Vikan


Vikan - 27.06.1991, Qupperneq 45

Vikan - 27.06.1991, Qupperneq 45
JÓNA RÚNA Frh. af bls. 41 kljást við eftir atvikum hverju sinni. Einmitt er mjög heilbrigt að óska eftir slíkum stuðningi ef við finnum okkur þurfa á honum að halda, eins og áður sagði. MANNGERÐ OG MÖGULEIKAR Við skulum svo að lokum, elskan, íhuga í gegn- um innsæi mitt og brjóstvit, eins og þú óskar eftir, manngerð þína og hugsanlega möguleika. Þú virðist fremur margþættur, örgerða og hug- myndaríkur. Sjálfstæðisþörf þín virðist mikil og töluvert mál fyrir þig ef hún nýtur sín ekki. Þetta þýðir að þú hefur þörf fyrir tilbreytingu og lifandi tengsl við sjálfan þig og aðra. Feimnin, sem þú finnur oft fyrir, á sér trúlega fremur rætur í óöryggi og þekkingarskorti á eigin ágæti heldur en að hún sé eðlislæg því hún er trúlega áunnin. Spennandi og flóknar aðstæður freista þín sennilega meira en öll lognmolla og deyfð. Þú reiðist sennilega illa þegar það gerist og átt trúlega erfitt með að kyngja hvers kyns óréttlæti. Þú virðist framtakssamur og fylginn þér í þeim málum sem varða áhugasvið þín. Sennilega ertu að eðlisfari frekar duglegur og útsjónarsamur. Tilfinningar þínar virðast einfald- ar en sterkar. Þetta gæti vísað til þess að þegar að ástinni kemur verðir þú að flýta þér hægt vegna þess að vonbrigði tengd ástarmálum gætu reynst þér erfiðari en önnur. Hugur þinn stendur mjög líklega til þjóðþrifamála og það gæti meðal annars tengst ákveðnu frumkvæði þínu í leit að lausnum þeirra mála sem varða heill hins al- menna borgara. Þú átt trúlega eftir að eiga, hvað þetta snertir, meiri háttar góðan kafla í lífsgöngu þinni á milli fertugs og fimmtugs. Eftir þann tíma gætu ný og breytt viðhorf átt hug þinn allan og þau verða sennilega tengd menningu og jafnvel listum og þá auðvitað tengd fyrri vilja til framkvæmda. Sennilega átt þú eftir að skrifa bókmenntaverk einhvers konar um eða eftir fimmtugt. Hæfileikar þínir eru augljósir og virðast liggja framar öðru á huglægum sviðum. Þess vegna er hyggilegt að mennta sig og leggja drög að heppi- legri nýtingu eðlisþátta þinna. Eins og þú sérð er lítið fjallað um dulræna þætti þína í þessari um- sögn og kannski ekkert skrýtið því þó þeir séu augljósir er sennilegra að þú notir þá í mjög hag- kvæmum skilningi fyrir þig og heildina. Þú veröur sem sagt ekki á neinu sérstöku andlegu flugi fyrr en þá seinni part ævinnar og er það bara gott mál. Þú gagnast sennilega sjálfum þér og öðrum best þannig. Það er mikill kostur að vera næmur þegar kem- ur að ýmiss konar framkvæmdum sem krefjast skynsamlegra og skjótra úrlausna. Þess vegna er nokkuð víst að dulargáfur þínar verða styrkur fyrir þig í lífinu, þar sem þeirra er þörf, án þess að trufla líf þitt eins og núna. Þú þarft ekki að vera hræddur við þessa skyggnigáfu því látið fólk þarf ekki að vera hættu- legt fólk, þó vafalaust sé til óþroskað og erfitt fólk beggja vegna grafar. Þú manst bara, elskulegur, að við drögum báðum megin heimanna þá ein- staklinga að okkur sem eru á einhvern hátt í samræmi við hugsunarhátt okkar. Sért þú í eðli þínu jákvæður er ekkert að óttast þó þú sjáir einn og einn draug, eins og sumir kalla látna. Sjálf trúi ég ekki að draugar séu til. Eða eins og gúrúinn frægi, sem var með þá látnu alveg á hreinu, sagði eitt sinn að alvarlega f gefnu tilefni: „Elskurnar mínar, ef við ættum val í þessu ágæta lífi um hvort hentugra væri að umgangast látna eða lifendur er engin spurning um að ég kann betur við þann frið og ró sem látnum oftast fylgir. Eins fylgir þeim kærleikur til þeirra sem lifa og þess Framleiðendur Suzuki bifreiðanna vilja þjóna hagsmunum þeirra sem láta sig umhverfið varða, með því að framleiða bíla sem valda hvað minnstri mengun í heiminum. Nú eru allir nýir Suzuki bilar, sem seldir eru á íslandi, búnirfullkomnasta mengunarbúnaði sem völ er á - efnahvarfa (catalysator) og beinni innspýtingu eldsneytis til að draga úr hættulegum útblæstri. En það er fleira en hreint loft sem skiptir Suzuki máli. Suzuki bílar eru sérlega liprir i akstri og beina innspýtingin gerir gangsetningu í kulda mjög auðvelda, innsogið er úr sögunni og fyrir vikið er bíllinn gangvissari, aflmeiri og eyðir minna. Þegar þú velur Suzuki, velur þú sparneytinn og aflmikinn bíl og umhverfið nýtur góðs af. $ SUZUKI SUZUKI BÍLAfí HF SKEIFUNNI 17- SÍMI68 51 00 Swift Sedan Vitara 5 dyra. Samurai. Vitara 3ja dyra. vegna er nærvera þeirra þægileg tilhugsun fyrir mig. Hitt er svo annað mál að í ríki Guðs er þeirra heimur og þar eru þeir, en ekki niðri við jörðina nema í undantekningartilvikum sem oftast er einhver andleg skýring á. Þess vegna eru lifendur þeir sem við höfum að sjálfsögðu mest samskipti við, hvort sem okkur líkar betur eða verr og þannig á það að sjálfsögðu að vera.“ Guð styrki þig og hughreysti á öllum þeim stundum sem þú mögulega kannt að finna þig óöruggan. Með vinsemd, Jóna Rúna. 13. TBL. 1991 VIKAN 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.