Vikan


Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 40, 1949 Garth kom seint heim til kvöldverðar, sem ekki var óvanalegt á miðvikudögum. Hann hirngdi og sagði, að hann kæmi seint, og, þegar hann kom heim, gekk hann beint inn í dagstofuna, þar sem Nada sat. ,,Mér leiðist þetta mjög mikið,“ sagði hann af- sakandi, ,,en ég hef aðeins tíma til að gleypa í mig matnin áður en ég fer af stað aftur.“ „Sjúkraheimsókn aftur — ?“ spurði hún og hristi höfuðið álasandi. „Ég þarf því miður að fara upp i sveit,“ sagði hann og hellti sherry í glas: „Mér finnst það enn leiðinlegra, þar eð ég get ekki komizt aftur fyrr en snemma á morgun. En — það er mjög nauð- ysnlegt." Hann var fölur og mjög þreyttur, og þegar Nada hugsaði um, hve erfitt starf hans var, og svo allt, sem hann hafði auk þess orðið að þola, vorkenndi hún honum takmarkalaust. „Er það sami sjúklingurinn, og þú hefur orðið að fara til áður?“ spurði hún. Hann forðaðist að líta á hana. „Já-------“ „En hversvegna getur þú ekki farið þangað á hentugri tíma?“ spurði hún þreytulega. „Eins og ég hef áður sagt þér — sjúkdómur kemur ekki á ákveðnum tímum.“ Enda þótt hann brosti, var svar hans nokkuð stutt, og hann fór strax út úr stofunni. Nada, sem var vön meira en vanalegri tillits- semi, velti fyrir sér, hvort hann vorkenndi þess- um sjúkling, sem hann var kallaður til í annað sinn, eða hvort einkennileg framkoma hans væri í sambandi við persónulegt samband þeirra. Með- an á máltíðinni tsóð, tók hún eftir, að hann var taugaóstyrkur eða órólegur, og, að hann var mjög utan við sig. Þegar er hann hafði borðað fyrsta réttinn, gekk hann til hennar, og lagði höndina á öxl hennar. „Pyrirgefðu," sagði hann. „Þetta er í rauninni ófyrirgefanlegt." „Þú getur ekki gert að því,“ sagði hún og neyddi sína eigin rödd til að vera glaðlega. „Nei, það get ég ekki. Ég skal reyna að koma eins fljótt aftur og ég get. Við sjáumst í það minnsta við morgunverðinn." Hann beygði sig niður til að kyssa hana á hárið. Augnablik fann hún til mikillar löngunar til að leggja handleggi sína um háls hans og draga andlit hans að sínu, en einmitt þá kom stofustúlkan inn í stofuna. Þegar Garth var farinn, mundi Nada eftir, að hún hafði ekki enn látið bréfið til hans þar, sem hann gæti fundið það. Jæja, þá yrði það að bíða þangað til hann kæmi heim. Þegar Garth kom út á götuna, kallaði hann á bíl, sem ók framhjá, og meðan hann ók áfram, hallaði hann sér aftur á bak í stólnum og starði brúnaþungur fram fyrir sig. Hann gat ekki hugsað sér að ljúga í Nödu. En ekki var hægt, eins og á stóð að segja henni sannleikann, ekki hægt að skýra frá því, að hann fór upp í sveit í kvöld — eina kvöldið, sem var fritt alla vikuna — vegna þess, að Lissa Grey hafði hringt. Hann hafði ekki séð Lissu frá því að Tony kom heim, eh honum fannst hann bera enn meiri ábyrgð á herini nú. Hann vissi, að þetta var ekki rétt, að Tor,y ætti nú að taka á sig alla ábyrgðina, en Tony hafði ekki sýnt nein merki þess að vilja taka hana á sig. Hann hafði sagt, að það yrði ekki til góðs. „Mér er ljóst, að, ef ég hitti hana nú í þessu taugaástandi, sem hún er í, mun það aðeins gera illt verra,“ hafði hann sagt mjög rólega. „Auð- vitað er ætlun mín sú, að taka þetta að mér, en þú verður að gefa mér tíma til að jafna mig fyrst — —“ Þetta gerði Garth reiðan, en hann var annars þeirrar skoðunar, að, ef þau tvö hittust, myndi það aðeins gera illt verra. Hann gat einnig séð á stutta samhengislausa bréfinu, sem hann fékk frá Lissu sem svar við bréfi sínu, að hún var hrædd við að hitta Tony, enda þótt hún gerði sér það augsýnilega ekki ljóst sjálf. Og þessvegna hafði ekkert skeð fyrr en nú 'í kvöld, er hún hafði hringt til hans og sagt, að hún yrði að tala við hann, og ef hann gæti ekki komið til hennar, myndi hún koma til London. Engin lest fór svona seint til litlu þorpsstöðv- arinnar, þar sem Lissa bjó. Garth varð að taka bil við næstu stöð, og, þegar hann ók áfram í dimmu umhverfinu, fann hann til mikils leiða og þreytu. Hann óskaði eftir að þetta mál hefði aldrei komið honum við. En nú, þar eð það kom honum við, mátti hann ekki skerast úr leik. 1 fyrsta skipti var hann reiðubúinn að viður- kenna fyrir sjálfum sér, að hann hafði unnið of mikið, og hann ákvað að taka sér fri nokkra daga. Þegar billinn stanzaði fyrir utan litla húsið hennar frú Dennison, opnuðust dyrnar strax, og gamli húseigandinn stóð þar og gægð- ist út. Garth borgaði bílstjóranum, fór inn og greip báðar hendur gömlu konunnar. „Gott kvöld, Denny — það er gaman að sjá yður aftur. Hvernig líður gigtinni ?“ „Ég hef alls ekki fundið til hennar í vetur,“ svaraði hún. Svo horfði hún á hann og hristi höfuðið. „Herra Garth. Þér hefðuð ekki átt að koma hingað svona seint eftir erfiðan vinnu- dag. Ég sagði við frú Grey, að ekki væri rétt að krefjast þess.“ Hún lækkaði röddina og leit gremjulega að lokuðum dagstofudyrunum: „Hversvegna nægir henni ekki að ráðgast við Dr. Huntley — eða vin yðar í Farley Heath?" „Það er ekki sem læknir, að ég hef komið hing- að. Ég kem til að tala við hana um mikilvægt mál, og þetta er eini tíminn, sem ég get komizt frá bænum. Ég get víst fengið herbergi í Grœna drekanum ?“ „Ég hef séð fyrir því,“ var svarið. „Og nú skuluð þér borða kvöldverð — ég hef hann til- búinn handa yður.“ Hann ætlaði að fara að mótmæla og segja, að hann hefði þegar borðað kvöldverð, þegar dyrnar á dagstofunni opnuðust og Lissa Grey kom inn. „Ó!“ sagði hún. „Mér heyrðist ég heyra í ein- hverjum. En hvað ég er glöð yfir að þér kom- uð.“ Hann' þrýsti hönd hennar og þau fóru inn í stofuna saman, og frú Dennison sneri sér við og lokaði útidyrunum. Þegar Garth sá Lissu I sterkara ljósi, varð hann hræddur við breytinguna, sem orðið hafði á henni. Hún hafði verið föl, þegar hann sá hana síðast, en þó miklu hraustlegri en þegar hún kom til hans í London. En nú var andlit hennar fölt og tekið og auðvelt var að sjá, að hún átti í miklu taugastríði. „Hvað hafið þér gert við yður, Lissa?“ spurði hann rólega. „Hve oft á ég að brýna fyrir yður að þér megið ekki hugsa of mikið?“ En jafnvel, er hann var að segja þessi orð, var honum ljóst, hve vonlaust þetta var. Hún hló biturlega. „Hugsa! Það er ekki hugsun. Það er ■—• hvernig haldið þér, að mér hafi liðið, þegar ég heyrði — fékk að vita það, sem komið hafði fyrir?“ Hann kinkaði kolli. Veslings stúlkan! „Já, það hlýtur að hafa verið hræðilegt áfall fyrir yður — eins og það var fyrir okkur öll.“ Hún settist í einn hægindastólanna við arin- inn og nuddaði hendur sínar, og, þegar hún leit upp, fannst honum, að hann aldrei hefði séð örvæntingarfyllra augnaráð. Hann leit fljótlega undan. Það var hræðilegt að hugsa til þess, að hann alls ekki gæti hug- hreyst hana. „Hvar er Tony?“ spurði hún. „Hversvegna kom hann ekki með yður? Þér hafið sagt honum frá mér — er það ekki?“ „Jú, hann veit það!“ Garth tók stól og sett- ist. Hann vissi, að nú, er hann var kominn hing- að, myndi ekki vera hægt að koma með vífi- lengjur. Það varð að ræða málið. Og hann hélt áfram: „Ég tók hann ekki hingað af því, að samtal undir þessum kringurstæðum myndi ekki hafa góð áhrif á yður.“ „Eruð þér að reyna að segja, að — —“ „Bíðið —“ hann lagði svala hönd sina yfir eirðarlausa hönd hennar. „Ég vil gjarnan, að þér reynið að skilja ástandið. Tony hefur verið veikur í marga mánuði — hann er enn veikur — bæði andlega og líkamlega — og — hann hefur einnig orðið fyrir hræðilegu áfalli." Honum fannst hann segja þetta mjög illa, en hann, sem annars vissi alltaf, hvernig hann átti að haga sér, var skyndilega hjálparvana undir starandi augnaráði hennar. „Eruð þér að reyna að segja mér, að jhann viti um þetta, en hafi hvorki í hyggju að koma til mín né gera neitt?“ spurði hún. MAGGl OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Afi og Kaggi eru að veiða. Afi: Hví heldur þú það? 2. Raggi: Afi! 4. Raggi: Hér höfum við verið fullar fimm 3. Raggi: Við höfum víst lent á vondu miði. mínútur og ekki fengið bein úr sjó ! ! !

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.