Vikan - 24.02.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 8, 1949
13
FRÆNKURNAR
BAENASAGA
Ida-Lísa kreisti fimmkróna seðil-
inn, í hægri hendi, en tveggjakróna
peninginn í þeirri vinstri, samtímis
því að hún veifaði með krepptum
hnefum til frænkanna, sem stóðu við
gluggann hlið við hlið.
Ida-Lisa hafði oft heimsótt þessar
frænkur sinar. Hana langaði til þess
að þjóta af stað heimleiðis. En
frænkumar, með hrukkóttu andhtin
við gluggann, héldu aftur af henni.
Henni var það ljóst, að þær álitu
þetta siðasta skiptið sem þær sæju
hana.
Þær voru svo voðalega gamlar.
Yfir hundrað ára áleit Ida-Lisa. Því
að þær höfðu lifað undir stjón sex
kónga. Stelpan þóttist viss um að þær
væru afargamlar.
Það þurfti heilan dag til þess að
losa Idu-Lisu við áhrif þau, sem
heimsókn til frænkanna hafði á hana.
Þær sýndu henni afar mikla ástúð,
og töluðu mjög vingjarnlega við
hana.
En raddir þeirra titruðu og minntu
á hinn háa aldur þeirra. Ida-Lisa
var hrædd við málróm þeirra. Hann
var eins og gutlandi andvörp. Þær
voru svo tilfinninganæmar.
Þær unnu Idu-Lisu afar heitt.
Mamma hennar sagði stundum: „Ég
er viss um að þær lifa aðeins vegna
ástarinnar á Idu-Lisu. Það er nú
meira dálætið."
Ida-Lisa var óróleg á meðan hún
var í heimsókn hjá frænkunum. Hún
óttaðist að þær dyttu niður dauðar
af hjartaslagi. Hún hafði heyrt full-
orðna fólkið tala um að þessi dauð-
dagi væri algengur, er um gamalt
fólk væri að ræða. Já, hún var full-
viss um að þær dæju af hjartaslagi.
Og hún vildi ekki vera viðstödd er
það kæmi fyrir.
Ida-Lisa hugsaði um það, að þær
frænkur hefðu of mikið dálæti á
sér. Þær sáu enga ókosti á henni.
Hún áleit að það yrði ánægjulegra
að heimsækja þær ef hún væri ekki
engill í þeirra augum. Og þá þyrfti
ég ekki að elska þær eins mikið,
hugsaði hún.
Þær töluðu við hana um Jesú.
Mína sagði að Ida-Lisa þyrfti allt-
af að halda í hönd hans. Mina hét
Hermmine.
Idu-Lisu virtist hún vera að ganga
upp langan stiga, og Jesú leiddi hana.
Frænkurnar töluðu mjög mikið
um himnaríki og allt er stóð i sam-
bandi við það. Stelpan óskaði eftir
því, með sjálfri sér, að þær töluðu
minna um Jesú. Henni virtist þær
fá hann til þess að koma niður til
þeirra, með sinum titrandi röddum.
Frænkurnar kunnu biblíuna spjald-
anna á milli. Og er Ida-Lisa var
mjög ung áleit hún að þær hefðu búið
til biblíuna.
1. mynd. . . . Svo segir Kyrus
Persakonungur: öll konungsríki jarð-
arinnar hefur Drottin, Guð himn-
anna, gefið mér, og hann hefur skip-
að mér að reisa sér musteri í Jerú-
salem í Júda. Hver sá meðal yðar,
sem tilheyrir gjörvalli þjóð hans, með
honum sé Guð hans, og hann fari
heim til Jerúsalem í Júda og reisi
musteri drottins, Israels Guðs . . .
2. mynd. Kýrus konungur lét og
af hendi kerin úr musteri drottins,
þau er Nebúkadnezar hafði flutt burt
frá Jerúsalem og sett í musteri guð
síns.
3. mynd . . . Jafnskjótt sem afrit-
ið af bréfi Artahasta konungs hafði
verið lesið fyrir þeim Rehúm og
Verst var stagl þeirra um það að
þær væru á förum heim til himna-
ríkis.
Þær nefndu ýmsa muni er Ida-Lisa
eignaðist að þeim látnum. Þetta
þótti stelpunni afarleiðinlegt um-
ræðuefni.
Einu sinni fann Ida-Lisa upp á því
að skrökva á sig niðrandi sögu. Hún
var þá að kafna í skrumi þeirra um
hana, og dálæti á henni. Hún sagði
þeim frá þvi að hún væri óþæg í
skólanum. „Einu sinni hrækti ég t. d.
á handavinnuverkefni mitt," mælti
hún.
Hún hélt áfram langa stund að
ljúga upp á sig óknyttum. Hún roðn-
aði af æsingu.
Frænkurnar hættu að tala um
himnaríki, og væntanlegan arf henn-
ar eftir þær. Andrea sagði: „Nei,
Ida-Lisa! Hvernig gaztu fengið þig
til að hegða þér þannig?“ En Mine
horfði á systur sína ásakandi augna-
ráði, og fóru þær að hlæja.
Þær eyddu þessu, og sögðu að
börn finndu upp á mörgu skrítnu.
Þær reiddust ekki, og ákváðu ekki að
gera stelpuna arflausa. Það var öðru
nær. Þær fyrirgáfu henni allt.
Þær voru líka óttaslegnar af því
að þær gætu orðið bráðkvaddar á
meðan Ida-Lisa væri í heimsókn. Og
þá yrði hún, að líkindum, svo afar
hrædd, hlypi svo burt án þess að rétta
þeim hjálparhönd.
Svo hafði Ida-Lisa vonda sam-
vizku vegna peningagjafa þeirra.
önnur hvor þeirra gaf henni þó án
þess að láta hina vita. Það þótti
litlu stúlkunni mjög óviðfelldið, hálf-
gerður þjófnaður.
Nú ætlaði Ida-Lisa að fara að
kveðja. Þá sendi Mina Andreu inn í
svefnherbergið til þess að vita hvað
klukkan væri.
En streix er Andrea var farin, dró
Mina skúffu út úr saumaborðinu, tók
þar fimm króna seðil og stakk í lófa
litlu stelpunnar. Hún mælti: „Héma,
góða barn. Vertu sæl. Elskaðu sann-
leikann, og hafðu guð í verki með
þér.“ Svo laut Mina niður að Idu-
Lisu og hvíslaði: „Láttu Andreu ekki
vita um þetta."
Andrea fylgdi stelpunni til dyra.
Mina var svo hrum að hún gat ekki
gengið svo langt.
1 anddyrinu, en þar var myrkur,
faðmaði Andrea Idu-Lisu að sér, og
lét tveggja króna pening í svuntu-
vasa hennar. Kerlingin hafði nokkra
smápeninga í vasa sínum og glamr-
aði í þeim á meðan hún var að leita
að gjafarpeningnum.
Andrea sagði: „Hérna, góða mín!
Taktu við þessu, en segðu ekki Minu
frá því að ég hafi gefið þér pening-
inn.“
Ida-Lisa faðmaði kerlinguna með
öðrum handleggnum því að hún hafði
fimm króna seðilinn í hinni hend-
inni, og var hrædd um að Andrea
yrði þess vör að hún hafði kreppta
höndina utan mn hann.
Svo þaut Ida-Lisa niður tröppum-
ar. En frænkurnar stóðu við glugg-
ann, og vissi hvor um sig ekki um
peningagjöf hinnar. Það þótti Idu-
Lisu leiðinlegt mjög. Hún veifaði til
þeirra með krepptum hnefum, og
liktist það því að hún ógnaði þeim.
Ida-Lisa hljóp heimleiðis svo fljótt
sem fseturnir og þrekið leyfðu. Hún
vildi sem fyrst losna við þessa pen-
inga frænkanna. Henni fannst hún
vera með stolna f jármuni.
Simsaí ritara og samborgurum
þeirra, fóru þeir með skyndi til
Jerúsalem til Júda og neyddu þá með
ofríki og ofbeldi til að hætta. Þá
var hætt við bygginguna á musteri
Guðs i Jerúsalem, og lá hún niðri
þar til á öðru rikisári Daríusar
Persakonungs.
4. mynd. Og drottinn vakti hug
Serúbabels Sealtíelssonar, landstjóra
i Júda, og hug Jósúa Jozadakssonar
æðsta prests og hug alls þess, er
eftir var orðið lýðsins, svo að þeir
komu og hófu að byggja hús drottins
hersveitanna, guðs þeirra, á tuttug-
asta og fjórða degi hins sjötta mán-
aðar, á öðru ríkisári Daríusar kon-
ungs.
Mynd lengst til vinstri: W. N. Warren, amerískur piltur, gerðist dansari
(geisha) í Japan. Mynd að ofan til hægri: 35 feta hár viti var fluttur á
flatbotnuðum báti langar leiðir og settur á nýja undirstöðu. Mynd að neðan
til hægri: Fullkomin ensk orðabók nær yfir 600,000 til 700,000 orð. Mynd
í miðju: Egypzkar stúlkur báru í fornöld spanskgrænu, blandaða saman
við fegurðarsmyrsl, á augnalok sín.