Vikan


Vikan - 28.07.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 28.07.1949, Blaðsíða 13
13 \IKAIÍ, nr. 30, 1949 Þjofarnir voru engir viövaningar. Holm forstjóri hafði tekiö að sér stjórn mikils búgarðs i héraðinu Bihar í Indlandi. Hérað þetta er af- skekkt. Forstjórinn var nýfluttur og hafði. komið öllu dóti sínu í röð og reglu. Nú sat hann á vekksvölum íbúðar- hússins og Jörgen, sonur hans, hjá honum. Holm forstjóri kom auga á ind- verskan dreng úti fyrir húsinu. Drengurinn hneigði sig r kveðjuskyni og brosti. Hann endurtók kveðjurnar og horfði upp til hvítu mannanna á veggsvölunum. „Hvaða náungi ætli þetta sé?“ sagði Jörgen. „Hvert mun erindi hans vera?“ „Það munum við brátt fá vitneskju um,“ sagði faðir hans og kallaði til ókunna drengsins: „Komdu upp til okkar.“ Drengurinn kom upp á svalirnar og hneigði sig djúpt. Forstjórinn mælti: „Hvað er þér á höndum? Hvers óskar þú?“ Drengurinn svaraði: „Sahib ný- fluttur hingað. Sahib ekki þekkja háttarlagið hérna.“ Holm svaraði: „Það er alveg rétt. En ég hefi verið víða I Indlandi, og býst við að hér sé ástandið eins og gengur og gerist.“ Drengurinn hristi höfuðið. Hann mælti: „Jú, hér vera öðruvísi. Hér í Bikar vera margir þjófar. Öll Dacoit ættin vera þjófar. Þeir stela allir. Sahib hafa þörf fyrir góðan vörð“ (chow- kidar). „Jæja,“ sagði Holm. „Þetta er erindið. Þú vilt fá starf hjá mér, sem vörður." BARNASAGA Drengurinn kinkaúi kolli og sagöi: „Sahib þurfa vernd, annars allt vera stolið." Forstjórinn svaraði kuldalega: „Ég þarf enga vernd. Ég hefi vinnumenn, er gæta þess sem hér er.“ Drengurinn kvaddi feðgana kurt- eislega og fór sina leið. Jörgen hló og mælti: „Þetta var skrítinn Indverji." „Já,“ svaraði faðir hans. „En hann hafði rétt að mæla. Bikar er alræmd- ur staður vegna þjófa. Þeir eru tald- ir listamenn í þessari grein. Við skul- um gæta okkar í nótt. Það ætti að vera hægt að fyrirbyggja það að frá okkur sé stolið.“ Áður en forstjórinn gekk til hvílu áminnti hann menn sína um að hafa andvara á sér, vegna þjófahættu. Svo háttuðu feðgarnir og settu upp flugnanetið. Þeir voru svefnstyggir og álitu að ekkert hljóð eða þrusk færi framhjá þeim. Þegar leið á nóttina vaknaði Jörgen við afarlítið þrusk. Hann vakti föður sinn, og þeir þrifu skammbyssur sín- ar. „Það er einhver uti fyrir,“ hvísl- aði Jörgen. Þeir læddust út og gengu umhverfis húsið. Þá heyrðist mjálm og Jörgen brá ónotarlega. Hann sagði: „Það er þó vonandi ekki tígrisdýr komið hingað heim að húsinu.“ „Nei,“ svaraði faðir hans. „Þetta var kattarmjálm. Þeir innfæddu eigá ketti. Það er ekkert varhugavert hér að ég bezt fæ séð í myrkrinu." Holm hló skyndilega og sagði: Veiztu þetta — ? Mynd að ofan: Sagt er, að eftir orustuna við Balaklava á Krím 1854 hafi landsvæðið bókstaflega verið þakið rússneskum fallbyssukúlum. Mynd að neðan til vinstri: Skeljategund náskyld kuðungum gefa frá sér dýrmæta gimsteina. — Mynd í miðju neðan til: Ein af hverjum átta kon- um í Bandavíkjunum giftist tvisvar. — Mynd að neðan til hægri: Art Johnson, Pipestone, Minnesota, safnaði 27 þús. smápeningum, sem hann geymdi í tóbaksdósum. „Þú hefur verið svo ruglaður að þú hefur sett upp sólhjálminn um há- nótt.“ Jörgen þreifaði á höfðinu. Jú, þetta var rétt athugaö. Náttföt og sól- hjálmur. En sá búningur. Jörgen tók hjálminn ofan og hengdi hann á grein er hann fann rétt hjá sér þó aö dimmt væri. Hann mælti: „Þeir geta ctolii) hjálminum ef þeir vilja. Ég hefði gaman af að vita hvort þeir geta fundið hann i myrkrinu." Feðgarnir fóru inn i húsið, og sváfu til morguns án þess neitt gerðist. Þegar þeir vöknuðu um morguninn blasti við þeim skringileg sýn. Úti fyrir húsinu stóðu öll þau hús- gögn er í því höfðu verið: Borð, stólar, skápar, útvarp .grammófónn og ýmislegt ileira gat þarna að líta. Á borðstofuborðinu lágu úr þeirra og peningaveski. Þetta allt haföi verið flutt út um nóttina. Feðgarnir horfðu forviða livor á annan. Holm mælti: „Jæja, þjófarnir hafa heimsótt okkur þrátt fyrir öryggis- ráðstafanirnar.“ Þeir rannsökuðu peningaveskin. Ekkert hafði verið tekið af peningun- um. Þá kom indverski drengurinn bros- andi til þeirra, hneigði sig og rétti Jörgen sólhjálminn. Hann mælti: „Heldur sahib ekki að sahib hafi þörf fyrir góðan vörð?“ Holm hló og mælti: „Jú, það er vafalaust. Ég ræð þig hér með til þess að gegna þessu starfi.‘ Jörgen stóð og athugaði hjálminn. Indverski drengurinn sá það og mælti: „Hjálminn hengdi ungi sahib- inn á handlegg- minn í nótt. Ég var „tréð“, sem stóð hjá ykkur, og grein- in var armur minn. Ég er af Bhatti- ættinni. En frá þessum degi mun engu verða stolið úr þessu húsi.“ Og þetta stóð heima. Að taka Bhatti-dreng fyrir húsvörð, er bersýnilega eina þjófavörnin, sem er fullnægjandi i Bikar. Biblíumyndir 1. mynd: . . . Koma til hans æðstu prestarnir, fræðimennirnir og öld- ungarnir. Og þeir sögðu við hann: Hvaða vald hefur þú til að gjöra þetta? . . . En Jesú sagði við þá: Ég vil leggja fyrir yður eina spurn- ingu, og svarið mér . . . Var skírn Jóhannesar frá himni, eða frá mönn- um? Svarið mér! Og þeir svöruðu Jesú og segja: Vér vitum það ekki. Og Jesús segir við þá: Þá segi ég yður ekki heldur, með hvaða valdi ég gjöri þetta. 2. mynd: Og hann tók að tala til þeirra dæmisögum: Maður nokkur plantaði víngarð . . . seldi hann vín- yrkjum á leigu og fór úr landi. Og á réttum tíma sendi hann þjón sinn til vínyrkjanna til að taka við nokk- uru af ávöxtum víngarðsins hjá vín- yrkjunum. Og þeir tóku hann og börðu og sendu hann burt tómhent- an. . . . Enn átti hann eftir einn, elskaðan son; hann sendi hann síð- astan til þeirra . . . og þeir tóku hann og drápu. 3. mynd: . . . En Jesús sagði við þá: Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. 4. mynd: Og hann . . . sagði viö þá: Sannlega segi ég yöur, þessi fátæka ekkja lagði meira en allir þeir, er lögðu i fjárhirzluna; þvi að þeir lögðu allir af nægtura sínum, en hún lagði af skorti síhuí.i r.K'; það scm hún átti, a!la björ.r sinr..

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.