Vikan - 02.06.1949, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 22, 1949
Ljósmyndastofa Ernu & Eiríks
Ingólfs apoteki — Sími 3890
PÖSTBRINN *
Svar til A. Á.: Utanáskrift Sam-
tiðarinnar er pósthólf 75, Reykjavík
(sjá auglýsingu í blaðinu). — Því
miður höfum við ekki rétt til þess
að birta umbeðið kvæði, en kvæða-
safn Davíðs, gefið út af Þorst. M.
Jónssyni, er mjög viða til.
Svar til „Sonar innfjarða og út-
kjálka“: Veiðarfæraverzlunin Geysir
hefur til 4-manna tjöld á kr. 422,
tjaldbotna á kr. 86.75. Ljósmynda-
vélar hafa ekki fengizt um langt
skeið. Engin ferðaviðtæki eru fáan-
leg.
Vika mín!
Mig langar til að leita til þín með
vandræði mín, en þeim er svo háttað
að ég hef dálítið gular tennur. Ég
hef reynt að ná þessari gulu húð af
tönnunum með því að bursta þær, en
það dugar ekki. Þær eru alltaf jafn
gular. Geturðu sagt mér, hvernig ég
á að fara að því að ná þessu af
tönnunum? Eða er það ekki hægt?
— — Svaraðu mér fljótt.
Hvernig er skriftin?
Með fyrirfram þökk fyrir svörin.
Einn ungur.
Svar: Réttast er að leita tann-
læknis. — Skriftin er ekki falleg en
læsileg.
Kæra vika mín!
Ég er 17 ára, og 167 cm. á hæð.
Hvað á ég að vera þung?
Ég er með dökkjarpt hár og blá
augu, hvaða litir fara mér vel.
Hvernig er skriftin.
Með fyrir fram þökk.
Svar: 1. 62. kg. — 2. Allir litir,
sem annars eru fallegir! — 3. Snot-
ur og vel læsileg.
Kæra Vika!
Ég ætla að leita ráða til þín. Ég
er afskaplega hrifin af ungum pilti.
Við erum sautján ára, og hann
gaf það í ljós að hann væri hrifin
af mér, en nú hef ég frétt, að hann
hafi verið með annarri stúlku á tíma-
bili, en vill ekki sjá hana nú. Hún
er fimm árum eldri en hann. Getur
það gengið ? Ég er feimin og get
ekki nema að einhver vina mín
hjálpi mér, að tala við hann. Eða á
ég að láta hann eiga sig, það á ég
bágt með, hann sagði að við værum
bæði of ung til að binda okkur. Hvað
meinar hann með því ? Hvað á ég
að gera? Vonast eftir svari sem
fyrst.
Gefðu mér góð ráð.
Hvernig finnst þér skriftin?
Ein ráðalaus.
Svar: Auðvitað getur það gengið,
að konan sé eldri en maðurinn, þótt
hitt sé venjulegra. Við hvað hann á
með þvi, að þið séuð bæði of ung til
þess að binda ykkur liggur að sömu
leyti í augum uppi, þegar gætt er að
aldri ykkar, en svo gæti líka hugs-
ast, að hann kærði sig ekki um þig
og segði þetta vegna þess? Ráðið el
að bíða meðan þú eldist dálítið og
reyna að halda skynsamlegu sam-
bandi við hann, fyrst þú ert svona
hrifin af honum og þá leysist hnút-
urinn af sjálfu sér fyrr eða síðar!
Kæra Vika!
Ég vona að þú svarir spurningum
mínum.
1. Viltu segja mér eitthvað um
leikarann Lon McCallister. Er hann
giftur ?
2. Ég er með skollitt hár, og grá-
blá augu, og frekar dökk í andliti.
Hvaða litir klæða mig bezt?
Ég sendi þér hérna kvæðið, sem
þú þekktir ekki um daginn. Þúsund
kossar fyrir svörin við spurningun-
um.
Hvernig er skriftin?
Eva.
Svar: 1. Fæddur 17. apríl 1923, í
Los Angeles í Kaliforníu. Hann fékk
boð um að leika í kvikmynd, þegar
hann var í gagnfræðaskóla og hafði
þá einu sinni komið fram í útvarpi.
Aðrar upplýsingar um hann höfum
við ekki við höndina.
2. Sterkir litir, t. d. blár, ættu að
fara yður vel.
EIN 1 HXJMI.
(Lag: Lonely River)
Ein í húmi áfram líður
áin lygn og tær.
Ymur hennar ómar þýður
er hún bugðast hrein og skær.
Hún, sem þekkir hafið bláa
hnígur endalaust,
kveður lágt við lundinn lága,
ljúft þar kvöddumst við í haust.
Fljót, þú, sem rennur
í fjarlæga unn,
finndu þá mey,
sem okkur er kunn.
Segðu henni, sem að bíður,
senn ég komi heim
er þú alein áfram líður,
út í hafsins víða geim.
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilis-
fangi kostar 5 krónur.
Guðmundur Jónsson (við stúlkur 16—
17 ára), Mýrartungu, pr. Króks-
fjarðarnes.
Björn Ásgeir Sumarliðason (við
stúlkur 16—17 ára), Gróustöðum,
pr. Króksfjarðarnes.
Gunnar Magnússon (við stúlkur 16—
18 ára, mynd fylgi bréfi), Eyja-
seli, Hlíðarhreppi, N.-Múlasýslu.
Hreinn Kristinsson (við stúlkur 16—
18 ára, mynd fylgi bréfi), Bakka-
gerði, Hlíðarhreppi, N.-Múlasýslu.
Guðmundur Hjálmarsson (við stúlk-
ur 18—25 ára), Fagrahvammi,
Djúpavogi.
Sólveig Jóhannesdóttir,
María Kristjánsdóttir,
(við pilt eða stúlku 17—25 ára,
mynd fylgi), báðar til heimilis
Neðri-Bæ, Flatey á Skjálfanda.
Geir Guðlaugsson (við pilt eða stúlku
13—15 ára),
Halldór B. Ragnarsson (við pilt eða
jstúlku 12—14 ára),
Áki Jónsson (við pilt eða stúlku 10—
12 ára),
allir frá Hjalteyri við Eyjafjörð.
Anna Einarsdóttir (við pilt eða
stúlku 16—20 ára), Sperðli, V.-
Landeyjum, Rangárvallasýslu.
Fino Radka Bulgurova, Br. Miladi-
novi nr. 126, Sorio 2, Bulgario, dez.
koresp. pri ciuj temoj, intersang
PK kaj PM.
Hilkka Rytkönen (við sunnudaga-
skólatelpu á íslandi), Grankulla,
Brannberga, Finland. Skrifar
sænsku, skilur dönsku og ensku.
Inga Helgadóttir (við pilta eða stúlk-
ur 19—25 ára), Miðhúsum, Gnúp-
verjahreppi, Árnessýslu.
Dúna Flosadóttir (við pilta eða stúlk-
ur 16—20 ára), Miðhúsum, Gnúp-
verjahreppi Árnessýslu.
Guðmundur E. Guðmundsson (við
stúlkur 15—17 ára, mynd fylgi
bréfi), Mávahlið 41, Reykjavík.
Tímaritið SAMTÍÐIN
Flytur snjallar sögur, fróðlegar
ritgerðir og bráðsmellnar skop-
sögur.
10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr.
Ritstjóri: Sig. Skúlason magister.
Áskriftarsimi 2526. Pósthólf 75.
^.. ■ y
Happdrætti Háskóla Islands
Dregið verður í 6. flokki 10. júní.
452 vinningar — samtals 150600 kr.
Hæsti vinningur 15000 krónur.
Endurnýið strax í dag