Vikan


Vikan - 21.07.1949, Qupperneq 10

Vikan - 21.07.1949, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 29, 1949 limiMMinMtMtllilMllllltlllinKIIIMtlKtllllllllllllimollKIIMIKIHNtflHiltMMIIIilllHllimiinKIIMtilMMHUMIIIMIOiKilKll • HEIMILIÐ • ,M««lili4ti4lillltlilfr«rmiMIIII«l*«llllllllllilllllllll|lll||MIM||MIMUII«IMtl<ÍIII<í4f^l^tf»^mi<rr«llllfflMt«IMt|||lllllllllllllllllil>l f. FEÐUR OG BÖRIM Ettir G. C. Myers, dr. phil. M*f IMfllllfltltfltlttttflt«M lltfltf Itfll^ I Matseðillinn Barið kjöt. 1 kg. nautakjöt, 1 tsk. salt, 30 gr. hveiti, 1/4 tsk. pipar, 1 lár- berjalauf, 1 stór laukur, 1 matsk. öl, 1/2 1. jurtaseyði, 1 kg. kart- öflur, 50 gr. plöntufeiti. 1 „barið kjöt“ má sem bezt nota bóg. Kjötið er skorið í þunnar sneið- ar, sem eru barðar vel með kjöt- hamri. Salti, pipar og hveiti er bland- að vel saman og kjötinu velt upp úr því. Plöntufeiti er brúnuð í potti og kjötið síðan brúnað vel á báðum hliðurn. Laukurinn og lárberjablaðið eru látin í pottinn og jurtaseyðinu og ölinu hellt yfir. Soðið við hægan eld í 2 klst.,' hlemmurinn hafður yfir pottinum. Hálfri klukkustund áður en búið er að sjóða kjötið, eru kart- öflurnar, sundurskornar, látnar í pottinn og soðnar með kjötinu. Þeg- ar maturinn er framreiddur, eru kjötsneiðarnar látnar á fat og sósu hellt yfir. Kartöflurnar, sem soðnar eru með kjötinu, eru látnar meðfram kjötsneiðunum á fatið. Pramleitt með kartöflum og grænmeti. Rabarbarasúpa. 4 leggir rabarbari, 1% I. vatn, j 120 gr. sykur, 1 egg, 20 gr. j sagómjöl. Rabarbaraleggirnir eru þvegnir og skornir í smábita, látnir í kalt vatn og soðnir þangað til þeir eru orðnir meyrir, þá teknir upp úr og látnir í gatasigti og hrærðir í gegnum það. Saftin er mæld, hún á að vera IV2 1. og soðin i 3 mín. ásamt með sagó- mjölinu, sem áður hefur verið hrært út í köldu vatni. Súpunni er síðan hellt yfir eggjarauðuna og sykurinn, sem áður hefur verið vel hrært. Litlir brauðbitar, brúnaðir í smjöri og sykri eru bornir með, eða tvíbökur. í staðinn fyrir rabarbarann og vatnið má auðvitað nota rabarbarasaft. HÚSRÁÐ Það er sjálfsögð regla að þurrka ryk af daglega. Mjúkur klútur er notaður og þurrkað af öllu, sem inni er, smáu sem stóru. Klútinn þarf að hrista oft úti og þvo hann a.m.k. einu sinni í viku, því að óhreinan klút er gagnlaust að nota. Þvotta- skinn, sem undið hefur verið úr volgu vatni, er ágætt að nota til þess að þurrka af með einu sinni í viku. Þegar spil eru orðin óhrein, er bezt að hreinsa þau með steinolíu. Það er gert á þann hátt, að maður vefur dálítilli bómull um vísifingur- inn og bleytir hana aðeins með steinolíu og nuggar spilið lauslega. Þvi næst er þurrkað með hreinum Tízkumynd Pat Raphael sýnir hér sundföt, sem búin eru til úr sjö gluggatjalda- hringjum, og hálfum meter af lérefti. Hringirnir eru huldir grænu efni. (Myndin er frá J. Arthur Rank kvikmyndafélaginu, London). og þurrum bómullarklút. Þegar spil- in hafa verið hreinsuð báðum megin, er gott að nudda þau með talkúmi, þá verða þau hál. Síðan skal breiða úr spilunum til þess að steinolíulykt- in hverfi. Mæður ættu að hyggja vel að því, að ekkert slys verði, er þær láta börn sin nota baðkerið til þess að sigla „skipum" á. Dæmi eru til, að börnin hafi dottið í kerið og drukkna. Viss- ara er, að móðirin hafi bala í eldhús- inu, þar sem bömin geta „siglt" og hún haft stöðugt eftirlit með þeim. Hreinar léreftstuskur keyptar háu veröi. Steindórsprent h.f. Við höfum áður rætt um nauð- syn þess, að feður tækju sem mestan þátt i uppeldi barna á allan hátt. Það verður til þess að sam- bandið milli barns, föður og móður verður traustara og einlægara og og þannig bein tilstuðlun þess að fjölskyldulífið verði hamingjusamt og reist á styrkum stoðum. Og þetta er ekki aðeins stundarhagnaður, heldur hornsteinn þess að f jölskyldan geti um öll ókomin ár lifað í ein- drægni saman. Auðvitað eru enn til margir ungir feður, sem ekki vilja sinna barninu fram yfir það sem siður var for- feðra þeirra í marga ættliði. En skoðun mín er sú, að feðumir eigi í ýmsum tilfellum að taka að sér þau störf, sem lengi hafa aðeins verða talin heyra til mæðrunum, s. s. að gefa barninu að borða, halda því að pissa og annað því um líkt. En hér er við ramman reip að draga. Það þykir víst ýmsum ókarlmannlegt að handfjatla börnin um of. Það mun jafnan vera svo, að fyrst eftir giftinguna hjálpa eiginmennirn- ir konum sínum við heimilisstörfin og létta henni þannig ekki einungis vinnuna, heldur stuðla að því, að eiga saman með henni fleiri gleði- stundir en ella. En þessu ættu eigin- mennimir að halda áfram fram eftir ævinni þó einkum og sér í Jagi, þeg- ar böm era á heimilnu. Hjá drengj- um, sem þanníg vaxa upp við það, að feður þeirra hjálpa konu sinni við hin margvíslegu heimilisstörf, myndast eðlilega sú skoðun, að það sé karlmannleg dyggð að taka þátt í heimilisstörfunum og þannig drekka næstu kynslóðir í sig það álit. Hugs- ið ykkur, hvort drengir muni ekki er þeir vaxa upp og eignast konu og heimili, hjálpa henni við eldhússtörf- in, ef feður þeirra hafa verið vanir því. Peðumir eiga heldur ekki einung- is að hjálpa til við að þvo upp, skúra gólfin, þurrka af o. s. frv. heldur einnig að sinna þurftum barn- anna. Þeir mega gjarnan klæða þau á morgnana, leika við þau, hjálpa þeim við námið ræða við þau og hlusta á þau tala um áhugamál sín. Allt þetta verður til þess að gera sambandið mílli föður og barna nán- ara, ást þeirra hvers til annars verð- ur dýprí og andrúmsloftið innan fjöl- skyldunnar hreinna. Við þetta gefst konunni meiri tími til hvíldar. Og hún getur að ýmsu leyti verið áhyggjulausari um vel- ferð heimilisins, þótt hún sjálf for- fallist vegna veikinda, eða brottfar- ar, sem aðkallandi er. Hún veit, að í höndunum á föðurnum eru bömin hólpin og geta notið nauðsynlegrar umönnunar og aðhlynningar. Þetta getur líka bókstaflega verið til pen- ingasparnaðar; þar sem ekki er þörf á að taka neina húshjálp. Ef maður- inn vill nota þannlg frístundir sínar stuðlar hann í hvívetna að bættum hag fjölskyldu sirtnar, efnalega og andlega. Anna prinsessa Þessi mynd sýnir önnu núverandi eiginkonu Mikaels Rúmeníukon- ungs, velja sér kjólaefni í París.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.