Vikan


Vikan - 06.07.1950, Blaðsíða 7

Vikan - 06.07.1950, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 26, 1950 7 JÉG EK SVO ÁSTFANGIN Framhald af bls. 7. Ertu búinn að gleyma mér?“ Hún hló upp- gerðarhlátri, þó hún hafi alls ekki ætlað sér það. „Nú, ætlaðir þú að fara að hringja til mín? Ó, þú þarft að tala við mig? . . . Nei, ég hef ekkert sérstakt að gera í kvöld . . . Auðvitað máttu koma . . . Bless á meðan.“ Hún skellti heyrnartólinu á símann og sat augnablik kyrr. Hún hugsaði hvorki um, hvað hann ætlaði að segja við hana, né hvað rödd hans hafði verið óeðli- leg. Hún aðeins sat þarna, líkt og hún væri stirðnuð. Síðan gekk hún hægt upp stig- ann og fór aftur í svarta kjólinn. Þetta var yndislegt kvöld. Tunglið sendi milda silfurgeisla sína til jarðarinn- ar og engispretturnar tístu hver í kapp við aðra. Hún sat við hlið Davíðs á bekkn- um bak við húsið. — En hann hélt hvorki í höndina á henni né utan um mitti henn- ar. Hann sagði við hana: „Skilur þú, Sus- an, það var vegna þess að mér leiddist, þegar ég átti að fara að heiman. Ég vildi helzt vera kominn í örugga höfn. Ég vildi þekkja einhverja, sem ég gæti kall- að stúlkuna mína. Einhverja, sem ég gæti talað um, og sem vildi skrifa mér dag- lega.“ Susan andvarpaði. „En það var ekki aðeins þetta, Susan. Mér geðjaðist vel að þér. Mér þótti það vænt um þig, að ég hélt, að ég væri orð- inn ástfanginn. En svo var ekki. Ég veit það nú.“ „Hversvegna veiztu það núna?“ Hún furðaði sig á, hvað rólega hún sagði þetta. „Jú — eins og ég sagði áðan — þá eignaðist ég brátt kunningja á háskólan- um, og þegar þeir fóru út að skemmta sér, buðu þeir mér alltaf með. Ég sagði þeim, að mér þætti vænt um stúlku heima í þorpinu mínu. En loks tókst þeim að sannfæra mig um, að það er óhyggilegt að binda sig á meðan maður er ekki eldri en nítján ára. Þeir sögðu, að ég hitti kannske aðra stúlku, sem mér þætti vænna um.“ „Og svo fór.“ Susan fannst hún tæplega vera hún sjálf, henni fannst hún miklu frekar vera leikkona, sem væri að leika í átakanlegri kvikmynd. „Já,“ stundi Davíð. „En Susan, ég mun aldrei gleyma þér. Ég vildi að við gæt- um alltaf verið vinir. Þú skilur, að þegar maður fer að sjá sig um í heiminum, þá sér maður fljótlega, að það eru fleiri stúlkur í heiminum en sú, sem býr í næsta húsi. Og ég hitti stúlku, sem---------“ „Viltu fá hringinn þinn aftur?“ sagði Susan rólega. „Þú vilt kannske lána henni hann?“ „Hm, já, þú skilur, ég lána henni hann líklega — og kannsk'e tuttugu öðrum, áð- ur en ég kemst í örugga höfn. Kannske kemur hann aftur til þín áður en yfir lýk- ur, en------“ „Já, ég skil þetta prýðilega," sagði UTSVARSSKRA 1950 c Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík fyrir árið 1950 liggur Erammi almenningi til sýnis í skrif- stofu borgarstjóra, Austurstræti 16, Erá mánudegi 26. júní til laugardags 8. júlí n. k., kl. 9—12 og 13—16,30 (þó á laugardögum aðeins kl. 9—12). Kærufrestur er til sunnudags- kvölds 9. júlí kl. 24 og skulu kærur yfir útsvörum sendar niðurjöfnunar- nefnd, þ. e. í bréfkassa skattstofunn- ar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu fyrir þann tíma. Borgarstjórinn í Reykjavík, 25. júní 1950. Gunnar Thoroddsen. Susan. „En nú býst ég ekki við, að við þurfum að segja meira hvort við annað.“ Davíð stóð á fætur. „Þú er ágæt, Susan. Ég hef verið áhyggjufullur að undanförnu. Framhald á bls. 14. BUFFALO BILL Þegar njósnarinn kemur til baka Buffalo Bill: Ástandið er Buffalo Bill: Við skulum Indíánarnir gera áhlaup. gefur Gulhandi skipun um að um- ægilegt. Hvað haldið þið, að bjarga þessu. Það er að visu Gulhandi hrópar: Við er- kringja runnana. við getum varizt lengi? hvergi smuga til að laumast um búnir að ná þeim, þeir Gulhandi: Enginn má komast und- Hermaðurinn: Það verður burt. geta ekki sloppið. Nú verða an. ekki lengi. Við erum svo fáir. þeir loks að gefast upp. Til allrar hamingju er Hickock Liðsforinginn: Hickock, þú Skyndilega stöðvar Hickock hest Hiekock og menn og hans menn á leið yfir slétturnar. ratar. sinn. hans ríða út á orustu- Hickock: Já, vaðið sem við eig- Hickock: Sjáið þið þarna! Þetta er völlinn. um að fara á er þama. ugglaust indíánaárás, máske á Jó- Hickock: Þessa leið! hönnu eða Buffalo Bill. Hermaðurinn: Við skulum riða þangað.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.