Vikan


Vikan - 27.01.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 27.01.1949, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 4, 1949 ,,Má ég spyrja, hvernig voru fjárhagsástæður herra Kettering þegar þetta var?“ „Hvernig getið þér búizt við að ég viti það?" spurði Van Aldin eftir stutt hik. „Mér fannst sennilegt, að þér mynduð afia yður upplýsinga um það." ,,Já — það er rétt hjá yður, ég gerði það. Ég komst að því, að Kettering var í slæmum krögg- ium." ,,Og nú hefur hann erft tvær miljónir punda! Lífið það er skrítið — það er skrítið, finnst yður ekki ?“ Van Aldin leit hvasst á hann. „Við hvað eigið þér?" „Ég er í mórölskum hugleiðingum," sagði Poirot. „Ég er í heimspekilegum þönkum. En svo við snúum okkur aftur að málinu. Kettering hefur þó ekki gefið í skyn, að hann mundi veita skilnað mótspyrnulaust ?“ Það liðu ein eða tvær mínútur áður en Van Aldin svaraði. „Ég veit ekki með fullri vissu, hver ætlun hans var." „Höfðuð þér nokkuð frekar samband við hann ?" Aftur varð stundarþögn áður en Van Aldiri svaraði. „Nei." Poirot snarstanzaði, tók ofan hattinn og rétti fram höndina. „Ég verð að kveðja yður, herra minn. Ég get ekkert gert fyrir yður." „Við hvað eigið þér?" spurði Van Aldin reiði- lega. „Ef þér segið mér ekki sannleikann, get ég ekkert gert fyrir yður." „Ég veít ekki við hvað þér eigið." „Ég held þér vitið það. Yður er óhætt að treysta því, Van Aldin, að ég er þagmælskur." „Jæja þá,“ sagði miljónamæringurinn. „Ég skal játa, að ég sagði ekki satt rétt áðan. ,,Ég hafði aftur samband við tengriason minn." „Jæja?" „Ef satt skal segja, þá sendi ég ritara minn, Knighton majór, til hans með fyri mæli um að bjóða honum hundrað þúsund punc í reiðu fé, ef hann gæfi mótspyrnulaust upp skdnað." „Það var lagleg upphæð," sagð Poirot, „og hverju svaraði tengdasonur yðar?" „Hann sendi mér þau orð til baka, að ég gæti farið til fjandans," sagði miljónamæringurinrí stuttaralega. „Einmitt!" sagði Poirot. Hann lét ekki í ljós nein geðbrigði. Þessa stundina vann hann að kerfisbundinni söfnun staðreynda. „Herra Kettering hefur sagt lögreglunni, að hann hafi hvorki séð né talað við ■ konuna sina á leiðinni frá Englandi. Finnst yður þetta trú- legt?" „Já,“ sagði Van Aldin. Mér þykir sennilegt, að hann mundi hafa gert sér mikið far um að verða ekki á vegi hennar." „Hversvegna ?" „Af því að þessi kvenmaður var með honum." „Mírella ?“ „Já.“ „Hvernig komust þér að því?" „Maður, sem ég hafði léngið til að hafa gát i. honum, sagði mér, að pau heiðu bæði farið með þessari lest." „Einmitt það", sagði Poirot. „Fyrst svo var, er ekki sennilegt, að hann hafi gert neina til- raun til að komast í samband við frú Kettering." Litli maðurinn þagði stundarkorn. Van Aldin ónáðaði hann ekki i hugleiðingunum. 17. KAFLI. Höfðinglegur maður. „Þér hafið komið til Riviera áður George?" sagði Poirot við þjón sinn morguninn eftir. George var ákaflega enskur, með stirðnaða andlitsdrætti. „Já, herra. Ég var hér fyrir tveim árum, þeg- ar ég var í þjónustu Edwards Frampton lávarð- ar." „Og nú,“ sagði húsbóndi hans, „eruð þér hér með Hercule Poirot. En hvað sumir hækka í tigninni!" Þjónninn svaraði þessu engu. Eftir hæfilega þögn, sagði hann: „Viljið þér brúnu fötin, herra? Það er hálf napurt úti." „Það e fitublettur á vestinu," sagði Poirot. „Ég fél !• hann á mig þegar ég borðaði hádeg- isverð á P:tz á þriðjudaginn var." „Það er enginn blettur á því núna, herra," 1. 1 glugganum er auglýst að dreng vanti i búðina. 2. Maðurinn: Hefurðu nokkurntíma afgreitt í svona búð, drengur minn? Raggi: Nei — 3. Raggi: — en ég hef alltaf verið að bíða eftir tækifæri til þess — mig hefur dreymt um það á nóttunni — alltaf síðan ég var lítill dreng- ur — Maðurinn: Þetta þykir mér merkilegt að heyra! 4. Ég skil ekki af hverju hann var svona af- huga mér, þegar ég fór að tala um, að mig hefði dreymt um þetta á nóttunni síðan ég var lítill. MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. Copr. 1948, King Hvar er vitavörðurinn ? sagði George i ásökunarrómi. „Ég er búinn að hreinsa hann burtu." „Ágætt," sagði Poirot. „Ég er ánægður með yður, George." „Þakka yður fyrir, herra." Það var stutt þögn, svó sagði Poirot dreym- andi: „Hugsum okkur George, að þér hefðuð fæðst í sömu þjóðfélagsstétt og hinn látni húsbóndi yðar, Edward Frampton lávarður — að þér, eignalaus, hefðuð kvænzt vellauðugri konu, en að þessi kona hefði siðan viljað skilja við yður af fullgildum ástæðum, hvað munduð þér hafa gert?" „Ég mimdi hafa reynt að fá hana til að hætta við það," sagði George. „Með góðu eða illu?" George virtist ofbjóða. „Þér verðið að afsaka, herra," sagði hann, „en maður að aðalsættum mundi ekki hegða sér eins og götustrákur. Hann mundi aldrei gera neitt ósæmilegt." „Haldið þér ekki, George ? Það skyldi nú vera. En þér hafið kannske rétt fyrir yður." Það var drepið á dyr. George fór til dyra og opnaði hurðina varlega um einn eða tvo þumlunga. Samtal í hálfum hljóðum fór fram, og svo sneri þjónninn sér aftur að Poirot. „Bréf til yðar, herra." Poirot tók við því. Það var frá Caux lögreglu- fulltrúa: „Við ætlum að fara að yfirheyra de la Roche greifa. Sakadómarinn óskar eftir að þér verð- ið viðstaddur." „Fáið mér fötin mín fljótt, George. Ég þarf að flýta mér." Stundarfjórðungi síðar kom Poirot í brúnu fötunum inn í skrifstofu sakadómarans. Caux var þegar kominn, og hann og Carrége heilsuðu Poirot kurteislega. „Málið er dálítið þreytandi," tautaði Caux. „Svo virðist sem greifinn hafi komið til Nice daginn áður en morðið var framið." „Ef það er rétt, þá er málið leyst fyrir ykkur," sagði Poirot. Carrége ræskti sig. „Við megum ekki taka þessa fjarvistarsönnun greifans gilda, nema að undangenginni nákvæmri athugun," sagði hann. Hann ýtti á bjölluna á borðinu hjá sér. Eftir andartak kom hár maður, dökkur yfir- litum, snyrtilega klæddur og dálítið drembileg- ur á svipinn, inn í herbergið. Svo tiginmann- legt var útlit greifans, að það hefði verið hrein fjarstæða jafnvel að hvísla því, að faðir hans hefði verið óþekktur kornkaupmaður í Nantes — sem var þó eigi að síður rétt. Hver sem horfði á hann, mundi vera reiðubúinn að sverja, að fjöldi forfeðra hans hlyti að hafa Iátið lífið fyrir fallöxinni í frönsku byltingunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.