Vikan


Vikan - 17.11.1949, Síða 13

Vikan - 17.11.1949, Síða 13
VIKAN, nr. 46, 1949 13 HERLIÐIÐ KEIVIUR! BARNASAGA Þessi saga gerðist í síðari heims- styrjöldinni. Japanir höfðu hertekið Pilippseyjar, í Kyrrahafinu, og beittu sinni alþekktu grimmd við íbúana. Tveir drengir voru á ferð síðari hluta dags. Þeir vildu flýta sér heim, og fóru þess vegna út af veginum og völdu stytztu leiðina. Lá hún yfir sama sem gróðurlausa sléttu. Eldri drengurinn hét Manuela og var sex- tán ára. Hann gekk á undan Tim Tim bróður sínum, sem var tólf ára. Hundinn sinn höfðu þeir með sér. Hann hét Ticki. Hélt Tim í bandið á seppa. Bræðurnir komu úr heim- sókn í nágrannaþorpi. En þar átti amma þeirra heima. Lá hún veik um þessar mundir, gamla konan. Sólin var að ganga til viðar, og hellti geislum sínum yfir lög og láð, og sveipaði allt í töfraljóma og litskrúði. Það var dásamlegt um að litast. Frið- ur og ró ríkti umhverfis drengina þó að stríð væri í landinu. Eins og áður er sagt, voru Japanir hinir mestu grimmdarseggir, er bældu aila mótspyrnu niður með harðri hendi. Ef vopn fundust hjá eyjarskeggj- um voru þeir dæmdir til dauða og skotnir, eða fengu margra ára fang- elsisvist. Japanskir herflokkar voru allstaðar á ferð, jafnt nætur sem daga, og rannsökuðu vegfarendur. Þeir fóru einnig inn í mörg hús til þess að leita að vopnum. Mannela kallaði í Tim og mælti: „Flýttu þér! Við hefðum átt að vera komnir heim fyrir hálfri klukku- stund.“ Tim svaraði: Eg flýti mér svo mik- ið og'mér er mögulegt. En Ticki er svo þungur í taumi. Eg kem honum varla úr sporunum. Hann er ómögu- legur í dag.“ Innan skamms náði þó Tim bróður sínum, og þeir greikkuðu sporið. Skyndilega hægði Manuela gang- inn og brá hönd fyrir auga, og starði fram undan sér. Á móti þeim kom fámennur hópur Japana. Manuela sá að þetta var ,,skammbyssu“herflokkur. Svo nefndu íbúarnir þessa óvini. Nú voru góð ráð dýr. Manuei hafði skammbyssu falda undir peysu sinni. Hann hafði tek- ið byssuna með sér til þess að verja þá fyrir þjóðvega ræningjum, sem alltaf mátti búast við að réðust á ferðamenn. Ef Japanarnir rannsökuðu bræð- urna var ekki við góðu að búast. Manuela vissi hvað þeirra biði, ef skammbyssan fyndist. Hann þurfti að taka skjóta ákvörðun. En hvað átti hann að gera? Hann gat ekki falið skammbyssuna í grasi, því að það var varla stingandi strá á þessu svœði. Það var ekki heldur tími til þess að grafa byssuna í jörð. Ef þeir hlypu til éaka vekti það athygli og grun Japana um, að drengirnir væru eitthvað athugaverðir. Þeir myndu elta þá, ná þeim og umkringja. Hvernig færi svo? Tim skildi einnig að þeir voru i mikilli hættu staddir. Hann horfði ráðþrota á bróður sinn. En á næsta augnabliki birti yfir andliti hans. Honum hafði komið gott ráð til hug- ar. Hann mælti með ákafa: „Fai-ðu úr peysunni, Manuela. Vefðu henni utan um skammbyssuna.“ Manuela vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann gerði þó eins og bróðir hans hafði fyrir mælt, fór úr peysunni, og gerði úr henni böggul. Á meðan því fór fram, hafði Tim leyst bandið af Ticki. Svo tók hann böggulinn og batt hann á bak hunds- ins. Hundurinn vai'ð mjög óánægður af þessu uppátæki drengsins. Þegar Tim sleppti seppa gerði hann allt, sem í hans valdi stóð, til þess að losna við byrðina. Hann gerði ýms- ar hundakúnstir í þessum tilgangi. Tim sagði íágt: „Nú skulum við fara að hlægja mikilfenglega að skrípalátum Tickis.“ Manuela samþykkti þessa uppá- stungu.' Bræöurnir ráku upp skelli- hlátra. Þeir skelltu á lærin, hristu höfuðin og æptú af kátínu, eins og þeir hefðu aldrei fyrr séð neitt svo skrítið og skemmtilegt, og tilraun- ir Tickis til þess að losna við óþæg- indi byrðarinnar. Svo komu Japanirnir til drengj- anna. Þeir aðgættu aðfarir hundsins, og urðu mjög forviða á þeim. Her- mennirnir smituðust af kátínu bræðr- anna. Þeir hlógu líka. Jafnvel hinn kuldalegi fyrirliði brosti yfir þessu tiltæki drengjanna við hundinn. Allt í einu rak Tieki upp hátt gelt, sperrti upp rófuna, þau fram hjá Jap- önunum í' áttina heim. Japanir horfðu glottandi á eftir hundinum, kvöddu drengina með því að kinka kolli, og héldu leiðar sinn- ar. Manuela og Tim hlupu, sem fætur toguðu. Ticki komst heim á undan þeim. Drengirnir losuðu hann við bögg- ulinn með skammbyssunni. Ráð Tims hafði gefist vel. Þetta æfintýri bræðranna, og hvernig þeir léku á Japani, var um langan tima um- ræðuefni í þorpinu þar sem þeir áttu heima. Köttum þykir fiskur ljúffengur matur. ! j j Siamskir kettir eru næstum hvítir, þegar þeir fæðast. Brúna litinn ,fá þeir, þegar þeir stækka. BÍBLÍUMYNDIR Veiztu þetta — ? Mynd efst til vinstri: Nef Maraboustorksins er svo veikt, að hægt er að slá það af með léttu höggi. — Mynd að neðan til vinstri: Paradísar- fiskarnir kínversku Idekja eggjum sínum í loftbólur. — Mynd að ofan til hægri: 1 Uruguay éta sumir hinna gráðugri þannig, að þeir stinga upp í sig stórri flyksu af teinabökuðu kjöti og skera bita af, rétt við munninn. (Sömu aðferð höfðu Eskimóar lengi vel). —• Mynd í miðju: Engisprettur eru oft hin versta landplága. 1. mynd: Eg ákalla Drottin í nauð- um mínum og hann bænheyrir mig. Drottinn frelsa sál mína frá ljúgandi vörum, frá tælandi tungu. • 2. mynd: Ég hef augu mín til fjall- anna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mtn kemur frá Drottni, skap- ara himins og jarðar. 3. mynd: Eg varð glaður, er menn sögðu við mig: Göngum í hús Drott- ins! . . . Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir, er elska þig. 4. mynd: Já, lofið Drottin, allir þjónar Drottins, þér er standið í húsi Drottins um nætur. Fórnið höndum til helgidómsins og lofið Drottin. Drottinn blessi þig frá Zíon,. hann sem er skapari himins og jarð- ar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.