Vikan


Vikan - 21.07.1949, Side 6

Vikan - 21.07.1949, Side 6
6 VIKAN, nr. 29, 1949 „Hugsa sér! Er það tilfellið? Frayle brosti svo að spékopparnir sáust greinilega á kinnum hans. Larkin veitti því athygli, að hann hafði rispu á hægri vanga og að hann reyndi að hylja bláleita bauga neðan við augun með því að bera á þá talkúm. „Nei, ætli endalok hans hafi nú verið á þann veg! Hann datt einfaldlega og braut á sér höfuðkúpuna. En trúað gæti ég, að ein- hverjir aðrir hafi lætt inn hjá þér þessari skoð- un. Hver var það?“ „Frú Greeve", sagði Dorothy án þess að hugsa sig um. Bros Frayles fjaraði út. Hann mælti: „Ég imynda mér, að hún hafi þá séð, þegar morðið var framið". „Að minnsta kosti sá hún eitthvað", svaraði Dorothy. . „Ætli það væri ekki upplagt að við skryppum niður til frú Greeve“, sagði Larkin. „Hana lang- ar vafalaust til þess að sjá hin fögru bláu augu yðar, herra Frayle!" „Já, hvað hefur eiginlega komið fyrir augu þín, Charlie ?“ spurði Dorothy. „O, það er ekkert. Við skulum heilsa upp á frú Greeve“, svaraði hánn og leit til Larkins. „Gangið þér bara áfram með ungfrú Bonner", sagði Larkin. „Ég kem eftir stundarkorn". Hann stóð kyrr og horfði á eftir þeim, þang- að til þau voru horfin sjónum. Þá lagði hann af stað til loftskeytaklefans. Hann nam staðar við klefadyrnar, tók upp samanbrotna pappírsörk, leit í síðasta sinn yfir það, sem hann hafði skrif- að um fráfall Arthurs Bonners og bætti við neðan við undirskrift sína einu orði: Framhald. 7. KAFLI. „Mín kæra! Fæ ég reimsókn!“ hrópaði Millicent Greeve óttaslegin, er Dorothy opn- aði dyrnar fyrir Larkin. „Og ég sem er svo hræðilega útlítandi. Ég skal segja yður, herra Parker, að ég hef ekki verið mönnum sinnandi, og ég hafði ekki einu sinni rænu á þvi að púðra á mér nefið! En svona er það alltaf, þegar eitt- hvað skeður. Það fær svoddan ósköp á mig“. „Langt því frá, þér eruð eins og nýútsprung- in blóm að sjá!“ sagði Larkin stimamjúkur •— þótt hann í sannleika vissi ekki við hvaða blóm ætti að líkja henni — nema ef vera skyldi guln- að ýlustrá. Hún var klædd í appelsínugulan náttkjól og hárið úfið og illa til haft. En samt hafði hún ■— hvað svo sem hún segði — reynt að snurfusa á sér fésið — en hárið, það var eins og kattar- gríslingur hefði leikið sér á því daglangt. „Viljið þér ekki fá yður sæti? sagði Dorothy um leið og hún fjarlægði mesta skranið úr eina stólnum, sem til var í klefanum. „Hvar er Frayle ?“ spurði hann. „Hann vildi ekki koma með mér. Hann fór eitthvað með herra Shima“. „Ég er svo glöð, að þér skylduð koma, herra Larker", sagði frú Greeve. „Ekki Larker! Larkin“, leiðrétti Dorothy. „Segið þér bara Glen“, sagði Larkin. „Yður getur ekki grunað, hvað það er mikið öryggi í því að hafa karlmann í návist sinni, þegar svona hræðilegt hefur komið fyrir, Glen“, andvarpaði frú Greeve. „Dauðinn hefur alltaf svo hræðileg áhrif á mig“. „Hugsið þér yður, Glen, frú Greeve hefur not- að morguninn til þess að skrifa erfðaskrána!“ sagði Dorothy. „Já, ég veit, að ég er heimsk og taugaveikl- uð“, sagði frú Greeve og reyndi að brosa. En þetta var henni um megn. Hún hné þreytulega niður í rúmið og strauk með holdugri hendi sinni um ennið. „Mér verður alltaf hugsað til þess, þegar einhver deyr. Og svo, þegar ég hef náð mér, rif ég það allt í tætlur". „Þér hljótið að hafa fengið voðalegt tauga- áfall“, sagði Larkin með samúð. „Voruð þér ein, þegar þér sáuð líkið?“ ,,Ég sá það eiginlega ekki“, svaraði frú Greeve full fljótt. „Ó, ég hefði ekki þolað að horfa á lík. Það — það hefði drepið mig“. „Já, en þér sáuð hann, Millie! Þér sögðuð mér það sjálf“, sagði Dorothy. „Já, ef til vill gerði ég það“, svaraði frú Greeve. ,,Ég á einungis við, að ég þoli ekki, að talað sé um það“. „Hvað var klukkan, þegar þér sáuð hann, Millie?" spurði Larkin. „Ég veit það ekki. Ég á við ég leit ekki á klukkuna. Ég var í heimsókn hjá kunningjum mínum á öðru farrými og — ■—“ „Var það ekki um klukkan fjögur?“ „Jú, það getur vel verið. Það var ekki farið að birta". „Og maðurinn lá sem sagt á þilfarinu, þegar þér sáuð hann?“ „Já“. „Þekktuð þér hann? „Þekkti og þekkti ekki. Ég sá, að það var- sami maðurinn, sem gægðist á gluggarm hjá mér í gær“. „Hvemig gátuð þér séð það, þegar dimmt var, eins og þér segið?“ spurði Larkin. „Ó, góði, það var enginn vandi, það var bjarm- inn frá vasaljósinu ■— •—■ Nei, ég á við, ég sá hann alls ekki!“ bætti hún við og vildi leiðrétta sig. „Hvaða vasaljósi ?“ „Nú hafið þér ruglað mig svo, að ég veifc hvorki upp né niður!“ andvarpaði frú Greeve og greip um höfuðið á sér. „Ég veit ekki einu sinni, sjálf hvað ég er að segja“. „Nú, það stóð sem sagt maður og laut yfir líkið með vasaljós i hendinni ? Gáði hann í vas- ana ?“ Frú Greeve glennti upp augun. „Ég skal segja yður það, herra Larker, að ég veit ekkert um það! Og þótt ég vissi það, mundi ég ekki segja yður frá því. Ég gæti það bara alls ekki. Ég á við, þótt ég hefði séð hann myrtan, gæti ég ekki sagt frá því. Ég gæti þá átt á hættu, að ég yrði einnig myrt“. „Haldið þér, að hann hafi þekkt yður?“ „Það er mjög líklegt, já, sannarlega! Ég geng nú yfirleitt ekki hægt um og ég bjóst nú ekki við að sjá — —“ „En maðurinn með vasaljósið var sem sagt að gá í vasa hins dauða?“ „Já“. „Hver var það?“ „Ég get ekki sagt yður það, herra Larkin. Mig langar ekki til að verða næsta fórnardýrið. Og þar að auki sá ég ekki framan í hann. Hann sneri baki að mér“. Blessað barnið! Teikning eftir George McMar.us'. Pabbinn: Ég vildi ég þyrfti ekki á þennan fund. Ég mundi miklu heldur vilja vera heima og gæta Lilla, meðan þú ert úti. Mamman: Fástu ekki um það, elskan. Ég hef útvegað prýði- lega konu til þess að gæta hans. Pabbinn: Ertu að fara, ástin min? Mamman: Já, og þú skalt ekki hafa áhyggjur út af Lilla, Hann er vel geymdur. Pabbinn: Það er óhugnanleg hugsun að skilja Lilla eftir hjá ókunnugri barnfóstru, en það verður svo að vera. Pabbinn: Ætli Lilla líði vel? Ég hef áhyggjur út af honum. Ég held ég fari heim og láti fundinn eiga sig. Pabbinn: Halló, elskan mín. Ég ákvað að koma aftur og vera hjá Lilla. Mamman: Og ég líka, ástin mín. Frú Mangan hefur áreiðanlega ekkert á móti því að við hjálpum henni að gæta elsku barnsins okkar. Frú Mangan: Ef ykkur vantar aðra manneskju í viðbót til þess að hafa ofan af fyrir krakkanum, get ég mælt með karlinum mínum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.