Vikan


Vikan - 06.07.1950, Blaðsíða 2

Vikan - 06.07.1950, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 26, 1950 PÓSTURINN • Svar til Siguröar Sœfara: Því miður getum við ekki gefið yður upplýsingar um það, hvort hægt verði að komast á norskt vöruflutn- ingaskip, og viljum við benda yður á að leita upplýsinga um það hjá norska sendiráðinu á Fjólugötu 15, Reykjavík. Svar til G. Á. K.: 1. Ef þig langar til að grennast er bezt fyrir þig að forðast allan feitan mat (t. d. rjóma, feitt kjöt, feitan fisk o. s. frv.) og öll sætindi. Borðaðu sem minnst á kvöldin. Farðu í gönguferðir og reyndu að iðka sund, leikfimi og aðrar íþróttir. 2. a) Sætur matur og fituríkur (smjör, tólg, feitt kjöt o. s. frv.) er fitandi. b) Fyrir manneskju, sem er að grenna sig er bezt að borða sem mest af grænmeti. 3. Skriftin er ekki góð. Elskulega Vika? Hinar beztu þakkir fyrir allt skemmtilegt og fróðlegt, sem maður fær að lesa frá þér. Nú ætla ég að skrifa þér i fyrsta sinn og spyrja þig nokkurra spurninga, þær eru svona: 1. Fær ekki kvenfólk að læra sigl- ingafræði úr skóla S.Í.S. eins og strákar. 2. Hver er utanáskriftin þangað? 3. Hvað á ég að vera þung, ég er 167 cm há og er 16 ára? 4. Hvaða litir fara mér bezt, ég er há og grönn með frekar dökk augu og rauðbrúnt hár, frekknótt? Svo vona ég að þú svarir. Vertu svo marg blessuð Vika min. þinn lesandi. Svar: 1. Konur geta jafnt og karl- menn fengið að læra siglingafræði hjá bréfaskóla S'.l.S. 2. Utanáskriftin er: Bréfaskóli S.l.S. Sambandshúsinu Reykjavík 3. 61% kg. 4. Grátt, brúnt, blátt, grænt og auðvitað svart og hvítt. Kæra ,,Vika“ mín! Ég ætla nú að skrifa þér og leggja fyrir þig eina spurningu, sem ég von- ast eftir, að þú svarir fljótlega. Ég les alltaf ,,Vikuna“, og ég sé, að all- ir sem þurfa að fá vandamál sín leyst, leita til þín. Ég vona, að þetta bréf endi ekki í ruslakörfunni, eins og svo margir segja við þig. Svoleiðis er að ég er afskaplega hrifin af ungum strák, og við erum mjög hamingju- söm hvort með annað. — En hann er ekki talinn ,,vaða í viti“, og þess vegna eru allir svo andvigir þessu. Fólk hefur spillt sambandi okkar af ásettu ráði með því að bera allskonar slúðursögur á milli, og snúast þær allar um hann. Hann skellir allri Snorra edda Sœmundar edda Sturlunga saga og Glæsileg vinargjöf íslendingasögurnar fást nú í vönduðu og fallegu skinnbandi (15 bindi). Band- ið er fyrsta flokks og getið þér valið rautt, brúnt eða svart skinn. Hinir vandlátu velja íslend- ingasagnaútgáfu Sigurðar Kristjánssonar. ........‘I!..... Fæst hjá bóksölum, en aðalútsala er hjá Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar, Bankastræti 3. skuldinni á mig og talar því sjaldan, eða réttast sagt aldrei, við mig. Hann er ákaflega sár vegna þess og dregur sig alveg í hlé. Hvað á ég að gera til þess að fá hann til að tala við mig. Ég er sjálf svo feimin, að ég á hálf bágt með að tala við hann að fyrra bragði. — Get ég ekki orðið fullkom- lega hamingjusöm með honum á lífs- leiðinni, þótt svona sé um hnútana búið? Vonast eftir svari sem fyrst. Þín vina Rauna Rós. Svar: Við sjáum ekkert því-til fyrirstöðu, að þú getir orðið hamingjusöm með þessum dreng. Þú segir, að almennt sé álitið, að hann „vaði ekki í viti“. Það má vel vera að svo sé, en hann getur samt sem áður orðið góður og nýtur þjóðfélagsþegn og reynzt’hinn ágætasti heimilisfaðir. Ef þið eruð hamingjusöm og ánægð hvort með annað, þá finnst okkur engin ástæða til þess, að þið slitið sambandi ykkar vegna slúðursagna utanaðkomandi fólks. — Mundu það, að það er betra að hafa lítið vit og nota það vel, en hafa mikið og nota það illa. Svar til Stellu Rögnu: 1. Þú átt að vera 58—59 kg. — 2. Grænt, grátt, blátt, gult og auðvitað hvítt hlýtur að fara þér vel. — 3. Skriftin er góð, en helzt til of smá. Eftir hvern er þessi vísa: Getur einhver lesandi blaðsins frætt okkur um það: Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel og segja mér, eftir hvern vísan er sem hér fer á eftir: Menningar og menntastraumar mæða ei fólkið hér. Það dottar allt og dregur ýsur, drottinn hjálpi mér. Með vinsemd og þakklæti Karssa. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Halla Stefánsdóttir (við pilta á aldr- inum 19—23ja ára), Soffía Aðalsteinsdóttir (við pilta á aldrinum 19—23ja ára). Báðar á Hótel Hjalteyri við Eyjafjörð. Helena Violanta (við pilt eða stúlku 16—20 ára), Miðstræti 20, Nes- kaupstað. Alda Gjoveraa (við pilt eða stúlku 16—20 ára), Strandgötu 11, Nes- kaupstað. Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftasími 2526. Pósthólf 75. ,,--Hver íslendingur, sem átti fornritin, og las þau með athygli, fékk í „Gullöld Islendinga“ skýringu á því merkilega fyrirbæri, að á þjóðveldistímanum tókst afskekktri og fámennri þjóð á Islandi að skapa þjóð- skipulag og þjóðmenningu, sem mun ætíð verða talin varanlegt afrek í sögu Vesturlanda. — I höndum Jóns Aðils varð saga landsins heit eggjan til Islendinga um að vera hvergi eftirbátar forfeðranna.“ — Þetta segir Jónas Jónsson fyrrv. alþingismaður m. a. í formála fyrir 2. útgáfunni. „Gullöld íslendinga“ er tilvalin gjafabók! Skoðið „GULLÖLD ÍSLENDINGA“, hjá næsta bóksala, í hinu glæsilega skinnbandi. Bókaverzl. Sigurðar Kristjánssonar Bankastræti 3. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.