Vikan


Vikan - 07.07.1949, Side 12

Vikan - 07.07.1949, Side 12
12 VIKAN, nr. 27, 1949 „Þér verðið að fara þegar í stað. Og þér skuluð segja Annettu frá því.“ „Það get ég alls ekki.“ „Hún gæti einna helzt þolað, að þér segðuð lienni það,“ svaraði hin ákveðið. „Henni þykir vænna um yður en nokkurn mann annan. Og ég er ekkert hissa á því. Á morgun munu allir vita þetta. Þér skuluð búa yður undir hið versta. Og farið þér nú.“ Hún sneri sér frá Celíu og laut yfir Guy, sem lá niðurbrotinn á jörðinni. „Komdu Guy,“ sagði hún, og drengurinn stóð á fætur, hallaði sér upp að öxl hennar og gekk af stað með henni. Celía stóð kyrr og horfði á eftir þeim. Ungfrú Flett! Sem hún hafði fyrirlitið, sem eng- um þótti vænt um. Afbrýðissöm, umtalsill, kjöftug og óvingjarnleg. Celía hafði haldið, að hún væri þetta allt saman. En nú kom hún sem frelsandi engill. „Guð blessi hana, sagði Celía og andvarpaði. Síðan tók hún á rás, sem leið lá, heim til Sedrushlíðar. Hún hljóp næstum alla leið, þótt það væri æðispölur. Hún fór rétt framhjá einu negra- hverfinu, og nú heyrði hún greinilega hinn villta söng og æðisgengnu hróp. En það hafði engin áhrif á hana. Hvað kom það málinu við, þó að íbúarnir á Blanque væru að fagna fullu tungli með vitleysislegum hamagangi, fyrst ungur, yndislegur maður hafði orðið brjálaður allt í einu og án sýnilegs tilefnis — og unga stúlkan sem hann elskaði og elskaði einnig hann, varð að fá að vita þetta. Annetta! Celía nam allt í einu staðar. Það var eins og hjarta hennar ætlaði að springa, er hún minntist þessarar ungu, indælu og góðu stúlku. Hvað hafði komið fyrir hana? — En ef það var satt, hlaut hann líka að hafa verið brjálaður i gærkvöldi. Ó, þessi ey! Hún tók enn á rás, datt við og við, en komst um síðir að hliðinu á Sedrushlíð. Þar nam hún staðar, reyndi að setja í sig kjark og brýna fyrir sér, hvað hún ætlaði að segja. Ungfrú Flett hafði sagt, að hún yrði að segja Annettu frá þessu tafarlaust, en hún vissi, að það gat hún ekki gert. Ekki strax — ekki í kvöld. Gefum Annettu frið eina nótt enn. Lofum henni að sofa. Hún var efalaust sofnuð og svaf væran. Það mundi vera nógur tími í fyrramálið. Hún gekk inn gegnum hliðið og læddist inn í sedruslundinn, sem lá heim að húsi Guys. En allt í einu snarstanzaði hún. Hún gaf frá sér hálfkæft óp, en gat ekkert sagt. Fyrir framan hana stóð ung stúlka í hvítum náttkjól, með silfrað hár, sem bylgjaðist niður um herðar henni, andlit, sem minnti á skógaálf og augu, sem minntu á dimmblá stöðuvötn. „Celía!“ Skjótt og hljóðlega kom Annetta til hennar. „Hvað er á seyði? Hvar er Guy?“ „Elsku Annetta —“ Rödd hennar bilaði. „Segðu mér það,“ skipaði Annetta. „Segja þér hvað? Hvað ertu að gera hér úti?“ „Eg gekk gegnum skóginn. Til hússins hans. Eg þurfti að tala við hann. Ég ætlaði að segja honum, að — að ég elskaði hann! Ég sá ykkur bæði taka hjólin.og ég heyrði, að þú varst að telja hann á að vera kyrran, ég sá, þegar þið ókuð af stað, og síðan hef ég beðið þess, að hann kæmi heim aftur. Hvar er hann Celía? Komdu með hann til mín.“ „Ó, Annetta — —“ Enn fann Celía, að hún gat ekkert sagt. „Hefur hann sagt þér það? Er hann ó- hamingjusamur. En það sakar ekkert. Ég elska hann. Kallaðu á hann Celía!“ Hún lyfti andlitinu og tunglsgeislarnir féllu beint á andlit henni. Þetta gat Celia ekki þolað. Hún gat ekki horft á þetta. Nú varð hún sjálf sem vitlaus væri. Hún hrópaði: „Ó, nei, nei, Annetta, gerðu þetta ekki! Horfðu ekki upp í tunglið." Hræðilegur sannleikur geislaði frá brúnum augum ungu stúlkunnar. „Tunglið" hvíslaði hún. „Nei, nei. Hann líka! Ó, nei! Ekki Guy.“ Rödd hennar varð annarleg og ekkert lík þvi sem venjulega. Hún skrækti eins og hún réði ekki við sig. Þá vaknaði Celía aftur til heil- brigðrar skynsemi. „Annetta, elsku hjartans Annetta mín — ■—.“ Hún ætlaði að grípa hana í fang sér, en það var önnur um það. Mam’Ester var þar komin. Hún hafði gripið litla eftirlætisgoðið sitt í fang- ið, áður -en Celia gat áttað sig. Annetta var nú alveg róleg. Hún hallaði sér örugg að brjósti gömlu konunnar. „Farið þér, frú Celía,“ sagði Mam’Easter. „Ég skal gæta hennar. Farið heim og bíðið MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Frissi er að æfa fiOluleik. 2. Maggi: Opnaðu, Frissi! 3. Frissi: Hvað gengur á! Maggi: Mig langar að spyrja þig, hvort þú viljir ekki leika eitthvert annað lag . . . 4. Maggi: . . . hundinum mínum geðjast ekki að þessu, sem þú varst að leika áðan. Robert Taylor, kvikmyndastjarna og kvennagull, hefur gaman af stangarveið- um. Hann notar nærri hverja frístund til þess að veiða. eftir hr. Lance. Hann mun þurfa á yður að halda. Celía horfði á eftir þeim. Gamla konan gerði hvort tveggja að bera og leiða Annettu. Svo gekk hún áfram inn í skóginn. Skógurinn var í senn bjartur og myrkur, silfraður og svartur, heillandi og hræðilegur. I augum Celíu var hann nú hræðilegur eins og allt á Blanque. Allt var þar ennþá leyndardómsfyllra og óttalegra, en verið hafði um langa hríð. Hún gekk áfram í blindni. Hana hryllti við, er hún leit til húss Guys. Henni lá við sturlun, henni fannst hún vera á leiðinni með að fara eins og hann. Henni var ískalt á höndunum, en kinn- ar hennar loguðu. Hún var hrædd við skóginn, hrædd við húsið, sem beið þögult eftir henni, hrædd við að hitta Lance eins og komið var fyrir honum. Hún var hrædd víð allt. Þegar hún var komin svo langt, að hún gat séð litla, hvita húsið, bar hún hönd fyrir augu. Þá heyrði hún einhvern hrópa á sig og koma á harðaspretti á móti sér. Það var Alec Mae- kenzie. Það var eins og þungu fargi væri létt af Celíu. En samt féll hún saman------- 19. KAFLI. „Líður yður betur núna?“ Alec stóð yfir henni með vatnsglas í höndunum. Hún var nú inni í húsinu. Alec hafði flutt hana þangað, sett hana niður á stól og gefið henni koníak. „Já, þökk fyrir, nú líður mér vel,“ svaraði hún. „Meira koníak ?“ „Nei, þökk fyrir, ekki meira.“ „Sitjið hér kyrr og reynið að jafna yður.“ „Ég er búin að jafna mig. Hafið þér heyrt, Alec, — —“ „Já, allt, Celía.“ ,,Ó,“ sagði hún. Hún horfði á hann skelfd á svip. „Lance,“ hvíslaði hún. „Hann er hjá syni sínum!“ „Hafið þér séð Guy?“ „Nei. En ég ætla að líta á hann bráðlega. Ég fór beint hingað til þess að líta eftir yður. Þér ættuð ekki að vera ein.“ „Sendi unfrú Flett eftir yður?“ „Já, sendimaður kom frá prestinum sjálfum, og hann sagði okkur eins vel frá öllu og hann gat og sagði, að ungfrú Flett hefði sent yður heim.“ „Það var mjög fallega gert af yður að koma til mín, Alec." „Ég vissi, að þér mundið þarfnast min. Ég var hræddur um, að þér munduð vera kominn heim á undan mér.“

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.