Vikan


Vikan - 06.07.1950, Blaðsíða 4

Vikan - 06.07.1950, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 26, 1950 „ÉG ER SVO ÁSTFANGIIM!" Smásaga eftir PEGGY MANN. OUSAN vafði hárlokk upp á fingur sér ^ og lét í hann hárklemmu. „Ég skal segja þér, hvað það er,“ sagði hún leyndar- dómsfull á svip. „Ég er svo ástfangin.“ Meggie Jones sagði ekkert. Hún lá á gólfinu og gerði í ákafa æfingarnar, sem áttu að grenna á henni afturendann. Meggie hafði einu sinni sent spurninga- bréf til vikublaðs og spurt, hvaða ráð væri bezt að nota til þess að grenna þennan holdlega líkamshluta. Undirskriftin var „ein 'óhamingjusöm“. Nokkrum vikum síð- ar var svohljóðandi svar í blaðinu: „Kæra óhamingjusama! Hér er ágæt æfing, sem þér getið reynt. Leggist á bak- ið á gólfið og lyftið upp þessum þunga líkamshluta og látið hann falla aftur nið- ur á gólfið. Endurtakið þessa æfingu tutt- ugu og fimm sinnum hvert kvöld.“ En Meggie átti heima í leiguhúsi og leigend- urnir á hæðinni fyrir neðan kvörtuðu und- an æfingunum hennar, svo hún notaði sér tækifærið, þegar hún kom og gisti hjá Susan einu sinni í viku, og gerði þar æf- ingar fyrir heila viku í einu — eitt hundr- að sjötíu og fimm högg í röð. /,,Þú skilur,“ hélt Susan áfram, „það er þess vegna, sem ég vil ekki fara á skóla- dansleikinn. — Þegar maður er ástfangin, finnst manni aðeins einn karlmaður vera til í heiminum, og ef hann nú af tilviljun þarf að vera í annarri borg við nám, þá má maður ekki svíkja hann með því að fara á dansleik.“ Meggie stanzaði augnablik í miðri æf- ingu. „Ertu ekki heldur of ung til þess að vera ástfangin?“ „Það er ekki háð aldrinum, Meggie. Það fer allt eftir því, hvað maður er þroskaður. Þegar maður er jafnhrifin af einhverj- um og ég er af Davíð, og hann er jafn- hrifinn af manni, þá hefur aldurinn ekk- ert að segja.“ „Einmitt!“ sagði Meggie og hélt áfram að gera æfingarnar sínar. „Er nokkuð bréf til mín, mamma?“ spurði Susan dálítið þrgytulega daginn eftir við morgunverðarborðið. „Nei, vina mín.“ „Ekki bréf frá Davíð?“ skríkti Meggie. „Ég hélt, að hann skrifaði þér daglega." „Hann hefur án efa of mikið að gera, til þess að hann megi vera að því að skrifa,“ svaraði Susan. „Jú, hann þarf víst að hugsa um aðra stelpu,“ sagði yngri bróðir Susan stríðnis- lega. „Ted!“ sagði Susan byrst. „Þú mátt ekki tala með fullan munninn.“ Ted kingdi matnum og sagði síðan hátt og snjallt: „Hún hefur nefnilega ekki fengið bréf frá Davíð í hálfan mánuð.“ „Fyrst hann er í háskólanum við nám, á hann auðvitað bágt með að fá tíma til að skrifa. Skilur þú það?“ sagði Susan og lét sykur í teið. „Auk þess,“ bætti hún við, „kemur hann heim í frí eftir tíu daga. Það er alveg óþarfi fyrir hann að skrifa, fyrst hann kemur svona fljótt sjálfur." Tíu dögum síðar laumaðist Susan burt úr söngtíma og fór snemma heim. Allir skildu hversvegna. Susan var eina stúlk- an í skólanum, sem var í nánum kynnum við stúdent, og þessi kynni hennar vörp- uðu ljóma yfir öll bekkjarsystkinin og gerði það, að þeim fannst þau vera orðm fullorðin. Allan daginn hafði Susan bros- að, yppt öxlum og hlegið að ótelj- andi spurningum. Jú, Davíð mundi koma með lestinni klukkan tíu mínútur yfir þrjú. Nei, hún vissi ekki meira, eða kærði sig að minnsta kosti ekki um að segja meira. Og svo brosti hún leyndardóms- full á svip. En á heimleiðinni í strætisvagninum fór óttinn, sem hafði svo oft gert vart við sig undanfarið, að kvelja hana á ný. Hvers- vegna hafði hann ekki skrifað? En skömmu síðar var henni litið á gullhring- inn hans, sem hún bar á vísifingri vinstri handar, og samstundis hvarf allur ótti og hún var sannfærð um, að hann mundi biða hennar heima. — Kannske sat hann á legubekknum við gluggann, reiðubúinn til að faðma hana að sér um leið og hún kæmi inn úr dyrunum. Hún hafði ákafan hjartslátt, er hún opnaði dyrnar, þegar hún kom heim. Hún strauk hendinni létt yfir hárið. Það var mjúkt og hreint, alveg eins og Davíð VEIZTU -? 1. „Eldsvoðinn mikli“ í Baltimore eyði- i lagði 1500 hús og 86 sambyggingar, en E engin manneskja meiddist. Hvenær var : þessi eldsvoði ? 2. Hvað er Eiffelturninn í París hár? 3. Falla horn hjartarins áriega? Ef svo | er, eru þau alltaf jafnstór? 4. Hvert er flatarmál Bretlands? 5. Hverrar þjóðar var tónskáldið Ole | Bull, og hvenær var hann uppi? 6. Hverjum giftist Viktoría Englands- | drottning ? : 7. Hver skrifaði hinn heimsfræga gaman- | leik ,,Oiivia“? 8. Hvort er Havana eða Port au Prince I höfuðborgin á Cuba? 9. Hvaða ár hertók Knútur mikli Eng- i land? 10. Hvaða tungumál hefur mestan orða- i forða ? i Sjá svör á bls. 14. i ''ajMMmiiiiiMwiiimmminiiiMimiMiMMiiitiMiiiiiiiiMMiiiiiiimMiiMasMHMm#? vildi að það væri. Síðan gekk hún inn. — En þar sat enginn Davíð. Hún gekk að símaborðinu og leit á minnisblaðið, en þar voru engin skilaboð til hennar. Hún fór fram í eldhúsið. Þar sat móðir henn- ar og malaði kaffi. „Hefur nokkur hringt til mín, mamma?“ „Nei. Hver hefði það átt að vera?“ Susan yppti öxlum og stakk upp í sig brenndri kaffibaun. Síðan fór hún út úr eldhúsinu og inn í herbergið sitt. Hún sat á legubekknum, studdi hönd undir kinn og reyndi að kingja grátnum. En á næsta augnabliki var allur efi á burt, og hún hugsaði: Hann er þreyttur eftir langa og erfiða ferð. Hann hringir ekki fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. Hún ákvað þá að skipta um föt og punta sig. Hún tók eina flíkina á fætur annarri út úr klæðaskápnum og athugaði hana gaumgæfilega. Það var blettur á rauða pilsinu, rósótti kjóllinn var of barnalegur; hann hafði svo oft séð hana í köflótta kjólnum. Að lokum ákvað hún að fara í nýja svarta kjólinn sinn. Það gat verið, að hún væri of puntuð í hon- um svona um síðdaginn, en ef þau færu nú út að skemmta sér um kvöldið, þá væri bezt að vera við öllu búin. Hún leit að minnsta kosti út fyrir að vera svolítið fullorðnari og lífsreyndari, ef hún var svartklædd. Klukkan fimm var Susan loks búin að laga sig til eins og henni líkaði ,og sett- ist þá niður til að læra fyrir næsta dag. Loks hringdi síminn og Susan spratt á fætur og hrópaði: „Ég skal svara í sím- ann!“ og svo þaut hún niður stigann. „Halló!“ sagði hún full eftirvæntingar. Hún heyrði málróm hinnar kverkmæltu frú Spencys í símanum. „Halló! Er það Susan? Er mamma þín heima?--------------“ Síminn hringdi ekki oftar. Til þess að vekja ekki á sér athygli skipti Susan aft- ur um föt fyrir kvöldverð. Hún fór i pils og peysu. Á meðan hún borðaði átti hún fullt í fangi með að verjast gráti. Hana sveið í augun, og þegar hún reyndi að borða, gat hún ekki kingt, því það sat kökkur í hálsinum á henni. Til allrar hamingju vissi f jölskylda hennar ekki, að Davíð var kominn. En skólasystkini henn- ar vissu það, og hvað átti hún að segja, þegar hún hitti þau? Þessi óbærilega hugsun varð til þess að Susan gekk að símanum og hringdi. Það var skátafundur hjá Ted í kjallar- anum, svo það var öruggt, að enginn heyrði, þó að hún hringdi. Hún bað þrisv- ar um númerið og þrisvar skellti hún heyrnartólinu aftur á símann. Loks heppn- aðist henni að stynja upp: „Halló! Gæti ég fengið að tala við Davíð?“ Hún varð máttlaus í hnjáliðunum og lét fallast niður á stól, sem stóð við síma- borðið. Hún hafði ákafan hjartslátt, og varir hennar voru skraufþurrar. „Halló, er það Davíð? Það er Susan! Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.