Vikan - 27.01.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 4, 1949
13
VEÐHLALPIÐ barnasaga
Áki átti afmælisdag, og voru hon-
um gefnar margar gjafir. Var hann
mjög hugfanginn af þeim. Systkini
hans, Preben sem var yngri en Áki,
og Minna systir hans voru ekki eins
forviða því að þau vissu hvað átti
að gefa bróður þeirra. Eða vissu um
margar gjafirnar áður en hann fékk
þær.
En svo kom stór askja vafin inn-
an í silkipappír. Þau vissu ekkert
hvað í öskju þessari var og urðú
mjög forvitin.
„Taktu upp úr öskjunni, Áki. En
gerðu það með varúð,“ sagði Minna.
Hún fór sjálf að taka bréfið utan af
öskjunni.
„Nei, sjáið þið,“ mælti Preben.
Hann var svo ákafur að hann var
kominn með höfuðið niður í öskjuna.
„Flugvél! Flugvél sem getur flogið
þegar við kippum í teygjubandið,"
sagði Áki sigri hrósandi, og horfði
aðdáunaraugum á þennan dásamlega
hlut.
Minna mælti: ,,Þú hefur fengið svo
margar góðar afmælisgjafir." Hún
leit í kringum sig. „Þú hefur fengið
bíl, sem hægt er að vinda upp,. eim-
vagn og flugvél. Þetta þyrfti að vera
ekta, þá gætum við ferðast.“
,,Þú gleymir mér sem er þýðingar-
meiri en hitt allt til samans," sagði
rödd út i horni. Svo kom hnegg.
Börnin urðu forviða og horfðu út í
hornið. Þar stóð gamli rugguhestur-
inn.
„Já, það er ég sem tala. Ég sagði
að þú hefðir gleymt mér,“ sagði
hann.
„Skárra er það nú,“ hvæsti eim-
vagninn með hæðnishreim í röddinni.
„Hver ríður hestum nú á dögum?
Þegar menn fara í ferðalög fara þeir
með járnbrautarlestum.“
„Þér skjátlast,“ mælti bíllinn.
„Járnbrautalestir eru orðnar álika
úrelt samgöngutæki og hestar. Þær
eru þó enn notaðar til vöruflutninga
að einhverju leyti. Það er allt og
sumt. Ef menn vilja komast fljótt
og vel leiðar sinnar þá nota þeir bil.“
„Þið eruð öll jafnheimsk," sagði
flugvélin yfirlætislega.
„Þið eruð gamli tíminn, en ég, ég
er framtíðarsamgöngutækið. Ég ber
framtíðina á vængjunum. Ég sigra
ykkur öll.“
Börnin sátu orðlaus af undrun og
horfðu hvert á annað. Svo mælti Áki
fyrirvaralaust:
„Eigum við að efna til veðhlaups
eða kapphlaups? Þá getum við séð
hver kemst fyrst leiðar sinnar. Það
er ekki fullnægjandi að grobba ein-
ungis. Ég álít að flugvélin verði hlut-
skörpust.“
Flugvélin mælti: „Farðu inn í mig,
og við skulum sýna hinum að ég er
f ramtíðarsamgöngutækið. ‘ ‘
Preben sagði: „Ég hefi mesta trú
1. mynd. Og er nú var kominn hvíta-
sunnudagurinn, voru þeir allir saman
komnir á einum stað; og skyndilega
varð gnýr af himni, eins og aðdynj-
anda sterkviðris, og fyllti allt húsið,
sem þeir sátu i; og þeim birtust
tungur, eins og af eldi væru, er
kvísluðust og settust á einn og sér-
hvern þeirra . . .
2. mynd. Og þangað var borinn
maður, er haltur var frá móðurlífi, og
menn lögðu hann daglega við þær
dyr helgidómsins, er nefndar eru
Fögrudyr, svo að hann gæti beðist
ölmúsu af þeim, er inn gengu í helgi-
dóminn. Er hann sá þá Pétur og
Jóhannes ætla að ganga inn í helgi-
dóminn, beiddist hann ölmusu, en
Pétur horfði á hann ásamt Jóhannesi
og sagði ... 1 nafni Jesú frá Naza-
ret, þá gakk þú . . . En jafnskjótt
urðu fætur hans og öklar styrkir, og
hann spratt upp, stóð og gekk . . .
3. mynd. . . . og allt fólkið sá
hann ganga um kring og lofa guð . . .
. . . og þeir urðu gagnteknir af
undrun og furðuðu sig stórlega á því,
sem fram við hann hafði komið.
4. mynd. En þeir ógnuðu þeim enn
frekar og slepptu þeim, því þeim
hugsaðist ekkert ráð til að hegna
þeim vegna fólksins, því að allir lof-
uðu guð fyrir þennan atburð.
á bílnum. Ég ætla að aka í honum.“
Minna sagði: „Gamli rugguhestur-
inn hefur verið okkur trúr og trygg-
ur. Ég ætla að ríða á honum.“ Og
rugguhesturinn ruggaði sér af gleði.
Hann mælti:
„Við berum sigur úr býtum. Við
erum ekki öll þar sem við erum séð.“
Það hvein í flugvélinni og bílnum
er þau lögðu af stað. En eimvagn-
inn stundi og hvæsti eins og þegar
gufu er hleypt út.
. „Hvert eigum við að fara?“ spurði
flugvélin, og var óþolinmóð.
„Niður veginn, yfir engið, fram
hjá skóginum og vatninu að stóra
hólnum, og heim aftur,“ mælti ruggu-
hesturinn.
„Það er samþykkt,“ sögðu hin og
þutu af stað með hvin og hávaða
miklum.
Minna veifaði til Áka, sem sat í
flugvélinni. Hann veifaði lika.
„Hann flýgur svo hátt. Ég vona
að hann falli ekki til jar.ðar og meiði
sig,“ sagði Minna. „Mér líður vel á
bakinu á gamla vini mínum. Hann
hefur aldrei ausið mér af sér.“
Preben var í bilnum, og var kom-
inn drjúgan spöl áleiðis. En eim-
vagninn rann eftir þjóðveginum með
töluverðu yfirlæti.
Minna andvarpaði og mælti:
„Þeir verða allir á undan okkui’.
En ég hefi mest gaman af að ríða.“
Svo klappaði hún rugguhestinum.
Þau voru nú komin yfir engið og
nálguðust skóginn. Þá heyrðu þau
eimvagninn kalla.
„Komið og dragið mig upp. Fjöðrin
er útgengin. Ég kemst ekki lengra.“
Eimvagninn hafði stöðvast við skóg-
arjaðarinn og gat ekki mjakast úr
stað.
„Þarna hefur einn gefist upp. Við
verðum þá ekki síðust,“ sagði ruggu-
hesturinn.
Minna játaði þvi. Svo sagði hún
við eimvagninn: „Ég hef ekki tíma
til þess að ,,trekkja“ þig upp. Bíddu
þangað til við komum aftur.“ Svo
reið hún áfram.
Þegar hún kom að vatninu heyrði
hún hósta og stunur í bílnum.
Hann mælti: „Dragðu mig upp.
Ég kemst ekki lengra.“
Preben hristi höfuðið og sagði:
„Ég kann það ekki. Ég er ókunn-
ugur þessum útbúnaði. Geturðu ekki
hjálpað okkur Minna?“
Hún svaraði: „Þegar ég kem aft-
ur.“ Svo veifaði hún.
Það var nú ekki orðið langt að
stóra hólnum, þá heyrðist hvinur og
sprengingar.
Flugvélin sveif til jarðar, og lenti
stutt frá hólnum.
„Spenntu upp teygjubandið,“ sagði
flugvélin. „Ég get ekki flogið lengra
án þess.“
Áki fór að fást við það.
Minna hélt alla leið að hólnum.
Þegar hún var komin þangað kall-
aði hún: „Ég skal nú hjálpa þér.
Rugguhesturinn varð fyrstur hingað.“
Hún fór af baki og hjálpaði Áka til
þess að koma flugvélinni af stað. Og
innan skamms hafði hún hafið sig
til flugs. En flugvélin átti eftir spöl
til hólsins. Minna kom svo til bíls-
ins, ríðandi á rugguhestinum. Hún
hjálpaði til að koma honum í gang.
Bíllinn snéri við og hélt heimleiðis,
það gerði eimvagninn einnig, eftir
að Minna hafði hjálpað honum.
öll börnin komu svo samtímis inn í
stofuna.
„Rugguhesturinn er beztur,“ mælti
Minna. Hún hélt um hálsinn á gamla
hestinum.
Áki horfði á flugvélina aðdáunar-
augum, en Preben lét eimvagninn og
bilinn þreyta kapphlaup um gólfið.
öll voru börnin ánægð. Þau höfðu
skemmt sér vel.
Mynd til vinstri: Þessi Filippseyja-stúlka ber ilmefni sitt með sér í eyr-
anu. Það er gat á eyrnasneplinum og ilmefnið eru muldar skógarjui'tir.
Mynd efst til hægri: Myndin er af nýrri tegund báta, sem bandaríski sjó-
herinn hefur tekið í notkun. Geta þeir siglt á úthöfum, komist yfir leðju,
brim og sanda og upp árbakka. Mynd í miðju: Ef hænur borða rófur, verpa.
þær eggjum með dökkgulri rauðu. Að neðan t. h.: Allar tegundir smáfiska,
sem lagðar hafa verið í olíu í dósum, eru kallaðar sardínur.