga mér, því hann hélt áfram: „Þegar kettl- ingarnir voru ósköp litlir, í eldhúsinu hjá mér, gerði ég örlítið n*ark í eyrað á öðrum þeirra, til þess að ég gæti þekkt þá sundur. Síðan hefi ég lítið skipt mér af litlu greyjunum, en get alltaf þekkt þá af þessu eymarmarki. — Ég er viss um að þeir strjúka í land þegar færi gefst,“ bætti hann við. Eftir að ég hafði lofað að fara varlega fram- vegis, fór ég á afvikinn stað, þar sem ég gæti boröað býtinginn minn í næði og íhugað, hvernig ég gæti bezt unnið að því, að réttlætinu yrði framvegis fullnægt. Ég lá endilangur á stafnþilfarinu í forsælunni. Allt í einu var kisa komin og fór að nudda sér upp við mig. Það voru aðeins tveir dagar til næstu skipta, og hún virtist nú vera að sækja um styttingu á tímanum! Kettlingarnir voru nú farnir að venjast þessum skiptum á hlutverkum, og í seinni tíð hafði ekki borið eins mikið á ó- þægilegum afleiðingum af skiptunum eins og áður. Þegar ég leysti hnýtið af skipstjóra-kisu og hnýtti það á skipshafnar-kisu, virtust þær kunna hvor sitt hlutverk, og hin afsetta skip- stjóra-kisa flýtti sér, ósköp aumleg í látbragði, fram í skotið sitt, eins og hún vildi ekki horfa upp á hamingju stallsystur sinnar. Svo skiptu þær aftur um hlutverk eftir hálfan mánuð. At- höfnin var ósköp einföld og alltaf sú sama: að leysa hálshnýtið af annarri og binda það á hina. Við vorum búnir að vera marga mánuði í sigl- ingum. Við höfðum fyrir löngu farið frá Spáni. Þaðan sigldum við til Vesturheimseyja og vor- um nú á siglingu í Mexíkóflóanum á leið til Pensacola á Flóridaskaganum til að sækja timb- urfarm. Kettlingarnir voru nú næstum því fullvaxnir og svo fallegir og hraustlegir þrátt fyrir allt, að ekki varð betur kosið. Mér þótti ákaflega vænt um þá og var hnugginn yfir því að verða bráðum að leggja niður þetta hlutverk mitt sem örlagadis þeirra. Kisa — skipshafnarkisa í þetta sinn — kom til mín, þar sem ég sat í þessum þönkum, setti upp kryppu og malaði. Hún nudd- aði sér upp við fótinn á mér, leit svo upp til að sjá hvernig ég tæki þessu, kom svo til baka og endurtók sama leikinn, til að koma sér I mjúkinn hjá mér. Þetta endaði eins og venju- lega með því, að ég fór að strjúka henni. Þegar skipstjórinn vaknaði morgun einn, nokkrum dögum síðar, ætluðu augun út úr höfð- inu á honum af undrun. Það var líka ástæða til. Við fótagaflinn á rekkju hans, þar sem skip- stjóra-kisa var oft vön að sitja um fótaferðar- tímann, voru komnir tveir kettir. Báðir voru nákvæmlega eins, báðir voru með rautt hnýti og á báðum hnýtunum stóð með útklipptu prent- letri, sem límt var á borðana, skýrum stöfum: Skipstjóra-kisa. — Skipstjóra-kisa. Skipstjórinn var i hjarta sínu bezti karl, og það má ekki dæma hann of hart af atvikinu með vindilinn. Hann fann neistann í glettninni og þessi brella skemmti honum. Allt fór því eins og bezt varð á kosið. Upp frá þessu var ekki framar neinn sérstakur skipshafnarköttur eða sérstakur skipstjóraköttur, heldur voru nú báðir kettirnir jafn réttháir; báðir fengu nú að sofa i búrhorninu, báðir fengu sama fæði, báðir gátu nú sleikt sólskinið saman eða gengið saman á þilfarinu. Hingað til höfðu þeir notið þessa hvor í sínu lagi, en nú gátu þeir notið þess í félagi — og það var mikill munur. Menn furðuðu sig stundum á þvi, hvað skips- hafnarkisa var fljót að venjast umskiptimum, s.i þeir tveir, sem vissu ástæðuna eyddu því veniu- lega, ef um var talað. Stöku sinnum eftir þetta tók brytinn á rausi: sinni og gaf mér vænt stykki af býtingnum góða, og lét venjulega fylgja því einhver um- mæli af þessu tagi: „Það var ekki svo vitlaust hjá þér, þetta með kettlingana — og það fór betur en ég bjóst við.“ Venjulega sagði ég á ensku, — ég var líka tekinn til við erlendu tungumálin: „Kærar þakkir," en bætti svo við á sænsku (með sjálf- um mér): „Gamli, góðhjartaði Grautar-Halli!“ Ól. Sv. þýddi. Ríkisútvarpið Ltvarpsauglýsingar berast með hraða rafmagnsins og áhrifum hins talaða orðs til um 100 þúsund hlustenda í landinu. Afgreiðsla auglýsinga er á IV. hœð i Landssímahúsinu. & & f & & t .1 Afgreiðslutími er: Virka daga kl. 9.00—11.00 nema laugardaga Laugardaga kl. 9.00—11.00 Sunnudaga kl. 11.00—11.30 Athygli skal vakin á því að sím- stöðvar utan Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar veita útvarpsauglýsingum móttöku gegn staðgreiðslu. Afgreiðslusími 1095 Ríkisútvarpið a- & & & & & & 1 I & $

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.