Vikan - 02.06.1949, Blaðsíða 10
10
VTKAN, nr.
~\r*
10ID
| * HEIMHLIÐ *
Wienarscnitzel. .. ......
1 kg\ kálfskjöt, úr læri, salt,
pipar, eggjahvíta og mulið brauð,
feiti, 70 gr. smjör, beinlaus síld,
sítrónur, kapers.
Kjötið er skorið í jafnar sneiðar,
nokkuð þykkar, salti og pipar stráð
yfir þær. Kjötsneiðunum er síðan
difið í eggjahvítu og mulið brauð,
siðan steiktar á pönnu við góðan hita.
Pannan er skoluð með jurtaseyði,
smjörið brúnað og jurtaseyðinu hellt
á það. Þegar maturinn er framreidd-
ur, er sítrónusneið látin ofan á hverja
kjötsneið, en ofan á sítrónusneiðina
uppvafin beinlaus síld og kringum
kjötsneiðarnar er kapers raðað. Seyð-
inu af pönnunni er hellt í kringum
kjötið. Franskar kartöflur eða kart-
öflurúllettur eru hafðar með.
Sagósætsúpa.
1% dl. vatn, 75 gr. sagógrjón’
1 sítróna, 100 gr. sveskjur, 2
dl. krækiberjasaft, 75 gr. sykur.
Suðan er látin koma upp á vatn-
inu, þá er grjónunum stráð út í og
stöðugt hrært í, þar til sýður í pott-
inum; soðin unz grjónin eru orðin
glær. Sveskjurnar eru þvegnar í
sjóðheitu vatni og soðnar í súpunni
í 10 mín. Sítrónan er þvegin og skor-
in sundur og soðin 10 mín. í súpunni
Saft og sykur látið í súpuna, áður
en hún er framreidd.
Ma tjurta bókin
Ritnefnd: Halldór Ó. Jónsson,
Ingimar Sigurðsson, Ing. Davíðs-
son, Ragnar Ásgeirsson, Sigurð-
ur Sveinsson. Gefin út af Garð-
yrkjufélagi Islands.
Nýlega er komin á markaðinn bók
frá Garðyrkjufélági Islands og er
nafn hennar Matjurtabókin. Hafa
ýmsir af þekktustu garðyrkjumönn-
um og grasafræðingum landsins lagt
sameiginlega hönd á plóginn og gert
þessa bók til leiðbeiningar mönnum,
er við ræktun matjurta fást.
Halldór Ó. Jónsson segir m. a.
svo í formála: ,,Um og eftir síðustu
aldamót varð mikil vakning á Islandi
. . . Á þeim umbrotatímum var Garð-
yrkjufélag Islands stofnað og ný
grein landbúnaðar festi rætur með
þjóðinni, en garðyrkjan er ennþá
barn hjá þjóðinni. . . . Það hefur
verið megin stefna félagsins að fræða
og stuðla að aukinni garðrækt. 1
þeim tilgangi hefur félagið, meðal
annars, gefið út ársrit . . . en nú
verður nokkuð brugðið frá þessari
venju. 1 stað ritsins í ár, fá félags-
menn matjurtabókina. Það er hug-
mynd forráðamanna félagsins að
halda þeirri stefnu áfram, sem nú
hefur verið upp tekin, að gefa út
garðyrkjubækur svipa’ðar þessari.
. . . Þær matjurtir, sem minnzt er
á í þessari bók, hafa allar verið
rælctaðar hér á landi. Má telja rækt-
un þeirra árvissa i flestum sumrum,
sé vel að þeim búið . . . Með bók
Þessi stúlka heitir Lana Morris,
ensk kvikmyndaleikkona. Þannig bú-
in var hún í myndinni „Trottie True“.
þessari er leitast við að gefa fólki
hagnýtar leiðbeiningar um ræktun
matjurtanna. Framleiðsla garðafurða
þarf að margfaldast frá því sem nú
er . . . Aukin grænmetisnoktun mun
leggja þýðingarmikinn skerf til heil-
brigðis og bættrar heilsu landsmanna
. . . Takmarkið hlýtur að verða:
Grænmeti allt árið.
Af efnisyfirlitinu geta menn nokk-
uð ráðið, hvað bókin hefur að geyma,
og er annað ólíklegt en þar sé fjallað
um eitthvert efni, sem hljómgrunn
á hjá hverjum lesandá, en það er svo
auk formála: Undirstöðuatriði —
hvítkál — toppkál — blöðrukál —
rauðkál — rósakál — hnúðkál —
grænkál — blómkál — gulrófa —
næpa — gulrót — eyðing arfa í gul-
rótarreitum — rauðrófa — hreðka
— salat — spinat — strandselja (silf-
urblaðka) — steinselja — blaðlauk-
ur — glaslaukur — rabarbari —
minnisblað fyrir þá, sem rækta græn-
meti — kartafla — gróðurhlífar —
moldarpottar —- fræ og spírun —
flokkun matjurta — sjúkdómar í
matjurtum —- bætiefni og grænmetið
(dr. Júlíus Sigurjónsson) — tafla
um vaxtarrými.
Bókin er 110 blaðsíður í Skírnis-
broti. Hún er prentuð í Prentsmiðj-
unni Eddu h.f.
HATTATIMINN
Eftir dr. G. C. Myers.
Háttatíminn ætti að vera skemmti-
legasti tími dagsins bæði fyrir börn
og foreldra. Þá er afargóður tími
til að njóta samvistanna, sýna hvort
öðru ástríki, ræða við börnin um
eitthvert fallegt málefni og fyrirgefa
syndir og afbrot dagsins.
Það er yndislegt að sitja við rúm-
ið hjá börnunum, segja því sögur
eða lesa fyrir það úr góðri barnabók
og lesa bænirnar með því, þannig
getur tíminn, rétt áður en börnin
sofna, verið hinn mikilvægasti og
yndislegasti allra dagsins stunda.
En því er ekki alltaf að heilsa,
að háttatíminn líði á þann veg, sem
lýst var. Margir — og flestir foreldr-
ar verða að stríða við megnustu ó-
þægð barna sinna. Þau fást ekki til
þess að fara í rúm fyrr en eftir iang-
ar skammaræður og mikinn grát.
Verður þá óneitanlega aldrei jafn-
fagurt samband milli barns og for-
eldra. Þessvegng. er um að gera fyrir
foreldrana að reyna að temja svo
börn sin, að þau venjist á ákveðinn
háttatíma og kunni að njóta þeirra
fegurðar, sem ríkt getur, ef börnin
eru þæg og einlæg og vilja gera
foreldrum sínum til hæfis.
Ef þið viljið venja barn ykkar,
skuluð þið byrja snemma, þið skul-
uð reyna að ginna það til þess að
fara að sofa, fremur en að skamma
það og hóta þvi illu, og umfram allt,
eins og ævinlega, sýnið þolinmæði.
Þið skuluð reyna að segja því sögu
eða lesa fyrir það, þangað til það
er komið vel í ró. Svo skuluð þið
„kyssa það góða nótt“ og fara.
Strax og barnið fær aldur og
þroska til. Þarf það að venja sig
á að klæðast og afklæðast. Jafnframt
þarf að fara í rúmið á réttum
tíma, að því sé það eðlilegt. Við
þetta vex siðferðisþroski þess og á-
byrgðartilfinning, þótt smávegis virð-
ist.
Ef góð orð og þolinmæði duga ekki
til að venja bömin á að fara á réttri
stundu í háttinn, er rétt að gripa til
róttækari aðgerða. T. d. má segja
barninu að kl. 10 eigi það að vera
háttað og sofnað og gegni það þvi
ekki, skulið þið beita refsiaðgerum.
Er því marki er náð, að barnið
fer af sjálfsdáðun á réttum tima í
rúmið, er jarðvegurinn búinn undir
hið yndislegasta við háttatímann,
samvistir barns og foreldra í fullri
einlægni, bókalestur eða annað það,
sem barninu þykir gaman að.
Hlutur, sem málaður er rauður eða
appelsínugulur, sýnist oft þyngri en
hann er í raun og veru, en sé hann
málaður blár eða fölgulur, sýnist
hann léttari.
Hildur Kalman í leikritinu Hamlet, eftir Shakespeare,
sem Leikfélag Reykjavíkur hefur verið að leika að
undanförnu. Leikur Hildar var að mörgu leyti stórglæsi-
legur. (Ljósm. Vignir).