Vikan - 02.06.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 22, 1949
11
Framhaldssaga:
Beiskur drykkur
23
Ástasaga eftir Anne Duffield
„Vitleysa, Celía! Vertu ekki með þetta einmitt
núna. Þú ert ekki ein af þeim, sem halda, að
fullkomlega eðlilegt ástand sé einhver veiki, vona
ég.“
„Það vona ég líka, Lance.“
„Auðvitað ertu ekki þannig. Þú ert yndislega,
skynsama stúlkan mín. Þú hefur einungis gott af
því að fara.“
Hún reyndi ekki að andmæla þessu frekar.
Hún fór niður til þess að skipta um kjól og bursta
hár sitt. I þetta skipti vildi Lance nota vélbát-
inn frá Sedrushlíð. Hann lá bundinn við bryggj-
una.
Olga tók við þeim með vingjarnlegu brosi.
„En hvað það er vinsamlegt að koma með Lance
hingað, þegar fyrsta daginn, sem hann er heima.“
Lance sendi boð til þess að þær kæmu ung-
frúrnar Cayley og Gouy.
„Mig langar mjög til þess, að þið verðið öll
til borðs með okkur,“ mælti hann við Olgu, sem
þegar gaf samþykki sitt. Henni var alveg sama,
hvort það voru heldur 20 eða 30 manns í mat á
Sedrushlíð. Er allir voru komnir, sagði Lance
fréttirnar, mjög blátt áfram og eðlilega.
Celía var i senn hreykin og feimin. Hún leit
með skjótu augnaráði á einn eftir annan. Hún
sá móðurlega blíðu í vinalegum augum önnu
frænku og ungfrú Rose, hún sá, hversu fegurð
Olgu var yfirskyggð eins og ávallt þegar af-
brýðisemin náði tökum á henni, hún sá Misseenu,
en hún gat ekki horft á hana. Hún leit undan til
Annettu og Guys. Þau störðu á hana — Ann-
etta var titrandi og rjóð, en Guy fölur og með
þenna undarlega glampa í augunum.
,,Á ég alltaf að standa andspænis þessum
undarlegu andlitum, sem eru eins og dregin á
léreft?“
Svo töluðu þau hvert upp i annað, Celía lá
í faðmi önnu frænku, ungfrú Rose ætlaði að
kremja hendurnar á henni, svo þétt var hand-
tak hennar, en Misseena úthellti fagnaðartárum
með o^salegum gráti. Guy óskaði föður sínum
og Celíu hjartanlega til hamingju og kyssti
Celíu. Hann var alltaf svo yndislegur. Síðan var
skál barnsins drukkin- við mikinn fögnuð.
Celía var mjög hamingjusöm. Hún sá ekki
eftir því að hafa látið eftir Lance að koma
hingað í kvöld. Vinsemd þeirra og gleði hafði
mikil áhrif á hana. Henni' þótti vænt um þau
öll. Hún elskaði þessa eyju. Hvar fyrirfannst
annar eins staður og Blanque?
Er tími var kominn til að hætta, fylgdu þau
öll Lance og Celíu til strandar. Vélbáturinn lá
fyrir stjóra um fimmtán faðma frá landi. Við
hlið hans var bátur Guys. Vindurinn var orð-
inn allmiklu snarpari en fyrr um daginn.
„Eigum við ekki að fara á vélbátnum?" spurði
Celía.
„Nei, það gcrum við ekki. Það er svo ágætt
leiði.“
„Ég vil heldur fara á vélbátnum, Lance, ég
er hrædd við þessa krákuskel."
„Vitleysa,“ sagði hann og hló. Við getum ekki
flutt — hann — til Fairfaix í fyrsta skipti á
þessum mótorjálk, angandi af olíu og sóti. Þetta
cr hátíðisdagur, Celía.“
„Ó, hvílíkt barn þú ert!“ En hún sté um borð,
án þess að andmæla. Lance vatt upp segl, greip
un stýrið, og þau sigldu af stað.
Hún gat ekki verið hrædd, þegar Lance hélt
um stjórnvölinn. Hún fann miklu fremur til
stolts og gleði. Það var dimmt. öldugangurinn
var mikill, hún sá ljósin að baki sér, þau voru
eins og gimsteinar milli trjánna. Hún sá Lance
við stýrið, rólegan og djarflegan, hann var há-
leitur með geislandi og kvik augu.
Hún var hrifin með. Hún varð himinlifandi,
æst og kát yfir því, hversu ævintýralegt það
var að þjóta á smábáti yfir úfinn sjó heim til
Fairfax. Hver gat komið því til leiðar, nema
Lance? Aðeins Lance!
En þegar þau sveigðu fyrir nesið og báturinn
snarhallaði, saup hún hveljur af hræðslu.
„Allt I lagi!“ hrópaði Lance til þess að sefa
hana.
Og hún vissi, að allt var í lagi, fyrst Lance
sagði það. Hún treysti honum alveg, én samt
var eins og hjartað ætlaði út úr brjósti hennar.
Lance hló, hann sat við stýrið og var hinn glað-
asti.
Enginn nema hann hefði getað hagað sér
svona ungæðislega. Hún skildi hann, en henni
varð hugsað til þess, livort aðrir menn hefðu
ekki borið sig öðruvísi að, tekið meira tillit til
konu sinnar. Hún þeyttist til og frá, saup
hveljur og andvarpaði. Alec mundi aldrei
hafa gert þetta. Ó, hví var hún að hugsa um
Alec ? Var hún að bera þá saman Lance og
hann? Hún skammaðist sín fyrir það.
Alec mundi aldrei vera svona glaður og ridd-
aralegur. Hann heldur sér alltaf við jörðina,
kaldur og ósveigjanlegur. Lance var eins og
stjarna, eldur og logar. „Ég verð að reyna að
stíga upp til hans.“
Glaðværð Lancings hélzt enn nokkra daga.
Hann var yndislegur og töfrandi eins og hann
gat mest orðið, glaður af því að vera heima
og hreykinn af því að verða bráðlega faðir.
Þau hjónin voru nú saman öllum stundum,
alveg eins og á hveitibraúðsdögunum. En eftir
því sem dagarnir liðu og urðu að vikum, minnk-
aði sælan.
Celía var þreytt á löngum gönguferðum. Hún
gat ekki fylgt manni sinum eftir. Hún revndi
að dylja það eins og hún gat — er öllu var á
botninn hvolft var það bráðnauðsynlegt, einmitt
undir þessum kringumstæðum, að hafa dálitla
hreyfingu. En Lance kunni sér ekki hóf og sýndi
aldrei þolinmæði þeim, er dróst aftur úr og
ekki gat fylgt honum eftir. Hann sýndi henni
heldur enga biðlund. Og brátt urðu skemmti-
göngur þeirra hreinasta kvalræði fyrir hana.
Henni hafði til þessa fundist yndislegt að vera
úti á siglingu. En nú var þessu annan veg far-
ið. Stundum var hún jafnvel sjóveik. Hún
skammaðist sín fyrir það og Lance fylltist við-
bjóði. Hún gat heldur ekki láð honum það. Stund-
um reyndi Lance á yfirborðinu að sýna henni
fulla tillitsemi, en samt skein það alltaf í gegn,
að honum þótti hún sjúkleg og að ófyrirsynju
svo veik og þróttlítil. Honum fannst hún gera
öll ósköp úr því, sem ekkert var.
Celía var sammála honum að þessu leyti. Hún
var skelfd vegna síns eigin þróttleysis. Auð-
vitað varð hún að lifa heilbrigðu og eðlilegu
lífi, ef hún vildi eignast heilbrigt og hraust
barn. Hún varð að hafa nægilega mikla hreyf-
ingu. Það gerðu konur í heimalandi hennar, þær
riðu út, léku tennis eða golf og fóru á dansleiki.
En Celíu skildist fljótt, að hún var ekki eins
og aðrar konur, hún þoldi ekki alla þessa hreyf-
ingu, hún var lémagna.
Hún átti líka erfitt með svefn, svo erfitt, að
hún flutti yfir i annað herbergi til þess að
trufla Lance ekki. Það fékk á hana að þurfa
að gera það. Henni þótti einkum fyrir þvi, að
Lance skyldi ekki setja sig upp á móti því, að
hún flytti. Hún fann, að hann mundi aldrei
biðja hana að koma aftur.
Celía lét mjög á sjá. Hún varð æ megurri
eftir því sem á leið og fölari. Fallegi munnur-
inn hennar var eins og herptur saman og aug-
un eins og þau væru reyrð með spotta. Alec
Mackenzie hefði ef til vill ennþá séð einhverja
fegurð í þessu gegnsæja andliti með alltof stór
augu, en Lance gat ekki komið nálægt henni.
Hann gat ekki þolað veikindi. Celiu grunaði
viðbjóð hans, hún dró sig ósjálfrátt til baka.
Hún var oft ein. Hún fór sjaídan að heiman
og fáir gestir heimsóttu hana. Guy og Annetta
komu raunar oft. Trúlofun þeirra var nú gerð
heyrinkunn og Annetta gekk með hring á
grönnum fingri sínum. Celía hafðiifundið þenna
hring í gömlu dóti á Fairfax og gefið Guy, af
því að hann átti enga peninga fyrir hring. Og
faðir hans sýndi engan skilning á þessu máli.
Annetta ljómaði öll, augu hennar geisluðu og
hún var mjög hamingjusöm. Guy virtist einnig
mjög hamingjusamui', en Celía hafði samt æ
meiri áhyggjur út af honum.
Þrátt fyrir kátínu hans og dugnað — hann
gat aldrei verið kyrr — var hann síður en svo
hraustlegur í útliti. Skaplyndi hans var mjög
breytilegt, stundum var hann ákaflega þung-
lyndur, en það stóð jafnan skamma stund. Samt
fannst Celíu það illur fyrirboði. Hann líktist
föður sinum æ meir — Celía þót-ti ekki síður
vænt um hann fyrir það — en hún óttaðist U'.c
hamingju Annettu í framtiðinni. Guy var sér-
staklega myndarlegur og fallegur piltur, en á-
kaflega skrýtinn í skapi, vantaði allt jafnvægi
i skapsmunina. Ef til vill nfundi hann breytast,
er í hjónabandið kæmi, en Celía efaðist mjög um
það.
Ault þeirra komu ekki aðrir til Celíu en ung-
frú Flett. Hvernig sem viðraði kom hún stgland’
á litlum bát. Celía gat ekki annað en dást að
henni fyrir dugnaðinn og kjarkinn, — einu kost-
irnir, sem Celia gat fundið hjá þessari gömlu,
kaldlyndu piparmeyju. Henni hafði aldrei geðj-
ast að Flett. Hún tók ávallt vel við henni og
reyndi að gera heimsóknir hennar sem skemmti-
legastar, en fyrr eða síðar „fór ungfrúin í taug-
arnar á henni,“ vegna þess, hversu eitruð orð
hennar gátu verið.
Það var líka eitt, sem Celía gat aldrei fyrir-
gefið ungfrú Flett: Hún hafði svipt hulunni af
einum leyndardóm eyjarinnar. Celía hafði farið
með henni um ýmsa hluta staðarins og séð þar
mörg ljósleit, bláeyg börn með gulum lokkum.
„Þarna getið þér séð,“ var ungfrú Flett vön
að segja með samanherptum vörum.
Celía sá, en hún gat ekki fyrirgefið ungfrú
Flett að benda sér á þetta. Hún vildi ekki vita
það.
16. KAFLI
Celía kom niður tröppurnar, sem lágu út á
flötina og settist við tágaborð eitt, sem stóð