Vikan - 07.07.1949, Page 13
VIKAN, nr. 27, 1949
13
Þrjár litlar mýs
Malari nokkur átti tvo syni. Sá
eldri hét Hans. Hann var duglegur
malari, en afar nizkur. Gætti hann
þess vandlega að sópa mylluna svo
vel, að aldrei yrði eftir korn né mjöl
sem músum og fuglum hefði þó kom-
ið vel, því oft eru dýr þessi svöng.
Óli, yngri bróðurinn, sagði oft við
Hans: „Láttu ofurlítið af korni verða
eftir handa músunum. Þær þurfa að
borða eins og við.“
Föður Óla geðjaðist illa að því hve
greiðugur hann var. Karlinn var nízk-
ur eins og Hans. Og eitt sinn sagði
malarinn við yngri son sinn: „Þér
lætur ekki vel að vera malari. Farðu
út í heiminn, og leitaðu annarar at-
vinnu sem þér hentar betur.“
Óli var léttlyndur og lét ekki hug-
fallast. Hann lét nesti í malpoka sinn
og lagði af stað út í heiminn.
Br hann hafði lengi gengið var
hann orðinn þreyttur. Hann lagðist
þá til svefns í útjaðri skógar nokk-
urs.
Er Óh hafði sofið um stund heyrði
hann rödd er sagði:
„Vaknaðu, Óli, og hlustaðu á hvað
ég hefi að segja þér.“
óli vaknaði, neri stírurnar úr aug-
unum, og horfði í kringum sig. Hann
BARNASAGA
kom auga á þrjár mýs er sátu fyrir
framan hann.
Ein músin mælti: „Viljir þú verða
ríkur og voldugur þá farðu til
borgarinnar og beina leið til kon-
ungshallarinnar. Kóngsdóttirin hefur
heitið því að giftast manni þeim er
fundið getur þrjá hluti, sem hún
felur. Fram til þessa hefur enginn
fundið fleiri en einn hlut, og er
prinsessan því ógift enn. Við ætlum
að hjálpa -þér vegna þess að þú hef-
ur ætíð verið góður við okkur mýsn-
ar.“
Óli lagði þegar af stað til konungs-
hallarinnar, því að hann vildi gjarn-
an fá kóngsdótturina.
Þegar hann kom til hallarinnar, var
honum fylgt inn í stóran sal. Þar
sat kóngurinn í háu hásæti, og um-
hverfis hann stóðu allar hirðmeyjarn-
ar.
Mýsnar hafði Óli i vasa sínum.
Ein þeirra skautzt nú upp úr vasan-
um, og faldi sig í fellingu glugga-
tjalds.
Prinsessan mælti: „Hér er gull-
hringur með rauðum steini. Ég fel
hann. Þú leitar hans, og reynir að
Biblíumyndir
1. mynd: Og er hann gekk út úr
helgidóminum, segir einn af læri-
sveinunum við hann: Meistari, líttu
á, hvílíkir steinar og hvílík hús! Og
Jesús sagði við hann: Sér þú þessi
miklu hús ? Ekki mun hér verða
skilinn eftir steinn yfir steini, er eigi
verði rifinn niður.
2. mynd: Og er hann sat á Olíu-
fjallinu gegnt helgidóminum, spurðu
þeir Pétur og Jakob og Jóhannes og
Andi'és hann einslega: Seg þú oss,
hvenær mun þetta verða og hvert
verður táknið, er þetta á allt fram
að koma? En Jesús tók að segja þeim
. . . um þann dag eða stund veit
enginn, ekki einu sinni englarnir á
himni, né sonurinn, heldur aðeins
faðirinn einn.
3. mynd: „Gætið yðar, vakið og
biðjið, því að þér vitið eigi, hvenær
tíminn er korninn."
4. mynd: Og er hann var í Betaníu
. . . kom þar kona; hafði hún ala-
bastursbuðk með ómenguðum, dýrum
nardus-smyrslum; . . . og hellti yfir
höfuð honum. En þar voru nokkrir,
er gramdist þetta . . . Og þeir at-
yrtu hana. En Jesús sagði. Látið
hana í friði! Hún gerði það, sem í
hennar valdi stóð; hún hefur fyrir-
fram smurt líkama minn til greftr-
unar.
finna. Ef það tekst þá er það fyrsti
vinningur."
Óli svaraði: „Ég mun reyna að
leysa þessa þraut.“ Svo var farið með
hann inn í annað herbergi. Þar fékk
hann mat og drykk, allt beztu teg-
undar. Á meðan Óli borðaði faldi
kóngsdóttirin hringinn. Hún sagði við
hirðmeyjamar: „Óli lítur út fyrir að
stiga ekki í vitið. Hann er víst ó-
menntaður sveitapiltur. Ég þarf þvi
ekki að fela hringinn vandlega. Ég
legg hai.n í gluggakistuna.“
Þegar músin hafði heyrt þetta
flýtti hún sér til Óla, þar sem hann
sat og beið átekta.
Músin hvíslaði: „Hringurinn liggur
i gluggakistu þriðja gluggans, talið
frá dyrunum sem þú ferð inn um.“
Svo gekk Óli inn í salinn, en þar
stóð prinsessan og allar hirðmeyjarn-
ar.
Óli gekk rakleiðis að glugganum,
tók hringinn og mælti: „Hér er hring-
urinn.“
Prinsessan sótroðnaði af gremju,
en hirðmeyjarnar hlóu og kóngur-
inn klappaði saman höndunum og
sagði: „Þetta tókst vel! Þú gerir
aðra tilraun á morgun."
önnur músin smaug inn í herbergi
kóngsdótturinnar og faldi sig þar.
Daginn eftir tók kóngsdóttirin ann-
an hring. Hann var með bláum steini.
Þennan hring ákvað hún að fela bet-
ur en þann fyrri.
Þegar Óli kom til þess að leita
hringsins um kvöldið, læddist músin
til hans og sagði: „Hringurinn hangir
uppi í ljósakrónunni meðal hinna
skínandi ljósa."
Þegar Óli kom inn í sahnn lit-
aðist hann um og mælti mjög kurt-
eislega: „Má ég ekki slökkva nokkuð
af ljósunum svo mér gangi betur að
finna hringinn ? "
Hann fann hringinn þegar í stað,
gekk til prinsessunnar, hneigði sig
djúpt, og rétti henni hann. Kóngs-
dóttirin reiddist. Henni var orðið
órótt innanbrjóts. Nú var einungis
eftir þriðja tilraunin eða leitin. Hvar
átti hún að fela hvíta gimsteinahring-
inn svo Óli fyndi hann ekki?
Á meðan kóngsdóttirin hugsaði
ráð sitt, fór þriðja músin úr vasa Óla
og faldi sig.
Allt kvöldið hugsaði prinsessan um
tryggan felustað. Að lokum sagði
hún: „Ég ætla að láta hringinœ á
fingur minn." Og það gerði hún.
Þegar Óli kom inn í þriðja sinn,
sagði músin honum, hvernig málum
væri komið.
Óli gekk til kóngsdótturinnar,
hneigði sig djúpt, greip hönd hennar
og mælti:
,Hér er hringurinn. En ég vil ekki
kvænast prinsessu. Ég er malari og
vil vera það. Ég vil eiga myllu, mala
korn, og gefa músum og fuglum er
mér býður svo við að horfa."
Kóngur mælti: „Þú skalt fá ágæta
myllu að gjöf frá mér. Þú hefur stað-
ið þig prýðilega.
Kóngsdóttirin varð fegin þeesum
málalokum, hana hafði ekki langað
til þess að giftast Óla. Hvorugt vildi
eiga hitt. Allir urðú því ánægðir með
þessi málalok. Og var það vel farið.
Veiztu þetta — ?
Mynd efst uppi: Fyrstu oliuflutningsvagnar litu svona út. Tankarnir
eru úr tré. Mynd að neðan t. v.: Bedúínar í nágrenni Shabwa, (þar
sem áður var aðsetur drottningarinnar af Saba) nota enn peninga, sem
voru í umferð fyrir 2000 árum. Mynd að neðan í miðju: Það þarf ’rúm-
lega hálfa þriðju ekru lands til þess að framleiða nógu mikla fæðu handa
einum manni — vel að merkja Ameríkumanni, eftir þeirra eigin heim-
ildum að dæma. Mynd til hægri: Vinnuklæðnaður Bontoc Igorot-kvenna
(þjóðflokkur á Luzon, stærstu eyju Filippseyja.klasans) er einungis lauf-
mittisskýlur, eins og formóðir vor bar.