Vikan


Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 40, 1949 13 AGÆTIiR KÆLIVOKVI „Að einni klukkustund liðinni lend- um við,“ hrópaði John Morris til Bob Smith vélamanns sins, er var kornungur maður. „Ras Taffari fær evrópiska ölið áður en hin mikla veizla hans hefst. Þetta er ekkert smáræði, þrjátíu kassar af dönsku ágætis öli. Það eru nokkrar flöskur. Keisara Abbessiniu er kunnugt um hve öl þetta er gott.“ „Já," sagði Bob, og brosti út að eyrum. „Við fáum líka laglega þókn- un fyrir þessa auka hraðferð með ölið, sem á að komast til viðtakanda áður en hátíðin byrjar." Þessir tveir flugmenn höfðu hafið sig til flugs i Djibouti, og var ferð- inni heitið til Addis Abeba, sem er höfuðstaður Abessinu. Nafn höfuð- borgarinnar þýðir nýja blómið. En það kemur ekki málinu við. Það haföi verið símað eftir ölinu. Keisarinn, Hailé Selassie, sem frá fornu fari einnig nefndist Ras Taffari og hafði aftur komizt til valda í síðari heimsstyrjöldinni, og var orðinn kejsari (negus), vildi fá það. Italir höfðu lagt land hans undir sig, en nú voru Bandamenn búnir að frelsa það undan oki Itala. Fram að þessu hafði flugferðinni gengið prýðilega. En í sama bili og Bob hafði haft orð á því, brá Morri- son. Hann leit á mælinn, sem sýndi hitann á kælivatninu á bakborðs- hreyflinum. Hitinn hafði stigið úr 75° upp undir 100°. „Það er einhver bilun á kælinum," kallaði Morrison. BARNASAGA Bob flýtti sér að rannsaka þetta. Og innan skamms kom svar hans, sem var uggvænlegt. „Já, vinstri kælirinn lekur mikið. Ég get ekki troðið í gatið, eða gert við það.“ Morrison mælti: „Við verðum að nauðlenda þegar varageymirinn er tæmdur." „En það er hættulegt að lenda hér í þessu fjallalandi." Engan ótta var að heyra i röddinni. Þetta voru hug- rakkir menn. Þeir flugu þegjandi um stund. Hreyfillinn hitnaði óhæfilega mikið, þar sem kælivatnið minnkaði hraðfara. En vatnið frá varageym- inum kom að liði í bili. „Af hverju stafar lekinn ?“ sþurði Morrison. Bob svaraði: „Skrúfur hafa losn- að, og núið gat á kælinn. Þetta er gömul flugvél.“ Flugmaðurinn kinkaði kolli. Hann mælti: „Varageymirinn verður bráð- um tómur.“ Bob svaraði: „Við þyrftum að láta vatnið í honum endast.“ Og skyndi- lega kom honum ráð í hug. Hann mælti: „Við getum það. Við höfum vökva meðferðis. Það er ölið keisar- ans, og dálítið af drykkjarvatni þar að auki.“ „Helltu því í geymirinn,“ öskraði Morrison hrifinn. „Ég held sama hraða.“ Bob var önnum kafinn. Hann opn- aði ölflösku í hvelli, og hellti ölinu á geyminn. Hver lítri af vökva þess- um þýddi aukinn flugtíma vélarinn- ar, og hamlaði því að hreyfillinn of- hitnaði. En það gat haft þær afleið- ingar að kviknaði í flugvélinni. „Haltu áfram. Vertu fljótur,“ kall- aði Morrison. „Lengi lifi danska ölið. Það er skammt eftir í áfangastað." Bob var löðursveittur. Aldrei hafði honum til hugar komið að hann þyrfti að opna svo margar ölflöskur á svo stuttum tíma. Það var mjög heitt við vélina, en hann hlífði sér ekki. Hlökt! Hlökt! flöskulæsingarnar þutu um allt. Svo hellti hann drykkjarvatninu annað slagið saman við- ölið. Ennfremur sódavatni og úr kampavínsflöskum. En mest um ölið. Það rann í stríð- um straumum niður í kælinn — og því miður út um gatið. „Nú eru aðeins fimm kassar eftir," kallaði Bob. „Ágætt,“ svaraði Morrison. „Keis- arinn fær ekkert öl, en við höldum lífi. Ég sé flugvöllinn. Helltu á geym- inn.“ Bob hélt áfram. Enn fórnaði harjn öli úr tveim kössum. En þá voru þeir komnir til Addis Abeba, og lentu með prýði. Þeir stigu út úr flugvélinni og þerruðu af sér svitann. Morrison mælti: „Þetta var erfið flugferð. En allt fór vel.“ Hann brosti. „Já,“ svaraði Bob. „En það var okkar ágæta kælivökva að þakka.“ Nokkrir Abbisinumenn þyrptust að flugmönnunum. Mjög prúðbúinn mað- ur kom til þeirra félaga og mælti: „Hafiö þið meðferðis ölið til keis- arans? Ég er eldhússtjóri hjá hans hátign.“ Bob mælti: „Já, en sumt af ölinu hefur rokið, eða runnið út í loftið. Eftir eru einungis þrír kassar.“ „Þrír kassar,“ endurtók mat- reiðslustjórinn. „Já, við báðum ekki um fleiri. Ef þið komuð með þrjá kassa þá er allt í lagi.“ Flugmennirnir horfðu hvor á annan og ráku upp skellihlátur. Morrison mælti: Þá hefur símstöð- in i Djibouli farið með rangt mál. Þeir sögðu þrjátíu kassar. En þetta var heppilegt ranghermi. Án þess hefðum við ekki komist hingað heilu og höldnu." „ölið úr tuttugu og sjö kössum hefur fallið yfir hið þurra land Abbi- siníu. Það var ekki vanþörf á þvi.“ Hann tók fast í hönd Bobs. „Það var þín hugmynd, sem bjarg- aði okkur." Bob hló og svaraði: „Já, og þessi ágæti kælivökvi. Hann er ógleymanlegur. Danska ölið er prýðilegt." BÍBLÍUMYNDIR Veiztu þetta ? Mynd til vinstri: „Fötin skapa manninn," segjum við íslendingar, en Mexikóbúar segja: „Hatturinn skapar manninn!“ Mynd í miðju: 1 Banda- ríkjunum eru notuð 30 þús. pund af lifur í meðalaiðnað. Mynd að ofan t. h.: 1 Nepal eru til einhyrndar kindur. En þær eru það ekki frá fæðingu, held- ur er framin aðgerð á lömbunum ungum, svo að hornin vaxa saman. Mynd t. h. að neðan: Sagt er að Ameríska járnbrautarfélagið kaupi yfir 70 þús. mismunandi vörutegundir, allt frá eldspýtum upp í stórbrýr og flest þar á milli. 1. mynd: Og með þvi að Pilatus vildi gjöra mannfjöldanum til geðs, gaf hann þeim Barrabas lausan, og lét húðstrýkja Jesúm og framseldi hann til krossfestingar. 2. mynd: Og hermennirnir fóru burt með hann inn í höllina, sem er landshöfðingjasetrið, og kalla sam- an alla hersveitina. Og þeir færa hann í purpuraskikkju og flétta þyrnikórónu og setja á hann. 3. mynd: Og þeir neyða mann, er fram hjá gekk, til að bera kross hans; hann kom utan af akri og hét Símon frá Kýrene. 1. mynd: En Jósef frá Arímaþeu . . . bað síðan Pilatus um, að hann mætti taka likama Jesú ofan,' og leyfði Pilatus það.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.