Vikan


Vikan - 27.06.1991, Qupperneq 42

Vikan - 27.06.1991, Qupperneq 42
JÓNA RÚNA KVARAN SVARAR BRÉFI FRÁ LESANDA Eg er slcyggn og hræðist það - SVAR TIL JÓA, 1 6 ÁRA Kæra Jóna! Ég er búinn að vera ansi lengi að skrifa þetta bréf. Mér finnst eitthvað svo ömurlegt að þurfa að viðurkenna að ég er alveg rosalega óöruggur og feiminn. Ég er elstur af fimm systkinum og hef alltaf þurft að standa mig. ( skólanum og heima. Ég meira að segja vaska upp og skúra gólfin. Málið er bara að ég er ekki svona rosalega klár eins og foreldrar mínir halda. Þau eru mjög upp- tekin af sér og oftast einhvers staðar úti þegar ég þarf á þeim að halda. Pabbi er iðnaoarmaður og mamma vinnur í banka. Þau vilja ákveða allt fyrir mig. Mér finnst þau mjög ósanngjörn og tilætlun- arsöm við mig. Ég hef þörf fyrir að ráða mér sjálfur. Vandamál mín eru nokkur. Ég hef til dæmis verið skyggn frá því ég var fimm ára. Ég verð of- boðslega hræddur þegar ég kannski sé persónu allt í einu, sem ég veit að er dáin. Þetta dána fólk getur birst hvar sem er, jafnvel í skólanum. Mér bregður svo að ég fer alveg í kerfi og félagar mínir vita ekkert hvað er að ske. Ég kannski svitna allur og verð órólegur, auk þess sem mér verður meiri háttar kalt þegar þetta látna fólk birt- ist mér alveg á óvart. Stundum finnst mér ég eins og heyra eitthvað, samt ekki eins og ég heyri með venjulegri heyrn en ég kalla það að heyra. Ég get ekki talað um þetta við foreldra mína. Þau trúa mér ekki, segja bara: „Láttu ekki eins og asni.“ Pabbi er öllu verri en mamma því hann gerir líka grín aö þessu og segir stundum: „Hvað segja draugarnir núna?" Eg er hreinlega að trufl- ast út af þessu og langar alls ekki að vera svona. Mér hundleiðist reyndar oftast vegna þess að ég er greinilega einhvern veginn öðruvísi en félagar mínir. Ég myndi aldrei segja þeim þetta vegna þess að þeir myndu örugglega halda að ég væri geðveikur eða eitthvað, sem er nokkuð sem hef- ur svo sem hvarflað að mér sjálfum. Elsku Jóna! Er eðlilegt að vera skyggn? Hvern- ig get ég losnað við þetta? Á ég að svara foreldr- um mínum fullum hálsi þegar þau gera grín að þessu? Mér hefur stundum dottið í hug að fara til sálfræðings eða eitthvað. Móðuramma mín er víst rosalega berdreymin, auk þess er hún skyggn og hún skilur mig. Mér bara finnst hún heldur gömul til að tala við hana og stundum heldur leiðinleg. Hún skilur ekki annað sem ég þarf að tala um, eins og mínar tilfinningar. Viltu vera svo góð að reyna að leiðbeina mér, kæra Jóna? Hvernig manngerð heldur þú að ég sé? Heldurðu að ég hafi einhverja möguleika í lífinu? Takk fyrir öll bréfin í Vikunni. Við erum áskrifend- ur sem betur fer. í hvaða stjörnumerki ert þú? Þú ert ábyggilega í einhverju eldmerki? Fyrirfram þakklæti. Þinn einlægur Jói. P.S. Vonandi lifirðu sem lengst. Elskulegi Jói! Takk fyrir bréfið. Það var meiri hátt- ar að fá svona áhugavert bréf frá strák á besta aldri. Vonandi er eitthvað sem skýrist fyrir þér eftir að ég hef skoðað með innsæi mínu, reynslu- þekkingu og hyggjuviti það sem þú óskar svara við. Mundu bara að skrif mín hér í Vikunni eru hugsuð sem þjónusta við heilbrigða lesendur sem eru að fara í gegnum eðlilegt vesen sem enginn sleppur við í lífinu í einhverjum myndum. Við leysum ekkert en íhugum leiðir til mögulegra lausna á öllu því sem fellur undir tímabundið við- kvæmt ástand heilbrigðra. Vandamál leysa þeir aftur á móti sem hafa sér- þekkingu, svo sem sálfræðingar, félagsráðgjafar og geðlæknar. Mundu að gleypa ekki svör mín ómelt. Ég er í eldmerki eins og þú heldur. Er reyndar bogmaður og finnst það meiri háttar eins og sönnum bogmanni sæmir, ha ha. KRÖFUR OG EKKI KRÖFUR Þú talar um að til þín séu gerðar miklar og ósann- gjarnar kröfur um að standa þig bæði í skólanum og heima fyrir. Bendir jafnframt á, því til árétting- ar, að þú sér viðloðandi hin ýmsu húsverk. I sannleika sagt, Jói minn, er það mjög gott mál vegna þess að karlmenn, sem eru ekki liðtækir í heimilisstörfum, eru ekki sérlega áhugaverðir í augum okkar stelpnanna. Eins og við vitum hefur vægi kvenna á vinnumarkaðinum aukist gífur- lega á síðustu árum og þær margar af þeim ástæðum horfið úr öskubuskuhlutverki heimil- inna, sem var eins og sjálfskipað fyrir þær hér á árum áður. Það er því ekki spurning um að standa sig á ósanngjarnan hátt þó við berum sameiginlega ábyrgð á því sem tengist heimilinu beint eða óbeint. Athugum líka að það væri mjög óeðlilegt að á sjö manna heimili eins og þínu sæi einungis húsmóðirin, jafnvel þó hún væri heimavinnandi, um allt það sem viðkemur húsverkum. Hún á líka sinn rétt og hefur auðvitað annars konar þarfir jafnframt þeim sem tengjast húsverkum. Eðlilegt er að allir heimilisfastir deili nokkuð svipaðri ábyrgð á heimilinu, satt best að segja. Halli eitt- hvað á þig í þessum þörfu efnum, þannig að þinn hlutur sé mun meiri en annarra, þá einfaldlega bendir þú hinum á það og neitar að gera það sem er umfram það sem sanngjarnt er. Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík. GILDI NÁMS Hvað varðar kröfu foreldra um að börn þeirra standi sig sem best í skólakerfinu er þetta að segja. Allur ótæpilegur metnaður fyrir hönd barna hvað varðar einkunnir og nám er heimskulegur. Aftur á móti er miklu eðlilegra að örva heilbrigðan metnað í huga barnsins á þeirri forsendu að það skilji að það er að vinna að námi sínu fyrir sig fyrst og fremst en raunar engan annan. Við sem viljum vera eitthvað og kjósum ekki að verða undir í lífinu leggjum töluvert á okkur til að gera það mögulegt og þá meðal annars með því að standa okkur í námi. Þess vegna erum við ekki að mennta okkur fyrir foreldra okkar heldur fyrst og fremst okkur sjálf. Það er alls ekki sann- gjarnt af foreldrum að heimta af barni meiri árangur í námi en það sýnilega erfært um. Ef þú gerir öllum stundum þitt besta ert þú í fullum rétti til að vera sáttur við eigin útkomu, jafnvel þó þeim líki hún ekki. Það er aftur á móti þeirra mál. Við getum aldrei staðið okkur svo öllum líki enda aðalatriði hvers árangurs að okkur sjálfum falli við hann, en ekki endilega öðrum. SJÁLFSTÆÐI ER ÖLLUM NAUÐSYNLEGT Hvað varðar það að vilja ráða sínum málum sjálf- ur er það ofureðlilegt og heilbrigt reyndar að sext- án ára strákur óski þess. Annað væri undarlegt. Ef þú ert tilbúinn að taka öllum afleiðingum af at- höfnum þínum og verkum sjálfur ert þú að sjálf- sögðu sjálfráður gjörða þinna. Ef þú aftur á móti ætlast til að þau bjargi þér fyrir horn, ef óheppi- lega tekst til, er eðlilegt að þau vilji hafa hönd í bagga með sem flestum framkvæmdum þínum. Þarna greinum við á milli, elskulegur. Þér finnst þau upptekin af sér og lítið sinna þér nema til að gera kröfur til þín um eitthvað sem þú ert ekki tilbúinn til. Um þetta atriði skaltu ræða við þau í einlægni og helst á þeirri forsendu að þér finnist áhugavert að deila þér og tilfinningum þín- um meira með þeim. Þú ert þrátt fyrir augljósa sjálfstæðisþörf ennþá ungur og jafnvel misþrosk- aður eins og gengur og hefur rétt á að vera það. Það getur því verið mjög gott fyrir þig að vera litli strákurinn þeirra stundum og fá að vera það án þess að gerðar séu með þeirri þörf nokkrar kröfur til þín. Þú þarft þá einstaklingsumhyggju sem for- eldrar eiga að veita börnum sínum og ætla sér góðan tíma í það meira að segja. SKYGGNIGÁFA Dulrænar gáfur okkar eru oftar en ekki tengdar erfðum einhvers konar. Eins og þú bendir á er amma þín dulræn. Oftar en ekki er engu líkara en barnabörn þeirra sem hafa sterkar dulargáfur fái þessa erfðaþætti í ríkara mæli en kannski börn þessa fólks, þó það sé að sjálfsögðu ekki regla. Það verður þó að viðurkennast að þetta er | 40 VIKAN 13. TBL. 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.