Vikan


Vikan - 28.07.1949, Side 3

Vikan - 28.07.1949, Side 3
VIKAN, nr. 30, 1949 3 RIFIÐ Það hafði verið svo hvass norðanstorm- nr, að lóðsbáturinn hafði ekki treyst sér út að e.s. Flamingo, sem lá sökkhlaðið fyrir utan Tampicorifið. Vélarnar voru ekki látnar ganga meira en svo, að skipið rétt andæfði, og öðru hvoru skullu hol- ckeflur yfir þilfarið og sendu jafnvel skvettur niður um loftventlana, svo að vélamennirnir og kyndararnir sárbölvuðu. Tveir menn birtust uppi á lyftingunni við reykháfinn og fóru að bisa við að snúa ventlunum undan ágjöfinni. Það voru Eng- lendmgurinn Fairfield og Skotinn Clyde- bánk. Sjórinn var allur í löðurkófi, svo að varla sást til lands, en þó mátti greina kirkjuturninn í New Tampico. — Ég þekkti einu sinni stúlku þarna, sagði Fairfield og kinkaði kolli í áttina til borgarinnar. Hún var kynblendingur, með mjúk, svört augu, og mittið á henni var ekki gildari en fimmeyringur. Þegar við komumst í land, ætla ég að heimsækja hana. í sama bili kom sjógusa yfir þá og gerði þá holdvota. -— Dallurinn sekkur eins og steinn, ef hann fær margar svona á sig, sagði Skot- inn. Ég get svarið, að ég heyrði bolta drag- ast út úr byrðingnum, þegar hann lagðist á hliðina. Ef lekinn eykst, hafa dælurnar ekki við. — Hvern fjandann gerir það til, þó að dallurinn sökkvi? Þú átt ekkert í honum og dótið þitt er ekki krónuvirði. Og ef þú bjargast í land, verða þér gefin föt og þú verður sendur ókeypis eitthvað út í buskann. En ef ég kemst lifandi í land, fer ég strax og heimsæki stúlkuna mína. — Hver er hún annars, þessi stúlka, sem er hér um borð, og þú ert alltaf á þönum eftir? — Ég veit það ekki, en hún er einmana, og ég hef verið að stytta henni stundir með því að tala við hana. Þú hefur ekk- ert vit ú kvenfólki, Clydebank, svo að það er ekki von að þú skiljir svoleiðis. — Guð minn góður! hrópaði Skotinn. Sjáðu þarna! Stúlkan, sem þeir höfðu verið að tala um, hafói komið upp á þilfarið, án þess að þeir hefðu tekið eftir því, og í sama vetfangi hafði holskefla sópað henni fyrir borð og nú barst hún með hvítfyssandi öldu aftur með skipshliðinni Clydebank. ætlaði þegar að stökkva út- byrðist á eftir henni, en Englendingurinn náði á síðacta augnabliki taki á honum og kastaði honum eftir þilfarinu. — Láttu þér ekki detta í hug, að ég láti þig grípa mitt tækifæri, sagði Fair- field og steypti sér umsvifalaust í sjóinn. Þetta hafði ekki tckið nema nokkrar sek- úndur. — Maður fyrir borð! æpti Clydebank og hljóp upp á stjórnpall, þar sem bjarg- Þýdd smásaga hringirnir voru. Hann skar á böndin, sem héldu þeim og kastaði þeim útbyrðis. — Tveir eru nóg, sagði stýrimaðurinn sem var á vakt, þegar hann sá, að Skot- inn hélt áfram að kasta hringjum út. — Út með bát! hrópaði Clydebank. — Hvaða bátur heldur þú að haldist á floti í þessum sjógangi, fíflið þitt! öskraði stýrimaðurinn. Auk þess er sjórinn krök- ur af hákörlum. Þeir verða búnir að eta þau, áður en við komumst til þeirra. — Skipstjórinn var nú kominn upp á stjórnpall og Skotinn sneri sér til hans til að biðja um bát. — Það er sjálfsmorð, sagði skipstjórinn. — Þá gerum við Rakes og ég tilraun. Við ætluum ekki að láta hann synda þarna ©inan síns liðs. — Takið þá bakborðsbátinn. Ég skal slá skipinu undan, meðan þið setjið út bátinn. — Ég vil fara með þeim, sagði stýri- maðurinn. „Nei, herra minn, sagði Clydebank. Við kyndararnir höfum einkarétt á þessu verki. Eftir margar atrennur tókst loks að koma bátnum út. Rakes stýrði, en Clyde- bank stóð hálfupprétur í miðjum bátnum og skimaði eftir Fairfield og stúlkunni. En það var erfitt að koma auga á þau, því að særokið blindaði hann annað veifið. Ætlunin var að láta bátinn reka þang- að, sem þeir hugðu að þau Fairfield væru, taka þau um borð og draga síðan bátinn aftur að skipshliðinni, því að hann var bundinn við skipið með kaðli. Úr því sem komið var, átti þessi fyrirætlun að geta heppnast. En nú kom babb í bátinn. Þegar skipstjórinn hafði slegið Flamingo undan, tóku sjóarnir að skella á skipinu flötu og allt ætlaði um koll að keyra. Skipstjór- inn hafði búizt við þessu, þegar hann á- kvað að aðstoða björgunarbátinn, en hinu hafði hann ekki búizt við, að velturnar yrðu svo miklar, að farmurinn hreyfðist til í lestunum. En það var einmitt það, sem skeði. Eftir að einn stórsjórinn hafði lent á skipinu, rétti það sig ekki aftur. Það hallaðist mikið á annað borðið og skip- stjórinn sá, að skipið myndi farast, ef hann sneri því ekki tafarlaust upp í vindinn. Hann tók nærri sér að verða að yfirgefa kyndarana tvo í bátnum og manninn og stúlkuna, sem héldu sér uppi með bjarg- hringnum — ef þau voru þá ekki drukkn- uð, — en hann átti ekki á öðru völ. Hann mátti meira að segja þakka fyrir, ef hon- um tækist að bjarga skipinu með þeim þrjátíu sálum, sem eftir voru um borð. Hann gaf skipun um að setja vélarnar á fulla ferð og sneri skipinu upp í veðrið. Clydebank skildi strax, hvað um var að vera og tók því með jafnaðargeði. — Karlinn er lagður af stað á fullri ferð. Ég er annars hissa, að hann skyldi bíða svona lengi. Réttu mér hnífinn, Rakes, ég ætla að skera á kaðalinn. Við verðum keyrðir í kaf, ef við látum hann draga okkur. Báturinn snerist í hring og hálffylltist af sjó, en síðan rak hann hratt í áttina til Fairfields og stúlkunnar. Þau hengu enn í bjarghringnum, en voru orðin ör- magna. Kyndaramir þrifu í hár þeirra og föt, og með erfiðismunum tókst þeim að koma þeim upp í bátinn. — Ef ég hefði segldulu, skyldi ég sigla yfir rifið, kallaði Rakes. Clydebank leit til strandarinnar. Brimið virtist vera óslitið, ekkert sund var að sjá. Þeir vissu, að fljótsmynnið var, þar sem vitinn stóð, en brimið var eins æðis- gengið þar og annarstaðar. • En þetta var þó eina undankomuleiðm, og þeir ákváðu að hætta á hana. Það var ó- hugsandi að reisa siglutréð í slíku veðri, en með því að beita öllu afli, tókst Clyde- bank að reisa ár með ofurlitlu segli. Nú þaut báturinn áfram og nálgaðist óð- fluga rifið, sem svellandi brimið braut á. Hvergi var hægt að koma auga á sund, þar sem sá í grænan sjó. Allt var snjó- hvítt, löðrandi brim. Á næsta augabragði var báturinn kom- inn inn í mitt brimlöðrið. Holskeflurnar hvæstu og öskruðu allt í kringum þau og báturinn kastaðist til og frá eins og kork- tappi. Árin, sem þeir notuðu fyrir siglutré, kubbaðist eins og eldspýta við þóftuna. Rakes lét blótsyrðum rigna, af því að hann hafði misst alla stjórn á bátnum. I næstu andrá var báturinn kominn inn á tiltölulega kyrran sjó, fyrir innan rifið. Bátinn rak nær landi, og nú tóku þau eftir tveim svörtum hákarlsuggum í kjöl- farinu. Clydebank lyfti stúlkunni upp á þóft- una og fór að tala við hana. Og hún fór ósjálfrátt að lagfæra á sér kuðlaðan og gegnvotann kjólinn. Fairfield settist aftur í skut hjá Rakes. — Það er annars heppilegt, tautaði hann við vin sinn, að það er ekki ætlazt til að maður kvænist ókunnugum kvenmanni, sem maður bjargar frá drukknun. Bíddu þangað til þú sérð stúlkuna mína í Tamp- ico! Guð minn góður! Hvílíkt vaxtarlag! Á lögfræðiskrifstoíu: ,,Ég fór í sumarfrí í fyrra til Kanada, en maðurinn minn til Mexikö, og síðan hef ég ekki séð hann.“

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.