Vikan - 07.07.1949, Page 11
VIKAN, nr. 27, 1949
11
Framhaldssaga:
Beishur dryhkur
28
Ástasaga eftir Anne Duffield
„Hvers vegna ? Þú ert þó ekki hrædd, er
það ?“
„Alls ekki. En ég vildi heldur, að þú værir
kyrr. Ef þú vilt ekki fara að sofa, getum við
setið og talazt við.“
Hann hristi höfuðið.
„Nei! Eg get ekki setið kyrr. Ég vildi að það
væri gola, þá skyldi ég fara út að sigla. En úr
því að það er enginn — —.“ Hann greip um
stýrið á hjólinu.
„Bíddu,“ sagði Celía. „Ég kem með þér.“
„Ætlar þú að gera það? Það var mjög vin-
gjarnlegt af þér.“ Hún hafði búizt við, að hann
mundi neita, en henni létti, er hún heyrði svar
hans. Raunar hafði hún ekki hina minnstu löng-
un til þess að fara í róðraferð á kanóanum á
þessum tíma kvölds, en hún var ákveðin í því,
að hann mætti ekki fara einn. Hvað hann hafði
í huga, gat hún ekki vitað, en hún vildi gera
allt, sem í hennar valdi stóð til þess að halda
aftur af honum, því að hún treysti honum ekki,
eins og nú stóð á.
Allir eyjarskeggjar óku á reiðhjóli og það var
ávallt til aukahjól í húsi Guys handa Celíu. Eins
fljótt og mögulegt var hljóp hún inn í reiðhjóla-
geymsluna til þess að hann breytti ekki um á-
kvörðun. Að andartaki liðnu óku þau af stað
niður mjóa stíginn, er lá til hafnarinnar. Er þau
komu niður á ströndina dró Guy bát sinn út
úr skýlinu, og Celía settist í stafnrúm og sneri
andlitinu á móti honum. Hann stakk árinni í
sjóinn með kröftugu átaki og stefndi að sund-
unum.
„Nei, ekki hingað inn, Guy,“ andmælti Celía.
„Við skulum vera úti í ljósinu."
„Nei, við förum hingað. Þú hefur aldrei séð
sundin að kvöldi til. Við förum fram hjá rjóðr-
inu.“
„Nei,.— Guy — þar er eitt negrahverfið."
„Vertu alls óhrædd. Við róum þar framhjá.
Þetta sund liggur líka framhjá prestshúsinu
— skrýtið, ha!“ Hann hló hæðnislega.
Celía greip um borðstokkinn. Hvað gekk að
drengnum? Var hann drukkinn? Nei, það kom
ekki til mála. Hann hafði verið með henni allt
kvöldið, og hún vissi, að hann hafði ekki drukk-
ið meira en eitt eða tvö staup af ávaxtavíni,
og því var hann vanur.
Hún sat hljóð undir ruglingslegu hjali hans,
sem minnti á Misseenu. Hann stjakaði bátnum
hratt eftir sundinu, sem lá allt í myrkri. Við
og við sá i tunglsgeisla, sem féllu á bogin
Mangrove-tré, eða slöngulíkar rætur, sem hlykkj-
uðust á jörðinni. Henni fannst þetta hlyti að
vera martröð. Hún var viss um að þau voru ein-
hversstaðar nærri rjóðrinu, og henni fannst hún
heyra óminn af sömu hljóðunum og nóttina
sælu.
Allt í einu kvað við hlátur á hægri hönd við
þau — innantómur negrahlátur. 1 sama bili
heyrðist hann bergmála frá Guy. Hræðslan gagn-
tók Celíu eins og böðulshönd hefði gripið um
kverkarnar á henni. Hún glápti á drenginn, sem
hvað eftir annað hló eins og brjálæðingur, er
hláturinn kvað við upp á ströndinni. Tungls-
geisli féll á andlit honum og Celíu varð litið á
hann. Augu hans glóðu, eðlisávísun sagði henni,
hvað um var að vera, þótt hún hefði aldrei
séð brjálaðan mann fyrr.
Ógerlegt! Það gat ekki verið satt. Það gat
ekki borið að höndum svona að óvörum, að á
stæðulausu — en það gat einmitt komið fyrir!
Það gat komið fyrir! Hún vissi það, hún hafði
heyrt það, eða lesið það, að slíkt gæti átt sér
stað ■— einmitt svona.
„Ó, drottinn minn hjálpi okkur! Guy! Guy,
elsku Guy!“
Hann lyfti árinni hátt í loft upp og lét hana
síðan skella niður i sjóinn svo að gusurnar
slettust í allar áttir. Celía fékk skvettu framan
í sig. Það vakti hana til skynsemi á ný.
„Guy,“ sagði hún hátt og reyndi að vera
ákveðin i málrómi. „Hvað gengur eiginlega að
þér ?“
„Gengur að mér? Hvað skyldi svo sem ganga
að mér.“ Hann setti árina í vatnið, og kanóinn
þaut áfram eins og lifandi vera. Hún hélt sér
dauðahaldi í borðstokkana, meðan hann reri eins
hratt og hann gat og skellihló. Þau áttu alltaf
það á hættu að hvolfa bátnum eða sitja föst í
aurnum og þeim ógeðslega gróðri, sem óx á
botninum. En Celía hugsaði ekki um það. Henni
fannst það sárast, að þessi drengur, sem henni
þótti vænt um og var sonur Lances og Annetta
elskaði af öllu hjarta, skyldi vera orðinn brjál-
aður.
Hvað átti hún að gera? Hvernig átti hún að
telja hann á að minnsta kosti að stöðva bátinn.
„Guy,“ sagði hún. „Það er orðið mjög fram-
orðið. Viltu fara með mig heirn?"
„Ertu hrædd, Celía?" Þótt Guy væri ruglaður,
var þó eins og rofaði til í hug hans. Þar sem
hann hafði ávallt verið Celíu eftirlátur, hægði
hann þegar á ferðinni og tók að damla hægt
með árinni. En svo fór hann að tala aftur,
og Celíu rann kalt vatn milli skinns og hörunds
á meðan hún hlustaði á þessa rödd þessa brjál-
aða manns, sem nú talaði rólega og skynsam-
lega, svo að það vakti ennþá meiri ógn en
áður.
„Móðir mín drekkti sér hérna á þessum stað,“
sagði hann. „Vissirðu það, Celía? Þá var ég
þriggja mánaða, og hún ætlaði fyrst að kyrkja
mig, en Mam’Easter kom í veg fyrir það. En
mamma var klók. Það var ekki hægt að hindra,
að hún fyrirfæri sér. Það skildi enginn, hvernig
hún slapp að heiman, en hérna fannst kanóinn
hennar á hvolfi.
Kverkar Celíu voru þurrar og tunga hennar
óbifanleg. Hún ætlaði að segja eitthvað, en gat
það ekki. Loks gat hún stunið upp og með erfiðis-
munum:
„Elsku Guy, ég bið þig. Komdu heim. Ég
veit, að allir eru farnir að óttast um okkur.
Annetta-------.“ Nafn hennar kom.yfir hana eins
og innblástur. Auðvitað mundi hann skýrast, er
hann heyrði nafn hennar. „Annetta er orðin
hrædd. Hún bíður okkar — —“
„Annetta?" — Ó, þessi rólega, kæruleysislega
rödd, sem var svo ólík Guy. En hverju var hún
lík? Og mitt í hræðslu sinni og skelfingu þekkti
Celía aftur þessa innantómu, holu rödd. Rödd
Ol/ju. — Já, hún líktist rödd hennar. Það var
innantóm rödd, en samt einhver yfirborðshljóm-
ur í henni. „Annetta bíður ekki eftir okkur,
Celía,“ sagði hann. „Hún er dáin. Ég drap hana.
Ég drap hana, Celía.“
„Guy, hvað ertu að bulla?“
Hvað var hún að svara honum? Þýddi nokk-
uð að tala við hann af viti? Hún vissi það ekki,
en hún vildi að minnsta kosti reyna það. Ef
hann vildi aðeins snúa við, ef hann bara vildi
fara út úr sundinu — út í ljósið, nálgast bryggj-
una, húsið, fólkið, þá gæti hún fengið hjálp,
ekki handa sjálfri sér, hún var hætt að hugsa
um sig sjálfa, en handa þessum veslings dreng.
„Annetta er á Sedrushlíð," sagði hún. „Hún
er að bíða eftir þér. Hún þráir þig.“
„O, nei, hún er þar ekki."
„Ég sá hana þar seinni hluta dagsins í dag.“
„Þ.ú hélzt þú hefðir séð hana, þú hélzt hún
væri lifandi. En hún er dáin. Ég drap hana í
kvöld inni í skógi. Ég sá, þegar hún var að
deyja. Og svo sá ég eitthvað hvítt hlaupa inn
milli trjánna. En það var bara sálin úr henni."
Hræðilegur grunur greip um sig í hugskoti
hennar. Hvað hafði hann gert? Hversvegna var
hann orðinn brjálaður? Hún sat sem lömuð, hún
gat ekkert sagt og ekki hreyft sig. Hún var
þjökuð af þessari hræðilegu martröð.
Rödd Guys hljómaði á ný og enn stakk hann
árinni í og þeytti bátnum áfram. Allt í einu
rákust þau á eitthvað, sem leit út eins og lítil
bryggja, er skagaði fram í vatnið.
„Húrra,“ hrópaði Guy og hló. Kanóinn skalf,
hallaðist iskyggilega en réttist síðan við aftur.
Hvað var á seyði?
Celía heyrði kvenmannsrödd, hvella og háa
og þekkti, að þar var á ferðinni ungfrú Flett,
prestssystir. Hún minntist þess nú, að Guy
hafði sagt, að þau myndu fara fram hjá prests-
setrinu. Andartaki síðar sá hún háa mannveru
beygja sig niður til þeirra.
„Ungfrú Flett," sagði Celía með öndina í
hálsinum, „Guy — -—“
Ungfrú Flett beygði sig enn lengra niður og
Celía fann þétt handtak á sér.
„Allt í lagi,“ sagði hún. „Ég heyrði til ykkar
Hoppið út úr bátnum. Komdu, Guy.“
Drengurinn hlýddi. Hann hafði virt orð Celíu
að vettugi, en hlýddi ósjálfrátt þessari ákveðnu,
rólegu rödd. Hann sté upp á litlu bryggjuna og
hvað eftir annað strauk hann hárið frá enninu.
Svo settist hann niður og tók að gráta beisklega.
Ungfrú Flett hjálpaði Celíu upp úr bátnum.
„Ö, hvað hefur komið fyrir“? sagði CeRa
áköf en hvíslandi. „Þetta kom svo óvænt, án
nokkurra fyrirboða."
„Þannig kemur það,“ svaraði ungfrú Flett.
„Ég skil það svo mæta vel. Nú skuluð þér fara
heim, Celía. Þér ratið leiðina. Hún er með öllu
hættulaus. Ég skal sjá um Guy og senda boð
eftir föður hans.“
„Get ég ekki verið kyrr? Er þetta sturlun?
Verður hann alltaf svona?“
„Farið heim. Þér megið ekki sjá og þér
skuluð ekki sjá — veslings kona,“ sagði ung-
frú Flett óvenju blíðlega og klappaði Celíu á
höfuðið. „Þetta er sturlun, Celia, ég hef alltaf
búizt við þessu."
öay grét stöðugt, og tárin streymdu niður
kinnar Celíu.
„Lance — Annetta," hvíslaði hún.
„Já, Annetta," endurtók ungfrú Flett. Ó, þessi
skelfilegi staður! Þessi skelfilegi staður!" Hún
bar'i saman höndunum i ofsa, sem Celía hafði
aldrei orðið vör hjá henni fyrr, fórnaði þeim
og skók framan í stjörnubjartan himininn. Svo
sagði hún rólega: