Vikan


Vikan - 27.01.1949, Blaðsíða 6

Vikan - 27.01.1949, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 4, 1949 blómaskál og sitt hvoru megin við hana loguðu kerti í stórum og fornlegum silfurstjökum. Celía tók eftir, um leið og hún settist, að stjakarnir voru ófægðir. Þau byrjuðu að borða grænmetissúpu, síðan þann bragðbezta fisk, sem Celía hafði nokkum txma borðað, steiktar endur á eftir með fleski. Með þessu voru bornar franskar kartöflur, nýir tómatar og undarlegt, hvitt grænmeti, sem þau kölluðu ,,samp“ og hafði Celía aldrei bragðað það fyrr. Nýbakað brauð var einnig á borðum og kringlóttar kexkökur, sem urðu að froðu í munnvatninu. Að lokum var vanilluis með súkku- laðisósu. Þjónn í hvítum léreftsjakka og með hvíta hanzka gekk um beina og aðstoðaði Laurelee hann. Dúkurinn var tekinn af borðinu eftir á- bætinn og ávaxtadiskar settir fyrir hvern mann. Þjónninn tók hvitu borðþerrurnar og setti litlar rauðar í staðinn. Síðan var stór ávaxtaskál bor- in fram. Celía horfði xmdrandi og rugluð á rauðu borðþerruna og flýtti ein Mayley-systranna sér að gefa henni skýringu á þessu. „Við erum ákaflega hreyknar af fallega borð- líninu okkar,“ sagði hún, „og ávaxtablettum er ekki hægt að ná með þvotti. Þess vegna notum við alltaf þessar rauðu þerrur, þegar við borð- um ávexti." „Þetta er skynsamlegt," sagði Celía sem sjálf var mjög hagsýn og hirðusöm. 1 fyrstu hafði hún orðið skelfd yfir þessum mörgu matarréttum, en fann þó brátt að hún borðaði af þeim öllum með beztu lyst. Sumt af þessu hafði hún aldrei bragðað fyrr, en fannst það óvenju ljúffengt. Hún hafði ánægju af fallegu börðlíninu, maturinn var skrýtilega fram borinn, en skemmtilega. Eftir að hafa orð- ið vör við margs konar hirðuleysi á heimiiinu, hafði hún búizt við að máltíðirnar yrðu á ann- an veg, en sá ótti hennar hafði þá verið ástæðu- laus. Þau drukku kaffið úti í garðinum og hellti Celía í bollana eftir beiðni Olgu. Karlmennirnir tveir settust örlítið afsíðis til að talast við. Olga sat þegjandi i stól sínum, Annetta reikaði um garðinn eins og lítil vofa, en Mayley-systurnar töluðu vingjarnlega við Celíu. 1 fjarska heyrðist brimhljóð hafsins, annars var allt hljótt. Dásamleg ró kom yfir Celíu — slík tilfinn- ing hafði aldrei fyrr gripið hana á erilsamri ævi hennar. Staðurinn og fólkið hafði hrifið huga hennar. Skömmu seinna stóðu frænkurnar á fætur til að kveðja, Lancing og læknirinn sögðust vilja fylgja þeim að Rósalundi, og síðan ætlaði Larice að fara með Mackenzie í vélbátnum að skipinu. Alec kom til að kveðja Celíu. „Verið þér sælar, ungfrú Latimer." „Verið sælir, Mackenzie læknir." „Haldið þér, að þér kunnið vel við yður hérna," spurði hann snögglega. „Ég er þegar farin að elska þennan stað,“ svaraði hún og var skrýtinn titringur í rödd hennar, og henni varð ósjálfrátt litið á Lance, sem stóð á tröppunum. „Þau eru öll svo góð við mig,“ bætti hún við. Án þess að segja fleira, greip Alec hönd henn- ar og hélt henni fast, og þetta handtak mundi hún alltaf. Hann horfði lengi rannsakandi á hana hvössum augum sínum. 1 birtunni, sem streymdi út um opnar dyrnar sá hún, að það var þjáning i svip hans og gráu augun voru þreytuleg. Henni fannst hann verða geðfelldari við það. Hún fann löngun hjá sér til að segja eitthvað vingjarn- legt við hann, en varð orðfall. Hann sleppti hönd hennar og fór að kveðja Olgu og Annettu. „Sjáum við þig aftur, Alec?" spurði Olga. „Ef til vill," svaraði hann. Karlmennirnir tveir og gömlu konurnar gengu niður þrepin og hurfu fyrir húshornið. „Eruð þér tilbúnar að fara að hátta, ungfrú Latimer?" spurði Olga. „Já, frú Branson." „Hlauptu upp á herbergi þitt, Annetta." Olga laut niður til að kyssa dóttur sína. „Guð blessi þig,“ sagði hún blíðlega. „Góða nótt, ungfrú Celia," sagði Annetta feimnislega, en kurteis. „Góða nótt, barnið gott," Celíu langaði einnig til að kyssa þetta litla andlit, en Annetta var þegar horfin. Celía lá í rúmi sínu undir þéttu mýflugnanet- inu. Út um opinn gluggann sá hún dökkan him- ininn og toppana á sedrustrjánum. Hún gat heyrt, að kominn var örlítill andvari og í fjarska heyrð- ist brimhljóð. Ilmurinn af fresiunum í garðin- um barst inn til hennar. Hún lá með opin augu og var syfjuð, þótt hún gæti ekki fest svefn. Hún velti fyrir sér hvað eftir annað viðburðum dagsins. Henni fannst undarlegt, að Alec Mackenzie skyldi vera vinur þessa fólks. Henni þótti það svo hjáleitt. Olga var aðlaðandi og fögur og mjög vingjarn- leg við Celíu. Frænkurnar voru mestu gæðakonur, jafnvel Misseena, sem var svo skelfilega stelpuleg í fasi. Á Annettu gat hún ekki áttað sig fyrst í stað. Hún var eins og lítil skógardís, en hrífandi á sinn hátt. Og Lance — Celía glaðvaknaði, þegar henni flaug hann í hug. Hann var sá sérkennilegasti af allri fjölskyldunni, eða svo fannst henni. Hann var kátur og skemmtilegur og fagur sem guð. Hún var ekki ennþá búin að skilja, hvernig hann var í ætt við Olgu, vissi ekki hvort hann var kvæntur eða ekki eða hvað hann hafði fyrir stafni á eyjunni. Þessi óvissa um hann varð ekki til að minnka áhuga hennar á honum. Kinnar Celíu urðu allt í einu heitar og rauð- ar í myrkrinu. Var Celia Latímer að verða eins og ímynd- unarveik skólastúlka gagnvart manni, sem hún hafði ekki þekkt nema í nokkrar klukkustundir ? Að lokum sofnaði hún og svaf í einum dúr þar til Mam’ Easter stóð við rúm hennar með tebolla. 3. KAFLI. Celía kom út á sólpallinn, berhöfðuð í sólskin- inu. Hún var klædd hvítum léreftskjól með stutt- um ermum og var hann hnepptur niður að fram- an með hnöppum úr perluskel. Þetta var snotur og hentugur kjóll, sem fór vel á grönnum lík- ama hennar. Brúnt hár hennar var greitt frá andlitinu og tekið saman í hnút í hnakkanum. Þessi hár- greiðsla fór Celíu vel og átti vel við rósemi þá, sem hvíldi ætíð yfir henni og einkenndi hana. Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Þá hef ég alla litina, en ég verð að ná mér í dagblöð til að hafa undir á gólfinu, svo að það óhreinkist ekki, og ég verð að fara í samfesting. Lilli: Go—go! Pabbinn: Eg er ekki einúngis góður málari heldur lít ég líka út fyrir að vera það, en nú þarf ég að breiða dagblöðin á gólfið. Pabbinn: Hvað er þetta? Pabbinn: Guð minn góður! Rauður köttur! Blár hundur! Er Þessar fréttir hef ég ekki lesið ég farinn að sjá sýnir? áður. Ég má til með að lesa þetta!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.