Vikan


Vikan - 27.06.1991, Síða 27

Vikan - 27.06.1991, Síða 27
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: þetta ekki lengur leikur. Hvern- ig átti ég að koma sænginni inn og út án þess að mamma og pabbi yrðu vör við það? Mér tókst það samt. Daginn eftir, þegar mamma og pabbi tóru í sunnudagsbíl- túr, var sænginni pakkað í poka. Ég og vinkona mín fór- um með hana til hans. Hann tók okkur vel og bauð okkur á rúntinn í Landróvern- um sem við og þáðum. Næst fórum við til hans á þriðjudags- kvöldi. Þá fór hann með mér á rúntinn. Við lögðum bílnum við kirkjugarðinn og þar kyssti hann mig fyrst. Mér fannst kossinn alveg æðislegur og ég var orðin æðislega ástfangin af honum. Hann keyrði mig heim og sagði mér að hann færi heim næsta sunnudag því verkið væri búið. Ég var voða- lega spæld því hann færi alfar- inn og þetta var rétt að byrja. Við hittumst alla vikuna og alltaf nálgaðist sunnudagur- inn. Alltaf varð verra að hugsa til þess að hann færi. Þá gripu örlögin í taumana. Á sunnudeginum var ekki flogið. Það yrði ekki flogið fyrr en á fimmtudag. Þessa daga, sem hann beið eftir flugi, bjó hann hjá mér. Eftir þessa daga komum við okkur saman um að hann myndi segja upp og koma vestur og við myndum láta sambandið þróast því hvorugt okkar vildi missa af hinu. Mánuöi seinna kom hann vestur og við erum saman enn. STRANDAGLÓPAR ■ Hann var nýfluttur í bæinn þegar ég sá hann fyrst. Mér fannst hann mjög myndarlegur og leist vel á hann. Svo hitt- umst við á balli nokkrum sinn- um og spjölluðum þá aðeins saman. Þetta var svona í byrj- un 1983. Síðan hittumst við af og til. Svo var það annan í jólum að ég bauð honum í partí ásamt fleiri krökkum og það var farið á ball á eftir. Eftir þetta höfum við verið saman. (Hann sem kom hingað til að leysa af í lögreglunni í nokkra mánuði og er hér enn.) ■ Við kynntumst fyrst þegar ég var strandaglópur á flug- velli rétt fyrir ofan Akranes og fékk far í bæinn. Ég var þá 16 ára og hann 23 ára. Eigum við nú þrjú börn. ■ Ég var að fara heim úr Sjallanum en ætlaði fyrst að finna vinkonu mína og láta hana vita að ég væri að fara og var að leggja af stað upp „gamla stigann í gamla Sjall- anum“ þegar tilvonandi mað- urinn minn kom hlaupandi nið- ur stigann og í neðstu tröpp- unni bauð hann mér upp f dans. Ég hélt nú reyndar að hann myndi hlaupa mig niður en honum tókst að stoppa sig. Ég var hálftreg að fara að dansa en hugsaði með mér aö ég gæti svo sem dansað einn dans áður en ég færi. Síðan erum við búin að dansa saman. ■ Við hjónakornin kynntumst á dansieik í Vetrargarðinum. Ég var að norðan og fannst þetta mjög spennandi; var að skoða borgarl ífið. Sá þá allt í einu dökkhærðan, ungan mann með brún augu. Þetta var alveg eins og ég hafði ósk- að mér draumaprinsinn. Við dönsuðum saman allt kvöldið. Æðislegt fjör. Svo ætl- uðum við að hittast á Hressó stuttu síöar. Ég tók með mér tvær vinkonur mínar því ég þorði ekki að fara ein. En hann mætti ekki. Ég varð auðvitað stórmóðguð. En við hittumst aftur og gift- um okkur. Það var engin stór- veisla en við fengum samt heilmikið af gjöfum. Við byggðum hús í Kópavogi. Börnin komu hvert á fætur öðru: 1960 módel, 1962,1963 og 1964, svo að ég var með eitt í maganum, eitt í vagnin- um, eitt sem sat aftan á, eitt sem hélt í vagninn og svo var ég með hund í bandi. Svo var strollan af krökkum á eftir að elta hundinn. Æðislegt fjör. Nú erum við bara tvö eftir í kotinu með einn hund og eig- um sjö barnabörn sem eru al- veg yndisleg. ■ Hvernig við kynntumst? Það var nú þannig að hann, sem er frá Stykkishólmi, fékk svefnpoka í fermingargjöf. Svo fór hann í útilegu með svefnpokann þegar hann var svona 15 ára og pokanum var stolið í Borgarnesi þar sem ég bjó. Og viti menn. Ég fann þokann sem var utan um svefnpokann. Þar stóð heim- ilisfangið hans. Svo ég sendi honum pokann. Þannig voru nú fyrstu kynnin. Svo þekkt- umst við alveg í 2-3 ár áður en við byrjuðum saman. Þann- ig var nú það. VIKAN BIRTIR FLEIRI BRÉFA- BROT í NÆSTA TÖLUBLAÐI Æ RAKARA- 0G HÁRGREIÐSLUSTOFAN GREIFIM HRINGBRAUT 119 ® 22077 TISKUFATAEFNI OG ALLT TIL SAUMA ■ Falleg ódýr gardínuefni fyrir sumarbústaðinn og íbúðina. Verslunin INGA HAMRABORG 14A KÓPAVOGI SÍMI 43812 HARGREIÐSLUSTOFA W ROGNU MÝRARSELl 1 Bjóðum uppá alla almenna hársnyrtingu fyrir dömur og herra. 15% afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. 5% staðgreiðsluafsláttur á upphæðum yfir 3000. Opið frá: 9 - 6 virka daga. - - 9-1 laugardaga. RAGNA HALLDÓRSDÖTTIR Verið velkomin sigríður ósk halldórsdóttir SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR HÁRSNYRTISTOFAIN 2 ORAHDAVEQI47 0 626162 Hársnyrting fyrir dömur og herra OPIÐ A LAUGARDÖOIJM SÉRSTAKT VERÐ FYRIR ELLILlPEYRISÞEGA Hrafnhildur Konráðsdóttir hárgreiðslumeistari Helena Hólm hárgreiðslumeistari Ásgerður Felixdóttir hárgreiðslunemi RAKARA- & HÁRqRetÐSfflSTDFA HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVÍK 13.TBL.1991 VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.