Vikan - 02.06.1949, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 22, 1949
strauk viðkvæmnislega eftir kjálkanum á Larkin
og mælti:
„Segið mér, hvernig fóruð þér annars að því
að raka yður, úr því að þér höfðuð engan rak-
hníf ?“
Larkin hló.
„Ég nota eiginlega alltaf rakvél, en af því að
það kemur æðioft fyrir mig, að ég verð uppi-
skroppa með blöð, hef ég með til vara fornan
rakhníf."
„Einmitt já. En hvaða mál ætti það svo sem
að vera, sem þér gætuð verið flæktur í með
Rodriguez hershöfðingja ?“
„Það veit ég ekki. En ég hygg, að þér vitið
það.“
„Ég?“
„Já, þér. 1 fyrsta lagi reynduð þér strax og
þér komuð um borð að ná tali af hershöfðingj-
anum.“
„í>að var ósköp saklaus heimsókn. Ég — •—“
„Já, ég man, hvað þér sögðuð. Vinkona yðar
hafði sagt yður að heimsækja hann klukkan
2 að nóttu. Hver var annars þessi vinkona ?“
„Eiginlega kemur það yður ekki við, en það
var vinur minn sem heitir Pendenning."
„Ekki þó Grover Pendenning, lögfræðingur i
New York?“
„Hví ekki?“ Það var ögrun í þessum orðum.'
En áður en Larkin gat svarað, var klappað á
herðar honum og dr. Bioki ávarpaði hann á
sinni lærðu ensku. Hann var með rakhnífinn í
hendinni.
„Afsakið, en við verðum víst að hafa tal af
skipstjóranum," mælti hann.
„Hvernig liður sjúklingnum ?“ spurði Lai'kin.
„Ekki sem verst,“ svaraði læknirinn.
„Hann hefur misst mikið blóð,“ sagði
Larkin.
,,Blóð,“ sagði dr. Bioki, „er einungis nokkuð,
sem konur hræðast. Viljið þér ekki allra vin-
samlegast koma með til skipstjórans?"
„Jú, gjarnan," svaraði Larkin.
Hann sá, hvernig Dorothy horfði næstum dá-
leidd á rakhnífinn, sem læknirinn hélt á í hend-
inni.
Larkin fylgdi dr. Bioki upp á stjórnpall, þar
sem þrír japanskir stýrimenn voru að tak'a sól-
arhæðina. Skipstjórinn var inni í kortaherberg-
inu. Hann var fjörlegur maður, lágvaxinn með
einkennilegan augnasvip, en hann virtist bæði
gáfaður og gamansamúr. Skipstjórinn var í óða
önn að reikna út stefnur á kortinu.
Hann hlustaði á skýringar dr. Biokis, sem komu
sundurlaust út úr honum, þótt hann reyndi að
leggja meiri áherzlu á orð sin með.því að vingsa
rakhnífnum aftur og fram. Skipstjórinn fitlaði
við blóm, sem hann hafði í herberginu hjá sér.
Þau virtust vera honum mjög kær. Yfirleitt
virtust skipsverjar hafa hið mesta yndi af blóm-
um. Því eina baðherbergið, sem í skipinu var,
var hlaðið af burknum og begóníum.
Skipslæknirinn hafði nú lokið skýrslu sinni.
Skipstjórinn leit nú loks upp. Glettnisglampinn
var horfinn úr augum hans.
„Þér réðust á Rodriguez hershöfðingja ?“ sagði
hann við Larkin og orðin komu út úr honum eitt
og eitt, skýrt og greinilega.
„Nei, mér mundi aldrei koma til hugar að
gera neitt slíkt.“
„Hershöfðinginn segir, að þér hafið gert það.
Hann segir líka, að þér hafið rænt hann.“
„Hershöfðinginn fer vísvitandi með staðlausu
stafi.“
Skipstjórinn dró djúpt andann.
„Er þetta ekki rakhnífur yðar?“ spurði hann.
„Jú, það er rakhnífurinn minn,“ viðurkenndi
Larkin. „Honum var stolið úr fórum mínum.“
„Hershöföinginn segir, að þér hafið stolið frá
sér mikilvægum skjölum. Þér leyfið náttúru-
lega, að leitað verði á yður og í töskum yðar?“
„Nei, hví skyldi ég gera það. Það stendur skrif-
að aftan á farseðilinn minn, að skipafélagið taki
enga ábyrgð á verðmætum munum og öðrum
eigum farþega, nema þeir séu í geymslu hjá
brytanum. Hversvegna bað hershöfðinginn bryt-
ann ekki að geyma fyrir sig skjölin ?“
„Öryggi sitt geta farþegar þó ekki sett í
geymslu hjá brytanum," sagði skipstjórinn
fyrtinn. „Ég er auk þess ábyrgur fyrir öryggi
farþega. Þér neytið sem sagt að láta rannsaka
föggur yðar?“
„Ef þér gætuð sagt mér það nákvæmlega, hvað
það er sem þér eruð að leita eftir, skal ég með
ánægju segja ykkur hvort ég hef það með hönd-
um eða ekki,“ sagði Larkin.
Skipstjórinn ræddi stutta stund við lækninn
á japönsku, en mælti síðan:
„Skjölin, sem saknað er, bera undirskrift hers-
höfðingjans. Það eru samningar við Panamerican
Vanadium Corporation."
„Gjörið svo vel, leitið baraí" sagði Larkin.
Þeir leituðu nákvæmlega á honum, en fundu
ekkert.
„Ég vildi gjarna vera viðstaddur, þegar leitað
verður í töskum mínum," sagði Larkin.
„Herra Yamata bryti mun nú vera að rann-
saka þær,“ svaraði skipstjórinn og tók sírna-
áhald. Hann sagði nokkrum sinnum Moshi-mo-
shi í simann. Svo kom löng þögn. Loks lagði
skipstjórinn frá sér tækið og mælti:
„Leitinni er lokið. Það fannst ekkert."
„Það merkir það, að ég ligg ekki undir gruni
lengui' ?“
„Já i bili,“ svaraði skipstjórinn.
Larkin gekk niður af stjórnpallinum. Er hann
kom niður á þilfar rétti þjónn honum umslag.
„Skeyti, herra Larkin," sagði hann.
Larkin hrifsaði af honum umslagið og reif
það upp í einu vetfangi. Það hlaut að vera svar
frá Beasley. Hann braut bréfið sundur, hvað
var þetta? Runa af óskiljanlegum orðum birtist
sjónum hans. Hann las textann upp aftur og
aftur, en skildi hvorki upp né niður í honum.
Að því er hann vissi bezt, hafði fyrirtækið eng-
an dulmálslykil.
Hann hljóp fram á aftur og náði tali af loft-
skeytamanninum. Larkin fleygði skeytinu og
spurði, hver þremillinn þetta væri. Loftskeyta-
maðurinn setti upp hundshaus og skildi ekki orð
í skeytinu.
„Gætuð þér ekki gefið aér mun skárra ein-
tak af útgáfunni, þetta er ekki skiljanlegt
nokkrum hvítum manni," sagði Larkin.
Loftskeytamaðurinn tautaði eitthvað á jap-
önsku.
„Ég hugsa að enskan yðar sé ekki upp á
marga fiska, karlinn," sagði Larkin.
„Nei, mjög vond, mjög vond,“ svaraði loft-
skeytamaðurinn.
Larkin andvarpaði, fékk sér nýtt eyðublað og
skrifaði:
Blessað
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
fuglinum, sem missti hreiðrið sitt í vonda veðrinu.
Lilli: Gaman!
Lilli: Hvað er pabba gera núna?
Pabbinn: Búa til bálköst!