Vikan


Vikan - 21.07.1949, Blaðsíða 11

Vikan - 21.07.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 29, 1949 11 Framhaldssaga: i : * « t « * i « « B « I I • : « > i : I * Beiskur 30 drykkmr A Astasaga eftir Anne Duffield „Nei. Ég óska ekki ráða, Alec. Ég verð sjálf að sjá fyrir mér. Ég var bara dálítið hissa, — ég á við, ég er hvorki sár eða leið,“ flýtti hún sér að bæta við, langt því frá! En þér hafið skipt um skoðun.“ „Ég hef ekki skipt um skoðun," svaraði Alec. „En ég get ekki ráðið yður eins og mér væri næst skapi. Ég er alls ekki áhugalaus. Það hef ég aldrei verið, en ég reyndi að draga mig út úr.“ Hún leit á hann stórum, spyrjandi augum. „Alec! Nei — nei-------.“ Hún vissi ekki sjálf, hvað hún ætlaði að segja. Hin fyrsta hugsun hennar var óttinn við að missa góðan vin. Það var eins og hann hefði lesið hugsanir hennar, því að hann svaraði mjög rólega: „Við skulum ekki minnast á þetta framar, Celía. Gleymum því, sem ég hef sagt. Og nú verð ég að fara frá yður. Hvað ætlið þér að gera?" „Ég ætla að ganga yfir og hitta Annettu." Hún var mjög föl, er hún sagði þetta, en samt var hún mjög ákveðin i máli. „Ágætt! Þá næ ég í yður á Sedrushlíð klukk- an tvö.“ „Hann greip hönd hennar og þrýsti hana fast, eins og hann væri að innsigla samning. Hið hlýja, fasta handtak gerði hana aftur rólega — hún mundi aldrei missa þennan vin sinn. Er hann var farinn, stóð hún lengi og horfði á eftir honum og hvíslaði loks nafn hans blíð- lega: „Alec!“ Og allt í einu eldroðnaði hún i framan. Hin háa mynd hans fjaraði út fyrir sjónum hennar, er augun fylltust af tár- um. Svo sneri hún sér við, ákveðin í skapi, greip hatt og hljóp eftir stígnum, sem lá heim til Sedrushlíðar. Mam’ Easter tók á móti henni í dyrunum. Kringlótta, kolsvarta andlitið hennar var tekið og það var ekkert geislandi fagnaðarbros á vör- um hennar, eins og venjulega. „Komið inn, frú Celía," sagði hún. „Þér hafið gengið of hart i þessu brennandi sólskini. Þér lítið ekki vel út.“ „Mér líður vel, Mam’ Easter. Hvernig líður Annettu? Get ég fengið að koma inn til hennar?" „Hún er uppi í herbergi sínu, frú Celía. Hún hefur hvorki talað né grátið. Ég veit ekki, hvað ég á að gera. Farið upp til hennar — kannske getið þér eitthvað gert." „Hvar er fröken Olga?" „Hún er veik, — í rúminu. Þér þurfið ekki að fara til hennar." Celía gekk hratt upp stigann og barði að dyr- um hjá Annettu. Það var ekki svarað. Hún opn- aði dymar og sá Annettu sitja úti við glugga, enn klædda í hvíta kjólinn, er hún hafði verið í um kvöldið. Hún var náföl og með starandi augu. Hún virtist ekki gefa því gaum, er Celía kom inn. „Annetta, elsku hjartans Annetta." Celía. kraup á kné við hliðina á stólnum, er Annetta sat í og tók hana i fangið. Annetta horfði bara á hana. Celía tók að strjúka gullið hár hennar og þrýsti henni þétt að brjósti sínu. En Annetta sagði ekki eitt orð. „Elsku Annetta min, viltu ekki tala við mig?" „Það er ekkert að segja." Rödd Annettu var mjög lág og þreytuleg. „Ó, Annetta, ég skil það svo vel. Veslings stúlk- an mín, elsku barnið mitt — —.“ Svo féll hún saman og undraðist yfir sinu eigin veiklyndi og grét beisklega. En það var Annettu aðeins til góðs. Því að eins og Mam’ Easter sagði, hafði hún hvorki tal- að né grátið, en hafði þó ríka þörf fyir það. Og það leið heldur ekki á löngu þar til hún var farin að gráta líka. Hún grét svo ofsalega, að Celía skelfdist við. Celía hélt henni fast upp að sér, meðan mestu gráthrinurnar stóðu yfir, án þess að segja orð. Loks varð Annetta rólegri. Hún lá magn- þrota við barm Celíu, en rétti svo úr sér með barnslegri hreyfingu, teygði fram varirnar í beiðni um koss. „Ég er svo glöð, að þú skyldir korna" sagði hún. „Ó, Celía, hvað á ég að gera? „Elsku Annetta — hvað getum við gert -— öll? Við verðum að þola þetta — og reyna að vera tápmikil — eins og við framast getum.” „En ég elska hann svo mikið. Ó, Guy, Guy — —“ Hún huldi andlit sitt og grét beisklega. Celía fann að hún hafði skilið allt, án þess að henni hefði beinlínis verið skýrt frá því. Hún hafði ekkert heyrt nema hið villta hróp Celíu um nóttina, og hún hafði strax skilið, hvað það meinti. Hún þekkti greinilega eyna og leyndar- mál hennar. Að andartaki liðnu lyfti hún aftur höfði minu, kinnar hennar loguðu og hin yndislegu augu voru mjög villt. „Celía, Celía, það er allt mér að kenna. Ég kom honum út í þetta!" „Annetta, elsku Annetta, reyndu að stilla þig. Þú veizt ekki, hvað þú segir." „Jú, ég veit hvað ég er að segja. Ef ég hefði, ekki verið svona grimm og vond — ■—“ „Hvenær varstu vond, Annetta?" „1 fyrrakvöld. 1 skóginum. Hann — hann —“ Hún dró andann með erfiðismunum —. Ég var hrædd. Og síðan reið. Hann hræddi mig. Ég sagði við hann, að ég hataði hann. Ég sagði, að ég skyldi fyrirfara mér. Ég hljóp í burtu og vildi helzt drepa mig, en ég þorði það ekki. Mig langaði ekki til þess að lifa, Celía, eftir að hafa séð Guy svona. Ég hrópaði þetta til hans og og hljóp burtu." Hún þagnaði og skalf frá hvirfli til ilja, en Celía þrýsti henni æ fastar að sér. „Annetta — veslings Annetta." „Ég skil þetta ekki,“ hvíslaði Annetta. „Hann. vildi tala við mig í gær, en ég vildi ekki sjá hann. Ég hélt kyrru fyrir í rúminu. Og allt einu varð það allt svo skýrt fyrir mér. Ég skildi. Ég vissi, að það var ekki til neins lengur af því að ég elskaði hann svo mikið." „Elsku barn." Rödd Celíu var varla heyran- leg. „Og svo ætlaði ég að hitta hann og segja honum frá því,“ hélt Annetta áfram hásum rómi. “Ég vissi, að hann mundi vera heima. Við höfðum dálitið merki, sem hann hlaut að lieyra og koma til mín. En þegar ég kom i skógar- jaðarinn, sá ég þig með honum. Ég vildi ekki, að þú sæir mig, svo ég hljóp í felur. Ég beið þess. að þið kæmuð til baka. En þú komst ein, Celía — Celía, það var of seint. Og ég get ekki sagt honum, hvað mér þykir fyrir þessu.“ „Ó,------“ Celía reyndi að finna hin réttu orð. Hvað átti hún að segja? Og hver var hinn eigin- legi sannleikur, er fólst í orðum Annettu? Hafði hún bara orðið hrædd? Hrædd við að sjá þenna dreng, sem hún elskaði svo heitt, vitfirringi líkan ? En Annetta var ekki í því skapi, að hægt væri að spyrja hana. „Annetta," sagði hún, hlustaðu á mig. Það var ekki á neinn hátt þér að kenna, hvernig Guy er kominn. Þetta hlaut að koma fyrir. Og í alvöru talað, ef Guy hefur gert þig hrædda þarna um kvöldið, þá var það sjúkleika hans að kenna. Hann vissi ekki, hvað hann gerði." Annetta skalf. „En ég var vond við hann.“ „Nei, þú varst það ekki. Guy mundi fyrstur allra hafa viðurkennt það. Hann hlýtur að hafa elskað þig þeim mun heitara, einmitt af þvi, að þú varzt. Heldurðu, að þú skiljir, hvað ég á við?" „Já, það held ég. En, Celía, ef ég bara hefði talað við hann í gær. Þá hefði ég getað sagt honum, að mér þætti þetta svo leiðinlegt. Ó, Guy, Guy, hvað á ég að gera?“ Hún féll saman aftur og huldi andlit sitt við brjóst Celíu. Celía gat ekkert sagt, hún gat einungis hald- ið utan um hana. Hún hafði enga huggun að bjóða. ÞaS var hvergi huggun að finna i þessum hræðilega harmleik. Hún sat þarna með Annettu í fanginu og starði fram fyrir sig án þess í raun- inni að sjá, meðan sorg hennar breyttist í rétt- láta reiði. Þetta — eins og allt annað hér -— hefði aldrei átt að koma fyrir. Það hefði átt að vaka yfir Annettu það átti að senda Guy burt. Þetta mál hefði aldrei átt að fá tækifæri til þess að þróast. Hvernig hafði Olga dirfst að koma hingað með stjúpdóttur sína? Og síðast en ekki sízt, hvern- ig hafði hún dirfst að ganga að áformi Lanees- um að Annetta giftist Guy til þess að bjarga Fairfax. Til þess að tryggja fjölskyldunni pen- inga hennar. Þetta var glæpsamlegt. Já, þau voru bæði glæpamenn. Dyrnar opnuðust hægt og Mam’Easter kom; inn með bakka. „Klukkan er meira en eitt, frú Celía." „Þökk fyrir, Mam’Easter. Ég er að reyna að telja Annettu á að fara í rúmið." „Nei, nei. Parið með mig burt!“ „Já, það mundi vera það alskynsamlegasta, sem hægt væri að gera, frú Celía. Þetta hús er ekki ætlað fyrir hana nú. Olga hefur fengið eitt af sínum köstum. Og hinar frúrnar á Rósalundi eru alveg utan við sig — svo að ég hef nóg að gera. „En ég verð þó að spyrja frú Branson." ,.Nei, nei,“ hrópaði Annetta. „Við mamma rifumst I gær. Hún er reið við mig. Taktu mig héðan burtu." „Gott!“ Rödd Celíu var allt i einu bitur." „Mam’Easter, pakkið niður dóti Annettu. Ég ætla með hana með mér til Fairfax." Þegar Alec Mackenzie kom á slaginu tvö til þess að ná í Celíu, fann hann hana úti í garð- inúm ásamt Annettu er lá á bekk, sveipuð í ullarvoð, þrátt fyrir hið sterka sólskin. „Er Annetta veik?" spurði hann.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.