Vikan - 02.06.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 22, 1949
13
KATTARSAGA ÖMIV1U
„Það er ekki rétt að hafa of mikið
dálæti á litlum börnum, kettlingum
og hvolpum," sagði amma oft.
En hún breytti ekki samkvæmt
þessu. Hún lét mikið með öll ung-
viði og var góð og greiðug við menn
og málleysingja.
Barnabörnum sínum var hún sí-
fellt að gefa sælgæti eða eitthvað
sem kom þeim vel. Hún var síprión-
andi, og marga prjónaflíkina gaf
hún barnabörnunum.
Amma klappaði hvolpunum, strauk
kettlingana svo þeir möluðu, iék við
börnin og var oft með þau.
Þegar hvolparnir sáu hana komu
þeir hlaupandi, snérust umhverfis
hana og voru mjög glaðir.
Allir höfðu mikla skemmtun af
ömmu. Það birti yfir öllu þegar hún
kom.
Á kvöldin, er dimma tók, sagði
amma okkur sögur. Þær voru
skemmtilegar að okkar dómi. Og
BARNASAGA
hún sagði þær svo vel. Hún sagði
okkur oft kattarsöguna, en breytti
henni ætíð, ýmist stytti hana eða
lengdi o. s. frv.
Kattarsagan hljóðar á þessa leið:
Það var einu sinni lítil telpa er
er hét Lísa. Hún þráði að eignast
kettling. Oft lék hún sér úti, tíndi
blóm og batt sveiga úr þeim. Lísa
mundi hafa fest þá á kettlinginn ef
hún hefði átt hann. Fest þá bæði um
hálsinn og skottið.
Faðir Lísu var úti við vinnu sína
allan daginn, en móðir hennar sat
inni, matreiddi, spann og óf.
Lísa vildi ekki segja föður sínum
og móður frá hinni heitu þrá, er hún
bar í brjósti, eftir því að eignast
kettling.
Hún bjóst við að foreldrunum þætti
hún heimtufrek ef hún bæði þau um
að gefa sér kettling. Hún átti ýmis-
Bibliumyndir
legt. Hún átti allmikið af fötum,
tvenna skó, fallegan hatt, matarílát,
tannbursta, hárbursta, hárspennur
o. fl.
Lísa vildi ekki láta ál.ta sig van-
þakkláta né heimtufreka. Þess vegna
duldi hún sorg sína út af kettlings-
leysinu.
Það var komið haust. Sólin hækk-
aði á lofti, og kuldinn hélt innvciö
sina. Móðir Lísu fór að vefa þykkan
dúk í vetrarfatnað. En faðir hennar
ók í kaupstaðinn og ke>'pti sokka og
fleira handa fjölskyldunni.
Lísa sat inni á kvöldin og stafaði.
K-ö-t-t-u-r-, s-k-á-1, m-j-ó-l-k, b-a-n-d
o. s. frv. Hún fór að hugsa um kettl-
inginn. Nú væri ekki hægt að binda
1. mynd. Og sjá, lögvitringur nokk-
ur stóð upp, freistaði hans og mælti:
Meistari, hvað á ég að gjöra til að
eignast eilíft líf . . . En hann svar-
aði: Elska skalt þú Drottinn, Guð
þinn, af öllu hjarta þínu og af allri
sálu þinni og af öllum mætti þínum
og af öllum huga þínum, og náunga
þinn eins og sjálfan þig.
2. mynd. . . . En hann vildi rétt-
læta sjálfan sig og sagði við Jesúm:
Hver er þá náungi minn? Jesús svar-
aði og sagði: Maður nokkur ferð-
aðist frá Jcrúsalerh niður til Jerikó,
og hann féll í hendur ræningjum,
sem flettu hann klæðum og börðu
hann og fóru síðan burt og létu
hann eftir hálfdauðan . . . En Sam-
verji nokkur, er var á ferð, kom að
honum, og er hann sá hann kenndi
hann í brjósti um hann, og gekk til
hans og batt um sár hans og hellti
í þau olíu og víni; og hann setti
hann upp á sinn eigin eyk og flutti
hann til gistihúss og bar umhyggju
fyrir honum. . . . Og Jesús sagði við
hann: Far þú og gjör þú slíkt hið
sama.
3. mynd. Og hann taíaCi til þeirra
þessa dæmisögu og sagði: Nú á ein-
hver yðar hundrað sauði og týnir
einum af þeim; skilur hann þá ekki
þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni
og fer eftir þeim, er týndur er þangað
til hann finnur hann? Og er hann
hefur fundið hann, leggur hann hann
glaður á herðar sér ? Og er hann
kemur heim, kallar hann saman vini
sina og nágranna og segir við þá:
Samgleðjist mér! því að ég hefi fund-
ið sauðinn minn, sem týndur var. Ég
segi yður, þannig mun verða meiri
gleði á himni yfir einum syndara,
sem gjörir iðrun, en yfir níu tíu og
niu réttlátum, er ekki þurfa iðrunar
við.
4. mynd. Eða einhver kona á tiu
drökmur og týnir einni drökmu;
kveikir hún þá eigi á lampa, sóp-
ar húsið og leitar vandlega, þangað
til hún finnur hana? Og er hún hef-
ur fundið hana, kallar hún saman
vinkonur sínar og grannkonur og
segir: Samgleðjist mér! því að ég hefi
fundið drökmuna, sem ég týndi.
Þannig segi ég yður, verður gleði
hjá englum Guðs yfir einum syndara,
er gjörir iðrun.
blómsveiga handa honum, þó að hann
væri kominn. En hún myndi í stað
þess binda fallegan borða um háls
hans. Meira segja hafði hún í hyggju
að skifta daglega um hálsband. Svo
hefði hún litla skál með nýmjólk í,
er hann lepti úr með ánægju. Bólið
hans myndi hún hafa mjúkt og
notalegt.
Dagarnir liðu. 1 byrjun nóvember
átti Lísa afmæli. Þá yrði hún sjö
ára. Hún hafði gleymt afmælinu.
Það var lítið talað um hátíðir og
tyllidaga á heimili hennar. Það var
nóg að gera, og önnur umtalsefni.
Það var talað um hvort eldiviður
væri nægur, hvernig skildi að farið
ef vatnið í brunninum frysi, eða
hvernig gengi að komast út ef húsið
fennti í kaf. Alvarleg mál voru mest
rædd.
Svo kom afmælisdagur Lísu. Þeg-
ar hún vaknaði um morguninn stóðu
foreldrar hennar hjá rúminu.
Faðir Lísu rétti henni böggul og
mælti:
,,Ég óska þér til hamingju litla
stúlkan min.“
Lísa flýtti sér að taka umbúðirn-
ar af pappakassanum og opna hann.
Hún varð forviða og glöð er hún
sá hvað í kassanum var. Þar var
grár kettlingur. Hann horfði á af-
mælisbarnið og mjálmaði. Litli kisi
var bláeygur. Þarna sat' hann og
sleikti sig. Gaman! Gaman!
Lísa var afar góð við kettlinginn.
Dálæti hennar á honum var tak-
markalaust. Hún gaf kisa bezta mat-
inn. Svo sem: rjóma, smjör, ost
o. s. frv.
Lísa þvoði og snyrti kettlinginn
þrisvar í viku. Þá skipti hún um
hálsband á honum, eða ,,strauaði“
það sem hann hafði haft.
, Þetta gerðist ekki i kyrrþey. Það
var mikið um dýrðir og hávaði við
athöfn þessa.
Foreldrar Lísu glöddust af því
hve mikla skemmtun dóttir þeirra
hafði af kettlingnum. En er til
lengdar lét þótti þeim nóg um dá-
lætið á honum. Þau veittu því athygli
að Lísa hugsaði ekki um annað en
kisa. Það var mikið ómak sem Lísa
gerði sér í sambandi við hann. Hún
gleymdi að búa um sitt rúm þar til
kominn var miðdegi, en var alltaf að
bjástra við rúm kettlingsins. Hann
svaf í kassa. Lísa hristi og viðraði
rúmföt kisa að minnsta kosti þrisv-
ar á dag, og matarílát hans þvoði
hún álíka oft.
Kisa líkaði vel þessi mikla um-
önnun. Hann fékk mikið sjálfsálit, og
gerði sér ekki að góðu annað en hið
bezta.
Kettlingurinn var sólginn í fisk.
þessvegna fór Lísa á hverjum morgni
niður á bryggju til þess að dorga
kóð.
Einn morguninn, er hún kom heim
úr veiðiför, köld og svöng, var kisi
að veiða gullfiska, en það voru
nokkrir gullfiskar í stórri glerskál
á skrifstofuborðinu.
Hann var búinn að éta þá alla,
að tveim imdanskildum.
Lísa flýtti sér að bjarga þeim er
eftir lifðu. Þeir voru mjög hrædd-
ir við kisa, og syntu fram og aftur
í skálinni fullir örvæntingar með
uppglennt augu.
Nú barði Lísa kisa sinn i fyrsta
skipti. Og litla stúlkan skildi það,
að dálæti á köttum getur gengið
úr hófi fram. Þeir verða erfiðir við-
fangs og leyfa sér allt.
Lisa fór nú að siða kisa. Hún
vandaði um við hann er tilefni gafst,
og tók hann vel tilsögninni. Þegar
kisi varð fullorðinn var hann orðinn
fyrirmyndarköttur. Hann var þá laus
við matvendi, og át rottur og mýs
með beztu lyst eins og katta er hátt-
ur. Hann varð þægur og nægjusam-
ur.
Og þannig eru góð börn.
Eins og gengur —
Kringlur geta verið góðar, en