Vikan


Vikan - 17.11.1949, Síða 4

Vikan - 17.11.1949, Síða 4
4 VIKAN, nr. 46, 1949» Neyðarmerkið V^að er áreiðanlega miklu fleira en flesta grunar, sem óskiljanlegt er,“ mælti hin fagra frú Cardin. Hún var einn gestanna í „La Couronne". En það er geðfelld krá við Leviufljótið í Frakklandi. Frú Cardin var miðpunktur klíku þess- arar, er sat framan við arininn. Eldurinn skíðlogaði. Kvöldið var kalt. Það var trjágrein, sem annað slagið slóst í gluggann, er olli því að gestir þess- ir hófu samræður um drauma, fyrirboða og þessháttar. Einn úr félaginu sneri máli sínu til dr. Langer. Hann sagði: „Álítið þér dr. Lang- er að menn geti dreymt fyrir ókomna ó- hamingju?" Doktorinn hafði setið hljóður fram til þessa. Svar hans var þannig: „Nei, ég trúi því ekki. Draumar eiga rætur sínar að rekja til þess, að menn borða of tormeltan mat áður en þeir ganga til hvílu. Þegar fólk setur drauma í samband við atburði, sem síðar gerast, er það ímyndunaraflið sem þar er að verki. Það ruglar saman óskyldum atrið- um. Eðlilega skýringu er að finna gagn- vart öllu sem fram kemur.“ Monsieur Boussiére, er fram til þessa hafði setið þegjandi, sokkinn niður í sín- ar eigin hugsanir, ýtti kaffibollanum all harkalega frá sér og mælti: „Ef hægt er að láta í té skýringu á öllu sem við ber, vil ég gjarnan heyra álit yð- ar á viðburði, sem ég fyrir skömmu lenti í, og hefur kollvarpað hugmyndum mín- um um yfirnáttúrulega hluti. Ég var á sömu skoðun og læknirinn, hvað þessu við- víkur. Eg áleit allt útskýranlegt. Eg var alls ekki hjátrúarfullur, og hristi höf- uðið yfir frásögnum manna um þessi mál.“ Gestirnir fluttu sig ósjálfrátt nær hver öðrum. Jæja, það var gaman að Monsieur Boussiére ætlaði að segja frá einhverju spennandi. Hann var elzti mað- urinn í hópnum og hafði því vafalaust ýmislegt í pokahorninu. Monsieur Boussiére tók svo til máls. Frásögn hans var á þessa leið: „Þið munið líklega eftir því er „Jean Burt“ sökk úti fyrir Brest? Það var í byrjun styrjaldarinnar. Skip þetta var nýjasta beitiskip franska flotans. Aðeins örfáum mönnum af áhöfninni tókst að bjarga. Ég missti einkason minn.“ Ræðumaðurinn þagnaði. Endurminn- ing hins sorglega viðburðar fékk svo á hann, að hann þurfti að jafna sig nokk- ur augnablik. „Frangais, sonur minn, var nýlega orð- inn tvítugur er hann lét lífið. Hann bauð sig fram, sem sjálfboðaliði. Hann varð. loftskeytamaður á „Jean Burt“, þegar í upphafi stríðsins. Fyrst eftir að ég frétti um fráfall ÞÝDD 5MÁSAGA drengsins míns gat ég ekki trúað því. I heilan mánuð áleit ég að eitthvert krafta- verk yrði þess valdandi að hann kæmi. En að lokum varð ég vonlaus. Ég var eirðarlaus, og tók að flækjast. Ég hefi gist flest veitingahús landsins. En þó að ég ákvæði að búa á sama stað allt að viku, eirði ég sjaldan lengur en tvo sólarhringa. Nú er þetta breytt frá því það kom fyr- ir mig sem nú skal greina: Ég var staddur í Pyreneafjöllunum og reikaði þar um. Á gistihúsinu, þar sem ég bjó, hafði mér fastlega verið ráðlagt að fá ákveðinn fylgdarmannaforingja. En ég vildi vera einn með hugsanir mínar. Ég reið á múldýri um hina mjóu fjalla- stigi, og varð hálf villtur. Síðari hluta dagsins kom rigning og þoka. Ég var illa útleikinn er ég kom að húsi nokkru. Það reyndist að vera lítið veitingahús eða krá. í veitingastofunni var fjöldi manns. Voru þeir í áköfum samræðum, eða deilum. En er ég kom inn féll allt í dúnalogn. Ég sá það á svip gestanna að ég var ekki vel- kominn. Gestgjafinn mælti afundinn: „Það er rúm úti í horni.“ Hann benti mér á hvar ég ætti að sptjast, og settist ég strax. Gestgjafinn kom þegar með vínkönnu og glas. En ég kvaðst heldur vilja súpu eða eitthvað til að borða. En heitt vildi ég hafa það. Ég lagði hundrað franka seðil VEIZTU -? 1. Hver er hæsta bygging í heimi, og hversu margar hæðir er hún? 2. Hvenær hófst innrás Þjóðverja á Krít? 3. Hvenær var Yaltafundurinn haldinn? 4. Hver er mesta hveitiútflutningsborg á meginlandi Evrópu ? ' 5. Hvar eru Baleareyjar ? 6. Hvert er , hið íslenzka heiti Bergen ? 7. Hvenær tók bændaskólinn á Hólum fyrst til starfa ? 8. Hver var fyrsti forstöðumaður hans? 9. Hvert er suðumark kopars ? 10. Hvenær var Sigurjón Friðjónsson fæddur? S1A 9vór A bls 14 1 lllllllllllll á borðið og sagði: „Flýtið þér yður! Ég^ er þreyttur og þarf að sofna innan skamms. Þér megið eiga seðilinn ef þér getið látið mig fá rúm til að sofa í.“ Gestgjafinn tók ofan húfuna og klór- aði sér í höfðinu. Auðsjáanlega var hann í vandræðum. En eftir að hafa hugsað málið örstutta stund fór hann án þess að segja nokkuð: Ég man ekki hvað ég fékk að borða. En er ég hafði lokið við að matast, sá ég að allir gestirnir voru farnir. Ég fór út til þess að aðgæta hvort múldýr mitt hefði fengið hressingu. Það stóð og át hey. Er ég kom inn aftur, fylgdu þau, gest- gjafinn og kona hans, mér upp á loft, og inn í herbergi, er var uppi yfir veitinga- stofunni. Gestgjafinn mælti: „Herra minn! Við höfum ekki rúm til leigu. Þetta er svefn- herbergi okkar hjónanna. Við getum sofið niðri þessa einu nótt. Ef þér þurfið eitt- hvað, er ekki annað en berja í gólfið. Þetta sagði maðurinn á spönsku. Eftir að hafa boðið hjónunum góða nótt fór ég að rannsaka herbergið. Það var fátæklegt en tárhreint. Ég hlakkaði til þess að hátta. Ég opnaði gluggahlerana, því að ég vil hafa hreint og gott loft. Herbergi þetta virtist.vera byggt síðar en veitingastofan, en úr sama efni. Það var múrgreiping, hvítkölkuð, eins og hús í Pyreneafjöllunum eru yfirleitt. Sperrurnar höfðu verið brúnmálaðar. Ein sperran var rétt yfir höfðalagi mínu. Og þar sem þar var nagli, hengdi ég úrið mitt á hann. Að því búnu flýtti ég mér í rúmið. Mér þótti notalegt að rétta úr mér í hjónarúminu þó að rúmfötin væru grófgerð. Og ég sofnaði mjög fljótt. Ég vaknaði við marr, sem virtist koma frá sperrunni yfir höfðalaginu. Ég hlust- aði mjög spenntur. Brakið hélt áfram, og líktist snarki er heyra má í þráðum þeg- ar sporvagn nálgast. Skyndilega hætti snarkið eða brestirn- ir. Svo heyrði ég þrjú högg, er ég í fyrstu áleit stafa frá stofunni niðri. Hvað ætli hjónin séu að gera um hánótt, hugsaði ég. Þau litu út fyrir að vera sómafólk. En það var engum vafa undirorpið að þarna var samkomustaður smyglara. Að líkind- indum hafði einhver þeirra barið að dyr- um til að biðja um húsaskjól. Þegar þrisvar sinnum þrjú högg voru barin, áleit ég það eitthvert merki, sem þau skildu og smyglarar hefðu. Ég kveikti. Klukkan var tvö. Mér gramdist ónæðið, þar sem ég bjóst við að verða andvaka það sem eftir var nætur. Ef ég fer að hugsa um Frangais, sofna ég ekki aftur. Höggin héldu áfram. Og nú skildi ég að þetta voru Morsemerki. Ég reis upp og hlustaði. Það var enginn efi á því, að það voru símamerki. Það gat varla hugs- azt að innan í sperrunni væri móttöku- tæki. Hvað gat þetta verið? Framliald á bls. lh. 111111111111111iii111111ii ii iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiav>

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.