Vikan


Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 58

Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 58
Dees. Röddin hækkaöi upp í öskur. „Þú ert kolvit- laus! Gleymdu þessu! Gleymdu þessu öllu, heimski sveitalubbi! Þú fékkst þitt tækifæri! Og komdu ekki skríöandi... “ Johnny stóð upp og lyfti Dees meö sér. Hann hristi Dees reglubundiö fram og til baka. Dees gleymdi að vera reiður. Hann fór að hrína. Johnny dró hann að tröppunum, lyfti öðrum fætinum og kom honum fyrir á bakhluta nýju galla- buxnanna. Dees flaug niður þrepin tvö, enn hrín- andi. Hann datt í rykið og þegar hann stóð upp og sneri sér við voru fötin hans þakin ryki. „Ég ætti að senda lögguna á þig,“ sagði hann hás. „Og það getur vel verið að ég geri það.“ „Gerðu hvað sem þú vilt,“ sagði Johnny. „En yfirvöld hér um slóðir eru ekkert hrifin af því að fólk reki nefið inn óboðið." Svipur Dees var skældur af ótta, reiði og áfalli. „Guð hjálpi þér ef þú þarfnast okkar einhvern tíma,“ sagði hann. Johnny sárverkjaði í höfuðið en hann breytti ekki um raddblæ. „Einmitt," sagði hann. „Ég gæti ekki verið þér meira sammála." „Þú átt eftir að sjá eftir þessu. Þrjár milljónir les- enda. Það virkar á báða vegu. Þegar við erum búnir að Ijúka okkur af með þig myndi enginn trúa þér þó þú spáðir því að vorið kæmi í apríl. Það tryði því enginn að jólin kæmu i desember. Það tryði því enginn að ... að ... “ Dees tafsaði, öskureiður. „Komdu þér í burtu, ómerkilega skepnan þín,“ sagði Johnny. „Þú getur gleymt þessari bók!“ öskraði Dees. Hann virtist vera að segja það versta sem honum gat dottið í hug. „Það verður hlegið að þér í hverju einasta útgáfufyrirtæki í New York. Það eru til leiðir til að afgreiða hrokagikki eins og þig og við þekkjum þær, drullusokkur! Við ... “ „Ég ætla að fara að sækja riffilinn og skjóta óviðkomandi á lóðinni," mælti Johnny. Dees hörfaði að bílaleigubílnum sínum, enn hrópandi hótanir og skammaryrði. Síðdegissólin glampaði aftur á krómið þegar Dees gaf bensínið miskunnariaust í botn og ók á brott. Johnny settist aftur í ruggustólinn, með enn- ið í höndum sér og bjó sig undir að bíða þess að höfuðverknum Ijnnti. * ^ * „Ætlarðu að gera hvað?“ spurði bankastjórinn. Fyrir utan flóði umferðin stöðugt um sveitalegu aðalgötuna í Ridgeway í New Hampshire. „Ég ætla að bjóða mig fram á löggjafarþingið á næsta ári,“ endurtók Greg Stillson. Charles Gendron bankastjóri, forseti Lions- klúbbsins á staðnum, hló - óöruggum hlátri. Fólk var oft óöruggt í návist Stillsons. Hann gretti sig við hlátri Gendrons. „Ég meina, það er ekki ólíklegt að George Harvey hafi eitthvað um það að segja, ekki satt, Greg?“ Auk þess að vera mikill framkvæmda- maður í borgarmáium var George Harvey guð- faðir repúblikana í þriðja umdæminu. „George segir ekki baun,“ sagði Greg rólega. Hár hans var að byrja að grána en andlitið varð skyndilega afar líkt andliti manns sem sparkað hafði hund til dauða í hlaðvarpa í lowa. Það var þolinmæði í röddinni. „George verður rétt utan við hliðarlínu en hann verður mín megin á vellinum, ef þú skilur hvað ég á við. Ég treð honum ekkert um tær því ég ætla að bjóða fram sjálfstætt framboð. Ég hef ekki tíma til að verja tuttugu árum í að kynna mér reglurnar og koma mér í mjúkinn hjá fólki.“ Chuck Gendron var hikandi. „Þú ert að grínast, er það ekki, Greg?“ Grettan á Greg birtist á ný. Hún var ógnvekj- andi. „Ég geri aldrei að gamni mínu, Chuck. Fólk ... heldur að ég spaugi. Þessir fábjánar á blöðunum halda að ég sé að spauga. En talaðu við George Harvey. Spurðu hann hvort ég sé að leika mér eða hvort ég komi hlutunum í verk. Þú ættir líka að vita betur. Við höfum nú grafið nokkur lík saman, er það ekki, Chuck?" Grettan breyttist í kuldalegt glott - máski fannst Gendron það kuldalegt vegna þess að hann hafði látið hafa sig út í nokkur skipulagningarsvindl með Greg Stillson. Þeir höfðu grætt á því, já, vitanlega höfðu þeir grætt, það var ekki málið. En sumar hliðar þessara mála höfðu ekki verið - ja, alveg löglegar. Mútur til ríkisstarfsmanns meðal annars en það var ekki það versta. í einu hverfinu hafði verið gamall maður sem ekki vildi selja og fyrst höfðu hænurnar hans fjórtán drepist úr einhverjum dularfullum sjúk- dómi, í öðru lagi hafði kviknað í kartöflukofanum hans, í þriðja lagi hafði einhver klínt hundaskít upp um alla veggi hjá gamla manninum þegar hann brá sér frá, í fjórða lagi hafði gamli maðurinn selt og I fimmta lagi var þetta sama íbúðahverfi nú risið. ■ Að lokum sagði hann: „Greg. Bisness- menn koma ekki með framlög af hjartagæsku heldur af því að sigur- vegarinn kemur til með að skulda þeim eitthvað þegar upp er staðið.“ Og - kannski I sjötta lagi: Mótorhjóladraugurinn Sonny Elliman var aftur kominn á svæðrð. Þeir Greg voru góðir kunningjar og það eina sem bjargaði þessu frá að verða helsta kjaftasaga bæjarins var sú staðreynd að Greg sást oft með hippum og mótorhjólamönnum. Greg hafði átt hugmyndina að því að sekta ekki fyrir dópneyslu og umferðarlagabrot, heldur að Ridgeway léti þá brotlegu vinna endurgjaldslaust fyrir bæinn. Bankastjórinn yrði fyrstur til að viðurkenna gildi þessarar hugmyndar. Hún hafði meðal annars orðið til þess að Greg var kosinn borgarstjóri. En þetta - þetta var algert brjálæði. „Hvernig litist þér á að verða kosningastjórinn minn?“ spurði Greg nú. „Greg ... “ Gendron varð að ræskja sig og byrja aftur. „Þú virðist ekki skilja þetta. Harrison Fisher er fulltrúi þessa svæðis í Washington. Harrison er repúblikani, virtur og trúlega ódauð- legur.“ „Það er enginn ódauðlegur," sagði Greg. „Harrison er fjári nálægt því,“ sagði Gendron. „Spurðu George Harvey. Þeir voru skólabræður. I kringum árið 1800, held ég.“ Greg tók ekki eftir þessum slappa brandara. „Ég finn mér eitthvert gælunafn - allir munu álíta að ég sé að grínast - og að lokum hlæja kjósend- ur mig alla leið til Washington." „Þú ert brjálaður, Greg.“ Brosið þurrkaðist gjörsamlega af Greg. Eitthvað óhugnanlegt átti sér stað í svip hans. Hann var grafkyrr og augun þöndust út svo of mikið sást af hvítunni. „Svona nokkuð ættirðu ekki að láta út úr þér, Chuck. Aldrei. “ Bankastjórinn fann til meira en óhugnaðar núna. „Fyrirgefðu, Greg. Það er bara það ..." „Nei, svona skaltu ekki tala við mig nema þú viljir að Sonny Elliman bíði þín einhvern daginn." Varir Gendrons bærðust en hann gaf ekkert hljóð frá sér. Greg brosti aftur. „Skiptir ekki máli. Ekki viljum við standa í deilum ef við ætlum að fara að vinna saman. „Greg..." „Ég vil fá þig vegna þess að þú þekkir hvern einasta bisnessmann í þessum hluta New Hampshire. Fimmtíu þúsund dollarar ættu að nægja okkur til að frjóvga grasræturnar." Bankastjórinn, sem starfað hafði fyrir Harrison Fisher í síðustu fjórum atkvæðaleitum, var svo undrandi á pólitískum barnaskap Gregs að í fyrstu vissi hann ekki hvernig hann ætti að halda áfram. Að lokum sagði hann: „Greg. Bisness- menn koma ekki með framlög af hjartagæsku heldur af því að sigurvegarinn kemur til með að skulda þeim eitthvað þegar upp er staðið. ( tví- sýnni kosningabaráttu leggja þeir fram fé til hvers þess frambjóðanda sem hefur vinningsmögu- leika, vegna þess að féð er frádráttarbært frá skatti þó þeirra maður tapi. En lykilorðið er vinn- ingsmöguleikar. Fisher er... “ „Öruggur um að vinna,“ lagði Greg ti! málsins. Hann tók umslag upp úr vasa sínum. „Líttu á þetta.“ Bankastjórinn opnaði umslagið. Það varð löng þögn á skrifstofunni eftir fyrstu andköfin frá Gendron. Á veggjum skrifstofunnar voru myndir eftir Remington. Á skrifborðinu voru innrammaðar fjölskyldumyndir. Nú lágu á skrif- borðinu myndir af bankastjóranum með höfuðið grafið milli læranna á ungri konu með svart hár - eða það gæti hafa verið rautt, myndirnar voru svart/hvítar og það var erfitt að segja til um það. Andlit konunnar var alveg skýrt. Þetta var ekki andlit eiginkonu bankastjórans. Sumir íbúar Ridgeway hefðu þekkt þarna andlit einnar gengil- beinunnar á litlu veitingahúsi tveimur borgum vestar. Myndirnar af bankastjóranum með höfuðið milli læra gengilbeinunnar voru meinlausar - andlit hennar sást greinilega en andlit hans ekki. Á hin- um myndunum hefði jafnvel amma hans þekkt hann. Það voru myndir af Gendron og gengilbein- unni í heilli kyniífssyrpu þó ekki væri um að ræða alveg allar stellingarnar í Kama Sutra. Gendron leit upp, hann var náfölur, hendurnar titruðu. Hjarta hans hamaðist. Hann óttaðist hjartaáfall. Greg horfði út um gluggann á skærbláan októberhimininn. „Vindar breytinganna eru farnir að blása,“ sagði hann og svipurinn var fjarrænn. Hann leit aftur á Gendron. „Veistu hvað Maó formaður seg- ir í Rauða kverinu?" Chuck Gendron hristi höfuðið. Með titrandi höndum neri hann bringusvæðið vinstra megin. Augun hvörfluðu aftur að Ijósmyndunum. Hvað ef ritarinn hans kæmi inn núna? Hann hætti að nudda bringuna og tók myndirnar saman, tróð þeim aftur í umslagið. „Hann segir að ... ég man það ekki nákvæm- lega en inntakið er þetta: Sá maður sem skynjar vinda breytinganna ætti að byggja vindmyllu en ekki skjólvegg." Hann hallaði sér áfram. „Harrison Fisher er ekki öruggur um endurkjör, hann er búinn að vera. Ford er búinn að vera. Muskie er búinn að vera. Humphrey er búinn að vera. Margir stjórnmálamenn um allt land eiga eftir að vakna upp daginn eftir kosningar og kom- ast að því að þeir eru útdauðir eins og geirfuglar. Nixon var þolað frá og næsta ár þoluðu þeir frá fólkinu sem stóð með honum við yfirheyrslurnar og á næsta ári verður Jerry Ford bolaö frá af sömu ástæðu.“ 56 VIKAN 13.TBL1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.