Vikan


Vikan - 17.11.1949, Síða 11

Vikan - 17.11.1949, Síða 11
VIKAN, nr. 46, 1949 11 . Framhaldssaga: .................... LEIKUR ÖRLAGAIMIMA 16 Eftir HERMÍNU BLACK „Já — ást okkar!‘‘ Hún lá í faðmi hans, og þrátt fyrir það, að hún reyndi að ýta honum frá sér, kyssti hann hana ástríðufullt. ,,Nei — nei — —“ Hún barðist við að losa sig við faðmlög hans. „Tony — þú ert brjálaður!" „Já — brjálaður af ást, Nada!“ „Heyrðu nú, Tony!“ Það var eitthvað í rödd hennar, sem fékk hann til að líta niður og mæta augnaráði hennar, sem voru full reiði og meðaumkunar. „Þér skjátlast, Tony, ef þú held- ur, að ég elski þig enn. Mér er orðið ljóst, að það er Garth, sem ég elska — allt annað er búið.“ Það var enginn efi á sannleiksgildi orða hennar. Og á móti vilja sínum sleppti hann henni. Hún titraði svo, að hún gat ekki staðið á fót- unum, og settist á sófann. „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt, Tony,“ sagði hún full meðaumkunar, er hún sá öskugrátt andlit hans. „Hitt voru mistök — fyrirgefðu." „Þetta er lygi!“ Hann kastaði sér á kné fyrir framan hana. „Þú ert mín. Enginn skal taka þig frá mér. Nada, þú veizt, að þú tilheyrir mér.'“ Aftur lagði hann handleggina utan um hana. en svo, er hann sá andlit hennar, hrökklaðist hann aftur á bak Hann gat ekki skilið, að hann hefði í rauninni misst hana, enda þótt hann vissi það á þessari stundu. Og svo — um leið og hann þrýsti andliti sínu að brjósti hennar, strauk hún höndina blíðlega yfir hár hans. „Veslings Tony-----------“ Um leið opnuðust dyrnar, og Garth kom inn. Garth stóð kyrr, meðan Tony og Nada stukku bæði á fætur. Mennirnir tveir störðu hvor á annan. Báðir fundu á þessari stundu til ákafs haturs — ægilegs haturs, sprottið af frumstæð- ustu kennd mannsins — afbrýðiseminni. Með lágu ópi gekk Nada á milli þeirra. „Garth — ég bið þig — láttu mig út- skýra-------“ „Það er ekkert að útskýra," flýtti Tony sér að segja. „Hann skilur." Þetta var það hræðilegasta, sem hann hefði getað sagt á þessari stundu, og hann vissi það. Garth gekk eitt skref á móti honum. Hann mundi hafa ýtt Nödu til hliðar, ef hún hefði ekki þrýst sér upp að honum. „Ég bið þig — —“ „Farðu út -—“ sagði hann og beindi orðum sínum að Tony. Augnablik hikaði Tony. Svo sagði hann: ,,Já, — vegna Nödu.'“ Garth gekk að arninum og starði inn í hann. Hann sá enn fyrir sér mynd þá, er hann hafði séð, er hann kom inn, og enda þótt fyrsta ofsa- lega reiðin væri horfin, titraði hann samt enn af niðurbældum ofsa. „Garth," flýtti Nada sér að segja — „Tony kom hingað .Ég átti ekki von á honum.“ „Hann vissi, hvar þig var að finna." Hún kannaðist varla við rödd Garths. Með hálfkæfðu ópi rétti hún höndina til hans, griep i hann. „Garth — þú trúir þó ekki — þú getur ekki trúað — Ó Garth, láttu mig útskýra þetta — ég bið þig — ■— Enda þótt hann væri ofsareiður, var þð eitt- hvað í rödd hans, sem kom við hana. Hún sá, að svipur hans mildaðist. Og svo skyndilega hringdi síminn í forstof- unni. Ósjálfrátt sneru þau sér bæði í þá átt, sem hljóðið kom út, og Garth fór strax fram og svaraði. „Halló,“ sagði Garth. „Eruð það þér, herra Garth?“ Hann hrökk við. „Já, eruð það þér, Denny?“ „Ó, herra Garth — ég er búin að reyna að ná i yður. Frú Dennison var hás af kvíða. „Ég hringdi til Harley Street, og þar fékk ég síma- númer yðar þarna. Ó, þér verðið að koma — eins fljótt og þér getið. Nokkuð hræðilegt hefur kom- ið fyrir." „Denny?“ spurði hann. „Hvað gengur að?“ En nú var sambandið slitið og hann heyrði ekki meir. „Garth — hvað er um að vera?“ spurði Nada, þegar hann sneri sér frá símanum. „Ég veit það ekki. Ég verð að fara strax.“ Hann gekk hratt framhjá henni út úr stofunni og skildi hana eftir eina með þá hræðilegu til- finningu, að hann hefði alveg gleymt tilveru hennar. Skyndilega varð hún ofsareið. Hversvegna þurfti þetta að koma fyrir einmitt nú, þegar þau höfðu svo margt að segja hvort öðru? Svo margt, sem hún varð að segja honum. En hún vissi, að vonlaust mundi vera að reyna að hindra hann í að fara. Hún vissi, að þessi hringing hafði fengið hann til að gleyma öllu öðru. Eftir augnabliks hik fór hún út á eftir hon- um. Hún sá hann hvergi og gat sér til, að hann væri farinn inn í bílskúrinn. „Hvenær kemurðu aftur?“ spurði hún, þegar hún var komin til hans. „Ég get alls ekki komið aftur hingað Mér þykir það mjög leitt. Ég bjóst sizt við þessu Ég er hræddur um, að þú verðir að aka ein heim.“ „Það gerir ekkert til.“ Hún hikaði. „Hefuf eitthvað hræðilegt komið fyrir?“ „Já, ég er hræddur um það.“ „Ég ímynda mér, að þú hafir ekkert fengið að borða,“ sagði hún. „Það gerir ekkert til. Ég kæri mig ekki um neitt.“ Hann opnaði hurðina og rannsakaði benzínbirgðirnar. Undarlegt, hugsaði Nada, hvernig menn geta ósjálfrátt gert allt hið nauðsynlega, jafnvel, þeg- ar allt hrynur í rústir. Hún hafði hugsað um kvöldverð hans, hann mundi eftir benzíninu. „Hringdu þá heim — ég verð ekki hér,“ svar- aði hún. Hann hvatti hana ekki til að vera kyrr þarna og skyndilega tók hún eftir, hve náfölur hann var í framan. Þetta er hræðilegt! hugsaði hún. Ég get ekki látið hann fara þannig frá mér! Og þó, hvað átti hún að segja, þegar enginn tími var til að segja neitt? „Mér þykir mjög fyrir þessu," sagði hann. „Ég mundi ekki fara i burtu, ef það væri ekki bráðnauðsynlegt. Ef einhver hringir, vilt þú þá segja, að ég verði aftur i London á morgun." ,.En þú kemur aftur, er það ekki, Garth?“ Hún greip skyndilega hönd hans. „Garth, það er svo margt, sem við verðum að ræða um.“ „Auðvitað kem ég aftur," svaraði hann. „Vertu ekki óttaslegin." Hann tók um hönd hennar, og um leið og hann kyssti höndina, sem hann hélt í sinni, steig hann inn í bílinn. Augnabliki síðar sá hún hann aka í burtu. Já, hann var farinn, án þess að fá útskýringu. En hún mundi fá að sjá hann aftur eftir nokkrar klukkustundir, og þá mundi verða tími til að leiðrétta þennan hræðilega misskilning. Hann mundi koma aftur, og þá mundi allt verða gott aftur. Góði guð! Bara að hún gæti trúað því. En henni var þungt um hjartaræturnar, þegar hún gekk hægt heim að húsinu. Það var svo auðvelt að eyðileggja fallega hluti, og það kom fyrir, að ekki var hægt að gera við þá að nýju. Nýr ótti kvaldi hana nú meir en allt annað. Hún hafði þá undarlegu tilfinningu, að það væri ekki neitt vanalegt sjúkdómstilfelli, sem hafði hrifsað hann frá henni á þessari stundu. Það var eins og þetta væri hluti af skugga þeim, sem Tony hafði kastað á líf þeirra — og þó — hvernig gat Tony átt nokkurn þátt í þessari símahringingu ? Það var heimskulegt af henni að láta hug- myndaflugið hlaupa svona með sig í gönur. Á morgun mundi hún og Garth vera saman að nýju, og þá mundi hún áreiðanlega geta gert honum þetta allt skiljanlegt. Meðan Garth ók eftir dimmum veginum, voru hugsanir hans í kapp við vélina. Nada og Tony. Nada og Tony. Hann sá þau alltaf fyrir sér eins og hann Tiafði séð þau, þeg- ar hann kom þeim að óvörum. Hann gat ekki trúað, að sér hefði skjátlazt, er hann hafði haldið, að hún hefði gleymt fyrstu ást sinni. Og þó — allt það, sem hún hafði gefið honum, hefði hún ekki getað gefið honum aðeins af góð- vild. Hún var hans! sagði hann ákaft við sjálf- an sig, hans, og enginn maður skyldi voga sér að taka hana frá honum. En ef hún elskaði. Tony enn ? Ef henni hefði orðið ljóst, að hitt væri misskilningur ? Siðan neyddi hann sig til að hugsa um það, sem beið hans. „Nokkuð hræðilegt hefur komið fyrir!" Ótta- slegin rödd Denny hljómaði enn fyrir eyrum hans, og hann vissi, að þetta lirœðilega var ekki vanalegur sjúkdómur. Það var næstum miðnætti er hann kom á á- kvörðunarstað sinn. Er bíllin stanzaði, opnaðist garðshliðið, en í stað þess að koma á móti hon- um, stóð Denny ltyrr og beið eftir honum í for- stofunni. Hann gekk hratt til hennar, og um leið og hann var kominn inn, lokaði hún dyrunum og fór með hann án þess að segja orð inn í dagstofuna. Gamla konan titraði ÖU, og hann lét hana setjast á stól og lagði handlegginn um axlir hennar. „Svona, svona, Denny. Nú er ég kominn. Segið mér aðeins, hvað komið hefur fyrir." „Ó, herra Garth! Veslings stúlkan! Allir -/oru svo góðir við hana. Og hver myndi hafa trúaX að hún gæti gert þetta. Hún hlýtur að hafa vcrið mjög örvæntingarfull." „Meinið þér —. að hún sé — dáin f“ Hún kinkaði kolli. „Já, þeir drógu hana upp úr fljótinu. Þeir — þeir halda, að þetta hafi ef til vill verið slys,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.