Vikan


Vikan - 14.07.1949, Síða 4

Vikan - 14.07.1949, Síða 4
4 VIKAN, nr. 28, 1949 ÓPÍUMREYKUR Þýdd smásaga Hann hét Justus og var sérstaklega draumlyndur og gæfur maður. Hann hafði í fyrstu reynt að græða fé á gúmmí og sykurrækt á Súmötru, en síðan fengizt við allt milli himins og jarðar. Vinir hans álitu hann sérvitring, sem lifði meira í heimi bókanna en í raunveruleikanum. Þeir hristu að vísu höfuðið, þegar hann gerðist forstöðumaður kínversks elliheim- ilis, en voru í rauninni ekkert hissa. Þetta var Justusi líkt! Elliheimilið var einhversstaðar uppi i fjöllum á Java og í sambandi við heimilið var rekið svínabú, sem gerði stofnunina fjárhagslega sjálfstæða. Forstöðumaður- inn hafði sennilega laun og nóg næði til lestrar og íhugana. Justus hóf starf sitt fullur bjartsýni. Það kom sér líka einkar vel, að hann hafði fengið dálitla nasasjón af dýralækningum á skólaárum sínum. Hann átti ekki önnur húsgögn en rúm, borð og nokkra stóla, en bókasafn hans var gott, og hann flutti það með sér upp í fjöllin. Það var erfiður flutningur og sveittir burðarmennirnir voru vissir um að hvíti maðurinn væri ekki með öllum mjalla, þar sem hann læsi svona mikið. Justus fann, að hann myndi kunna vel við sig á þessum afskekkta stað. Hann kunni hrafl í kínversku og gat gert sig skiljanlegan við gömlu mennina á hælinu. Þeir voru flestir skorpnir og visnir eins og smurningar, og reyktu allir ópíum. Það var það eina, sem hélt í þeim lífinu, þá stuttu stund, sem þeir áttu eftir ólifaða. Þeir voru þrjú til fjögur hundruð talsíns, en voru svo ónýtir til vinnu, að þeir skil- uðu ekki nema fjögra manna dagsverki. Þeir gerðu allt eins og í draumi. Þegar þeir fengu leyfi til að hvíla sig, lögðust þeir fyrir og tuttuðu ópíumpípuna. Svo sofnuðu þeir og svifu í draumi til hins fagra ættlands síns, þar sem þeir höfðu fæðzt og lifað í æsku. Þegar Justus vantaði verkamenn, gekk hann gegnum svefnsalina, þar sem hver rekkjan var upp af annarri. Flestir öld- ungarnir sváfu, en aðrir störðu galopnum augum út í bláinn. Það var erfitt að sjá, hvort þeir voru dauðir eða lifandi. Allt var hljótt og kyrrt, vafið kynlegri dular- móðu. Þegar einhver dó, var hann jarð- aður í litlum kirkjugarði á bak við hælið og ópíumpípan var látin með honum í gröfina. Justus reyndi í fyrstu að muna nöfn gömlu mannanna, sem honum hafði verið trúað fyrir. En hann gafst brátt upp við það — það voru of margir, sem hétu Tiong, Wang, Sen og Lao. En hann bar sömu föðurlegu umhyggjuna fyrir þeim öllum. Hann truflaði þá ekki að pþörfu, en lét þá njóta ópíumdraumanna í friði. En eitt kvöld ofkældist hann og fékk hastarlega lungnabólgu. Hann lá þó ekki í rúminu daginn eftir, heldur vann störf sín, unz hann datt niður meðvitundarlaus. Gömlu mennirnir urðu of sahræddir, en einn hafði þó dug í sér til að sækja hjálp. Just- us var fluttur ofan úr fjöllunum og rakn- aði við í sjúkrahúsi. Hann lá þarna í nokkr- ar vikur, en síðan var hann sendur til Englands í sex mánaða leyfi. Honum var sagt, að hann skyldi ekki hafa neinar á- hyggjur af Kínverjunum sínum og svínun- um; það myndi einhver verða látinn hugsa um hælið á meðan hann væri að ná sér. Hann kom úr fyrstu ferð til Evrópu, eftir tuttugu ára dvöl í Austurlöndum, með marga kassa af bókum, og konu. Hann hafði aldrei hugsað um hjúskap — hon- um fannst hann vera þannig maður, að það væri hollast fyrir sig að kvænast ekki. En þrítug kennslukona, sem hafði dvalið í sama gistihúsi og hann í Englandi, hafði ruglað hann í ríminu. Hann hafði reynt að koma fyrir hana vitinu með öllu hugs- anlegu móti, en án árangurs. Hann hafði sagt henni frá starfi sínu á Java og reynt að gera það eins ömurlegt og unnt var, en hún sat við sinn keip; hún vildi gift- ast honum og fara með honum þangað austur. Hún hafði lesið um Jövu og sagð- ist vita, að það væri yndislegt land. Og hún sagðist ætla að hjálpa honum í mann- I VEIZTU —? : 1. Hvar á Golfstraumurinn upptök sín? \ 2. Eftir hvern er óperan „Martha“ ? | 3. Hvenær og hvar var óperan „Rakar- inn í Sevilla fyrst leikin? I 4. Hvað er langt milli Reykjavíkur og Akraness ? = 5. Hvar er eyjan Þemey? I 6. Hvert er suðumark gulls? | 7. Hver er harka þess? : 8. Hver er talinn hafa gefið Sæmundar- Eddu nafn? | 9. Hvað hét seinasti maður Guðrúnar Ósvíf ursdóttur ? | 10. Hvenær dó Matthías skáld Jochums- son? Sjá svör á bls. 14. *'i .............. úðarstarfinu, sem hann vann þar fyrir gömlu Kínverjana. Hún ætlaði að búa hon- um hlýlegt heimili og hjálpa honum við ræktunina. Hann lét undan. Eitt kvöld í rökkurbyrjun komu þau loks til hælisins í fjöllunum. Undrunarbros. lék um skorpnar varir Kínverjana, sem eftir lifðu og þekktu hann. Þeir voru hissa á þvi, að hvíti maðurinn hafði komið með. konu frá fjarlæga, kalda landinu. Hún gafst upp eftir þrjár vikur. Þá varð hún að fara til borgarinnar, af því að hún gat ekki sofið. Hún var hrædd við næturþokuna, sem leitaði inn í húsið. Hún sá ekkert annað en grindhoraða, deyjandi Kínverja í kringum sig. Svo kom staðvind- urinn og þaut og hvein í f jöllunum. Aðeins í svefnsölum Kínverjanna, þar sem sætur ilmur ópíumsins angaði, var kyrrð og ró. Hún bað Jústus að koma burt með sér. Maður eins og hann hlaut að geta fengið góða stöðu í borginni. Hún bauðst til að kenna honum frönsku og hjálpa honum á allan hátt. Ef hann elskaði hana í raun og veru ... Hann andvarpaði, en lét sig hvergi. Hann skildi vel, að h ú n gat ekki þolað dvölina þarna. Það var ekkert líf fyrir konu. Þetta var allt honum að kenna. Hann hafði ekki lýst þessu nógu vel fyrir henni. Hann sagði henni, að hún yrði að fara strax til borgarinnar og vera þar, þang- að til henni væri batnað svefnleysið. Eftir það skyldi hann hlíta ráðum hennar. Hann varð að vera kyrr fyrst um sinn. Stað- göngumaður hans hafði komið illa fram við gömlu mennina, meðan hann var í burtu. Hann hafði látið þá vinna nauðuga og jafnvel tekið af þeim ópíumskammtinn. Nei, Jústus gat ekki farið. En hún þurfti ekki að hafa áhyggjur hans vegna. Hann hafði lifað þarna mörg ár, áður en þau kynntust. Hann hafði líka bækurnar sínar hjá sér. Og svo fór hún — grátandi og von- svikin yfir sér og manninum, sem hún hafði valið. Hann sinnti störfum sínum, fölur og þögulli. Hann leit ekki í bók. Hann las ekkert annað en löngu bréfin, sem konan hans skrifaði honum úr borginni. Hann svaraði með fáum línum og skrökvaði því, að sér liði vel. Hann skrifaði vinum sín- um í borginni og bað þá að líta eftir henni. Svo kom síðasta bréfið frá henni. Það var eins og hann vissi efni þess, áður en hann reif upp umslagið. Hún skrifaði, að hún væri orðin róleg, og hefði eftir mikla íhugun komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri bezt að þau skildu. Hún kvaðst ekki vilja leyna því, að vinur hans, lögfræð- ingurinn Verhoeven, hefði verið sér mikil stoð í lasleikanum. — Með sama pósti kom bréf frá þessum vini hans. Jústus kveikti í pípunni sinni með því bréfi, án þess að lesa það. Hann leit á myndina af konunni sinni, sem stóð á. borðinu, og var að velta því fyrir sér,. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.