Vikan


Vikan - 17.11.1949, Side 15

Vikan - 17.11.1949, Side 15
VIKAN, nr. 46, 1949 15 Merkar bækur og sígildar Barn á virkum degi Valborg Sigurðardóttir þýddi. Norski barnasálarfræðingurinn Ase Gruda Skard er tvímælalaust í röð fremstu barnasálarfræðinga á Norðurlöndum. Bók hennar, Barn á vikiun degi, fjallar um börn frá fæðingu fram á unglingsár. I fyrra hluta bókarinnar er gerð grein fyrir fyrstu sjö árum barnsævinnar og helztu viðfangsefnum, sem foreldra og aðra uppalendur varða, svo sem meðferð ungbarna, lystarleysi og matvendni, hre mlætisvenjur, svefnþörf barna, gildi leikja, hræðslugirni, reiði, þrjózka o. s. frv. I síðari hluta bókarinnar er gerð grein fyrir sálarlífi skólabarnsins, tilfinningalífi þess, félagsþroska og námsþroska og mörgu öðru, er snertir líf þess heima og heiman. Bók þessi á gott erindi til allra uppalenda, hún er ljóslega og aðgengilega rituð, skemmtilega og skynsamlega. Máttur jarðar Saga þessi var frumrituð á dönsku og kom út lijá Hasselbalch’s foriag haustið 1942. Vakti hún þegar mikla athygli á gervöllum Norðurlöndum, enda talin byggð á bjargi gamallar frásagnarlistar. — Nú hefir höf. sjálfur endursagt söguna á íslenzku. Sagan ^ - gerist hér heima á síðustu 30 árum. Hún lýsir m. a. ungum elskendum, er heyja harða lífsbaráttu fyrir hugsjórium sínum í fangbrögðum við rækt- un jarðar, nístandi biturleik og andstreymi. Máttur moldaiinnar, hin mikli gróandi lífsins — móðir alls sem lifir, færði elskendunum að lokum fullan sigur. 1 litla f jallabæmun þeirra, þar sem vetrarbyljirnir geisuðu og sól- in skein skærast, ríkti nú hamingja og ást, og liljóðlát gleði fyllti hjörtu þeirra. Máttur jarðar er saga mikilla átaka — manndóms — ásia — baráttu — hugsjóna. Elinborg Lárusdóttir: Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason. Tvennir tímar Sagan hefst norður á Siglufirði, 24. febrúar 1870. — Hún lýsir ævi alþýðukonu, er giftist einum mesta fræðara og fræðimanni, er Island hefur átt. Hún bjó manni sínum yndislegt heimili, fluttist með hon- um til annarra landa, umgekkst þar höfðingja og fræðimenn og stóð hvarvetna í stöðu sinni sem afburða húsmóðir og hetja. — Sagan endar í Reykjavík, í litlu herbergi á Grettisgötu 35, 7. febrúar 1948. Viðburðarík saga, sjaldgæf og athyglisverð. ■ión Björnsson:

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.