Vikan - 02.06.1949, Blaðsíða 1
Listmunasýning
Unnar
Ólafsdóttur
í Sjðmannaskólanum nýja
Vikan hafði um nokkurt skeið
haft í hyggju að fá að birta
ljósmyndir af einhverjum hinna
fögru og merkilegu verka Unn-
ar Ólafsdóttur og er við frétt-
um, að frúin væri að undirbúa
listmunasýningu, fór ritstjóri
blaðsins heim til hennar og fékk
að skoða gripi þá, sem ekki var
þegar búið að flytja á sýning-
arstaðinn. Þetta er ákaflega
merkilegt safn, auk verka frú-
arinnar, sem dreifð eru víðsveg-
ar um landið. Enginn kostur er
á að lýsa því hér, enda sjón sögu
ríkari fyrir þá, sem geta komið
því við að skoða sýninguna í Sjó-
mannaskólanum. Þetta blað fór
í prentun þó nokkru áður en
hún var opnuð, en þar eru alls-
konar gull- og silfursaumaðir
munir, aðallega kirkjumunir,
altarstöflur, gull- og siífursaum-
aðar, útskornir munir, nýir og
gamlir, sem frú Unnur hefur
safnað víðsvegar að, gert og lát-
ið búa til, t. d. gullsaumuð kór-
kápa frá 16. öld, um 300 ára
gamall trékross, tréskurðar-
mynd af Maríu guðsmóður með
barnið, gerð eftir austurrískan
listamann, veggteppi, saumað
eftir uppdrætti af Valþjófsstað-
arhurðinni (ramminn er skor-
inn höfðaletri og er það skýr-
ing á uppdrættinum, en frú Unn-
ur hefur sjálf skorið rammann);
allskonar munir með innsettum
Framhald á bls. 8.
GullsaumaSur kross á fjólubláum föstuhökli, sem Hjalti konsúll Jónsson gaf Fríkirkjunni í Reykjavík á
átttugasta afmælisdegi sínum á föstudaginn langa. Hökullinn var vígður þann dag og tekinn í notkun.
(Alfred D. Jónsson tók myndina).