Vikan


Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 8

Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 19, 1950 Söngur Rasmínu tekinn upp á plötu. Rasmína: „Ó, prófessor Sinfóní! Það er dásamlegt! Þér eruð mjög fær gagnrýnandi á söng! En hvs það var fallega gert af yður! Komið þér með hana sjálfir ? ! !“ Sölumaðurinn: „Fyrirgefið, að ég hef orð á því, en dóttir yðar kann sannarlega að velja útvarps- grammófón. Þetta er sá dýrasti, sem ég átti til!!!“ Rasmína: „Hann er dásamlegur!! Gerið svo vel og látið hann inn í hókaherbergið.“ Prófessor Sinfóní: „Já, þetta er grammófónplata, sem ég lét gera af rödd yðar —-------Þetta er sú eina, sem ég á, svo ég bið yður að gæta hennar vel.“ Rasmína: „Ég skal gæta hennar eins og sjáaldurs augna minna!“ Gissur: „Hvað? Þrjú þúsund krónur fyrir út- varpsgrammófón, til þess eins að spila plötu, sem þú hefur sjálf sungið inn á.“ Rasmína: „Halló ------ Er það hjá „viðtækja- og húsgagnaverzlun ríkisins" ? — Mig langar til að fá fallegt skatthol eða lágan skáp til þess að láta nýja útvarpsgrammófóninn minn standa á. — Það er alveg sama hvað það kostar, það verður að vera fallegt." Teikning eftir George McManus. Rasmína: „Mig langar til að biðja þig að kaupa fyrir mig bezta grammófóninn, sem völ er'á. Þetta er plata, sem ég hef sungið inn á — Hugsaðu þér? Röddin min á grammófónplötu! !“ Erla: „Ég skal láta senda einn heim í kvelli." Gissur: „Þrjú þúsund krónur fyrir útvarps- grammófón og fjögur þúsund fyrir þennan skáp — —• — og auk þess verð ég að hlusta á Rasmínu syngja!!‘ Rasmína: „Þjónn! Komið inn með plötuna, en farið mjög varlega." Gissur: „Ó, ó!! Þarna brotnaði platan!!“ Rasmína: „Guð hjálpi mér! Þessi dýrgripur, sem átti að gera rödd mína ódauðlega!!!“ Þjónninn: „Ég get ekki lýst því, hve mér þykir þetta leitt. — Ég rann á gólfrenningnum. Ég vona að þér getið fyrirgefið mér. — Ætli að það sé hægt að líma hana?“ Gissur: „Ég vona ekki!!!“ Rasmína: „Þessi ómetanlegur dýrgripur!! Eina platan, sem varðveitti söngrödd mína!!“ Þjónninn: „Þúsund krónur? Þetta nær engri átt herra Gissur." \ Gissur: „Skeytið ekki um það — — — Stingið þessu í vasann og látið konuna mína ekkert vita!!!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.