Vikan


Vikan - 14.07.1949, Page 13

Vikan - 14.07.1949, Page 13
VIKAN, nr. 28, 1949 13 BERDU HANN barnasaga Það var einu sinni malari. Hann átti ágæta myllu. Hún hafði gengið að erfðum í marga ættliði. Malarinn átti son að nafni Allan, er honum þótti Vænt um, og skyldi hann taka við stjóm myllunnar, er tímar liðu. Svo kom ungur malarasveinn til sögunnar. Hann var ráðinn í vinnu við mylluná; því að mikið var að gera. Malarasveinn þessi var óvenjulega stór og sterkur. Gamli malarinn þótt— ist hafa verið heppinn að fá krafta- jötunn þennan. Myllueigandinn sagði við sjálfan sig: „Hann getur án efa unnið þriggja manna verk. En hann borðar ekki meira en eins og einn maður. Allan getur farið að heiman og kynnzt löndum og lýði. Það er lærdómsríkt". Allan varð glaður, er hann mátti fara í þessa langferð. Hann mælti: „Ég mun áreiðanlega læra eitthvað í ferðinni og koma heim með reynslu og þekkingu, er má að gagni verða, því að heimskt er heimaalið bam." Svo fór Allan út í heiminn, og seg- ir ekki af honum i bráð. Ókunni malarasveinninn hét Sívert. Hann virtist ánægður með lífiS í nýju vistinni. Var hann duglegur í fyrstu og handlék stóra og þunga poka mjög léttilega. En það leið ekki á löngu, þar til hann gerðist all-ráðríkur. Hann þoldi ekki að neinn hefði yfir honum að segja. Hann var heimtufrekur og krafðist alls hins bezta, er fáanlegt var. Hann heimtaði beztu stofurnar í húsinu. Neyddist gamli maðurinn til þess að flytja í litið herbergi, en Sivert flutti í stofur húsbóndans. Sivert tók alla þá peninga, sem greiða átti gamla manninum. Við- kvæði Siverts var þetta, er malarinn maldaði I móinn: „Ef þér geðjast ekki að þessu, þá getum við sleg- izt, eða látið hendur skipta. Sá, sem sterkari er, ræður og hirðir ágóð- ann.“ En þar sem Sivert var heljarmenni, var þetta ekki árennilegt. Svo sterk- ur var hann, að hánn gat lyft hesti með annari hendinni, en 100 kg. korn- tunnu með hinni. Biblíumyndir 1. mynd: Og á fyrsta degi ósýrðu brauðanna, er rnenn slátruðu páska- lambinu segja lærisveinar hans við hann: Hvert vilt þú, að vér förum til að búa þér páskamáltíðina ? 2. mynd: . . . Og hann segir við þá: Farið til borgarinnar. Yður mun mæta maður, sem ber vatnskrús; fyigið honum . . . þá segið við hús- ráðandann: Meistarinn segir: Hvar er herbergið, þar sem ég megi neyta páskalambsins með lærisveinum mín- um? 4. mynd: . . . Sannlega segi ég yður, einn af yður mun svikja mig, sá sem etur með mér. 5. . . . tók hann brauð, blessaði og braut það, og gaf þeim og sagði: Takið, þetta er líkami minn. Gamli malarinn andvarpaði og sagði við sjálfan sig: „Hvernig ætli ég fari út úr þessu? Hvar skyldi Al- lan vera ? Ætli hann komi aldrei heim og taki við stjórn myllunnar?" Allan sá og heyrði margt fróðlegt á ferðum sínum. Hann hafði frétt af sterka Sivert, og framferði hans, löngu áður en hann kom heim. Allan eignaðist marga trygga vini, vegna þess, að hann kom vel fram við alla. Dag nokkum talaði hann við bú- álfana sem bjuggu í risahólnum. Þeir gáfu honum skrin og sögðu: „Farðu heim og segðu við Sivert að þú hafir dálítið meðferðis er þú sýnir engum nema honum. Vertu óhrædd- ur við hann. Þegar hann hefir séð það, sem í skrininu er, mun hann verða viðráðanlegur. Svo hélt allan heimleiðis. Það var um kvöld, að hann kom heim að myllunni, þar sem sterki Sivert fór með völd. Gamli malarinn sat út i horni og steinþagði. „Jæja. Ertu kominn heim, Allan?“ sagði Sivert. „Þú þurftir ekki að koma. Hér er allt í lagi, og við þurfum ekki að hafa þig.“ Allan svaraði: „Það þykist ég vita. En ég bjóst við að þú hefðir gaman af því að sjá, hvað ég hef í þessu skríni.“ Hann setti skrínið á borðið. Það var fallegt, silfri drifið og lista- smíði. Sivert var forvitinn. Hann sagði: „Já, sýndu mér, hvað í skríninu er.“ Með sjálfum sér ákvað Sivert að taka það, sem í skríninu var, ef hann langaði til að eiga það. Honum var sama hvort Allan líkaði það betur eða ver. Allan opnaði skrínið, og upp úr því hoppaði lítill búálfur. Hann var álíka stór og hönd á meðal manni. „Hvað er þetta?“ spurði Sivert, og varð forviða. „Ég þarf þín ekki með. Ég vil ekki eiga þig.“ „Um það hirði ég ekki hvort þér líkar betur eða ver,“ sagði búálfur- inn. Að svo mæltu stökk búálfurinn upp á höfuð Siverts og tók að berja hann. „Berðu hann!“ sagði Allan hrifinn. Og búálfurinn óx í hvert sinn sem Allan sagði þessi orð. Sivert æddi fram og aftur til þess að losna við búálfinn. En það tókst ekki. Búálfurinn sat ýmist á öxlum Siverts, baki hans eða höfði, og barði hann miskunarlaust. Það var eins og hann hefði járnhnefa. Að lokum flýði Sivert. Enginn veit hvert hann fór. Það skiptir ekki máli. Hitt var gleðiefni að feðgarn- ir fengu að starfrækja myllu sína í friði. Á spjaldinu stendur: „Sally, ég beið eftir þér þangað til lögreglan rak mig burtu. Jói.“ Sally: „En sá karlmaður að láta lögregluna ráða yfir sér.“ Veiztu þetta — ? Mynd til vinstri. Viður er svo sjaldgæfur í Irak, að menn verða að reisa hus og girðingar o. s. frv. úr spýtum og röftum, sem fengið er á þann hátt að brjóta vöruflutningafleka, sem fleytt er niður Tigris-fljót til Bagdad' Mynd að ofan t. h.: Alligatorar (amerískir krókódilar) lifa í mýrlendi og ef það þornar upp verða þeir að leita sér nýrra heimkynna, eða deyja ella. Mynd i miðju: Meðalstærð mannshandar fer minnkandi. — Mynd að neðan t. h.: 12 þeirra skipa, er reynd voru í atómsprengjutilrauninni við Bikini cru cnn í notkun. Þau voru í upphafi 76.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.