Vikan


Vikan - 26.05.1949, Side 14

Vikan - 26.05.1949, Side 14
14 VIKAN, nr. 21, 1949 Stúlkan sem ætlaði að sigra heiminn Framhald af bls. 7. og ékki mætti flytja hana til annars stað- ar. John lét Lilli liggja í svefnherbergi sínu, en svaf sjálfur á veitingahúsi þennan tíma. Hjúkrunarkona hafði verið fengin frú Roberts til aðstoðar. Lilli var því stunduð svo vel sem mögulegt var. Þetta var ein- kennilegt, að Lilli skyldi dvelja á heimili mannsins er hún hafði hryggbrotið. Fyrstu dagana var tvísýnt um líf Liili. En svo kom batinn. Hann var hægfara í fyrstu. John sendi daglega fegurstu blóm, er fáanleg voru. En sjálfur kom hann ekki. Hann vildi ekki hagnýta sér þessa aðstöðu og vera nærgöngull. Ást hans á Lilli var einlæg og hrein. Hann óskaði ekki eftir gervikærleika sprottnuin af þakklátssemi. Fagran vetrardag í fyrrihluta janúar- mánaðar fékk Lilli leyfi til þess að klæð- ast og stíga í fæturna. Þá mælti húnr „Elskulega frú Roberts. Nú er kominn tími til þess að ég losi yður og húsbóndann við þann trafala, er þið hafið af dvöl minni á heimilinu. Þið hafið bæði verið mér svo óumræðilega góð, óskiljanlega góð.“ Frú Roberts svaraði: „Hugsið aðeins um að verða alveg heilbrigð. Herra Gold- berg á enga æðri ósk en þá.“ Lilli mælti: „Ég er komin í mikla skuld við ykkur — Hversvegna kemur hann aldrei heim svo ég geti þakkað honum fyrir mig?“ „Hann fór í verzlunarferð. En ég býst við honum í dag. Hann vildi ekki ónáða yður fyrr. Frú Roberts brosti er hún mælti síðustu setninguna. — Frú Roberts studdi Lilli inn í vinnustofu Johns og sagði: „Hér eru bréf til yðar, er komu á meðan þér voruð mjög veik“. Hún lagði bréf og blöð í kjöltu Lilli og fór út úr herberginu. Það var sólskin og Lilli var svo glöð að henni vöknaði um augu þar sem hún sat. Skyndilega stóð John hjá henni. Hann horfði angurvær á tárvott andlit hennar. Lilli rétti honum báðar hendur og brosti gegnum tárin. Hann tók hendur hennar og settist hjá henni. Hún mælti: „Hafið ekki áhyggjur af því að ég sit hér og græt. Ég græt af gleði yfir þeirri góðvild og ástúð, sem mér er sýnd hér. Ég hef þráð mjög að þér kæmuð, svo ég gæti þakkað yður fyrir það, sem þér hafið gert fyrir mig. Ég veit, hversvegna þér komuð ekki á meðan ég lá. Ég hef hugsað um mannlífið þessa síðustu daga og hve. margir ganga blindir í gegnum það. Við sækjumst eftir ýmsu, sem er einkis virði. Ég hefi verið blind. Ég sóttist eftir því, sem enga hamingju getur fært, en lét hamingjuna fara fram hjá mér.“ John þrýsti hendur hennar og laut nið- ur að henni. „Lilli! Eigið þér við að?“ 475. krossgáta Vikunnar 1. Samhl. —- 3. götu í Kvík. — 13. ryks. — 15. einfeldningur. — 16. greindar. — 17. aðvörun. — 18. afmá. — 20. á lit- inn. — 22. andvarp. — 24. gælun. — 27. lítil- magnanna. — 29. góð- gæti. — 31. mann. —* 32. lærdómur. — 33. gildra. — 35. fiðringur. •— 36. ending. — 38. eins. — 39. á litinn. — 40. band. — 41. líkamshl. — 42. sviksemi e.f. — 44. afarstór. — 47. hreyfast. — 48. óþverri. — 49. rennings. — 50. mjög áþekk. — 52. bitar. — 53. loga. — 55. eyða. — 57. losni. — 59. reiðtýgi. — 61. sær. — 62. birta. — 63. friður. — 64. ungviðanna. —<• 65. skst. Lóðrétt skýring: 1. Óréttlátur. —r 2. titill flt. —- 4. veiðinn. — 5. ending. — 6. væns. — 7. greinir. — 8. Iðnara. — 9. atv.orð. — 10. blaðinu. — 11. nærast. — 12. samhl. —14. áleggsbita. — 18- grænku. — 19. hrædda. — 22. ull. — 23. hátíðar. — 25. málms. — 26. bardaga. — 28. dægur. — 30. kv.n. þ.f. — 34. bágborin. — 35. íláta. — 37. miskunna. — 40. slysinn. — 43. gjálíf. — 44. gryfjunni. — 45. samhl. — 46. veltir. — 48. sjór. e.f. — 51. mynt. — 54. blaða. — 56. ófullkomin. — 57. eign. — 58. gert. — 60. þróttlaus. ■—- 61. samhl. — 62. sam- tenging. Lausn á 474. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Svín. — 4. ásaka. — 8. egna. — 12. kot. — 13! ill. — 14. rum. —- 15. rúm. — 16. arar. — 18. lofar. — 20. næpa. — 21. kok. ;— 23. raf. — 24. fen. — 26. traustari. — 30. svo. — 32. arg. — 33. afa. — 34. krá. — 36. kökufat. — 38. rak- arar. — 40. rut. — 41. kró. — 42. klausan. — 46. Frakkar. — 49. tár. — 50. úri. — 51. Jón. — 52. asa. — 53. sparsamur. — 57. ata. — 58. fór. — 59. mar. — 62. snjó. — 64. girða. — 66. kufl. — 68. kea. — 69. hæl. — 70. afl. — 71. kál. — 72. strá. — 73. slóra. — 74. luku. Lóðrétt: 1. Skap. — 2. vor. — 3 ítak. — 4. áll. — 5. slorugt. — 6. kraftar. — 7. kur. — 9. græn. — 10. núp. — 11. amar. — 17. rot. — 19. fas. — 20. nei. — 22. kraftsúpa. — 24. frakkanum. — 25. tvö. — 27. ara. — 28. afa. — 29. ára. — 30. skakt. — 31. okrar. — 34. króka. — 35. Áróra. — 37. uuu. — 39. ark. — 43. lár. — 44. ara. — 45. nirfill. — 46. fjarðar. — 47. Róm. — 48. ask. — 53. stó. — 54. sór. — 55. rak. — 56. aska. — 57. æjar. — 60. ruku. — 61. öllu. — 63. net. — 64. gæs. — 65. afa. — 67. fák. — Hún mælti: „Ég stend illa að vígi. Það er hægt að álíta, að ég segi það í gróðra- skyni. Velvild sú, er þér hafið sýnt mér með því að láta annast mig í veikindum mínum, hefir opnað augu mín fyrir dýpt ástar yðar og óeigingirni. Nú veit ég, að þér hafið elskað mig innilega; er þér báð- uð mín. Og þessi vissa hefur vakið nýja, áður óþekkta tilfinningu í brjósti mínu.“ Hún leit upp og horfði á hann augum, er lýstu ást og einlægni. Gætilega tók hann um höfu0 hennar og kyssti hana á munn- inn. Er hér var komið, gekk frú Roberts inn í vinnustofuna. Hún kvað mann, frá Dalyleikhúsinu kominn og óska þess að fá að tala við ungfrú Vendler viðvíkjandi einhverjum uppdráttum. Lilli roðnaði af gleði. Hún mælti: „Segið manninum, að ég sé lasin, og ég muni svara síðar.“ Er frú Roberts var farin, greip Lilli bréfin og las þau. Eitt þeirra var frá frænku hennar og var það vingjarnlegt. Annað var frá tízkustofu. Hiþ þriðja var þess efni's að Lilli var boðið að koma til framkvæmdastjóra Dalyleikhússins til skrafs og ráðagerða um teikningar af Svör við „Veiztu—?“ á bls. 4: 1. Efra borði. 2. 1004—1030. 3. Um 800 e. Kr. 4. 13°30’ v.l. Gerpir. 5. 300 km. 6. 0,70. 1 7. 95° C. 8. Kússneskur, 1882. 9. Verdi. 10. Stein Steinarr. búningum, er nota skyldi við ,,vorrevyu“. „Jæja,“ mælti John eftir að hafa fengið vitneskju um efni bréfanna. „Grýpur þig ekki hin gamla þrá að leggja undir þig heiminn með uppdráttum?" Lilli lagði brosandi bréfin á borðið. Augu hennar ljómuðu og léttur roði kom í kinn- ar hennar. Hún sagði: „Ég get ekki neitað því að þessi bréf gleðja mig. Þau veita mér nokkuð af sjálfs- trausti því, sem ég hafði. En þau færa mér ekki von um hamingju. Hamingju mína finn ég hvergi nema hjá þér. Og ég get ekki sigrað heiminn án þín.“ Hann lokaði munni hennar með kossi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.