Vikan


Vikan - 06.07.1950, Blaðsíða 5

Vikan - 06.07.1950, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 26, 1950 5 ■ NINIIMIIIIHIIMHIIIIINIIIHIf Ný framhaldssaga: iiuiistiiiiiiiiiiiiiiiinii FJOLSKYLDAN FRA GREENLANE COTTAGE Eftir NINA BRADSHAW „Mér virðist þið hafa lag á að una ykkur vel hér í sveitinni,“ sagði Alison hlæjandi. „Ég er því miður hrædd um, að ég mundi ekki geta það. Ég er ekta Lundúnarbúi. En auðvitað er gaman að skreppa hingað um helgar," bætti hún við. „Hvaða dásamlegi ilmur er þetta?" „Það eru páskalilíur," sagði Joan. „Það vex heilmikið af þeim meðfram þyrnigerðinu. Já, það er yndislegt hér í Primsworth." „Já, það er gaman að sjá, hvað þið eruð á- nægð," sagði Alison og gekk í áttina til hússins. „Nú verður Frank víst að fara aftur yfir í „græna broddgöltinn". — Ég ætla að fylgja honum áleiðis." 4. KAFLI. Þegar Alison kom hálfri klukkustund siðar til baka frá þvi að fylgja Frank yfir í „græna broddgöltinn", þar sem hann ætlaði að skipta um föt fyrir matinn, tók hún eftir þvi, þegar hún var rétt komin að hliðinu, að eitthvað óvenjulegt var á seiði. Móðir hennar, Kitty, Joan og Rósa Veronica stóðu saman í garðinum og töluðu hver í kapp við aðra og góndu upp á þakið. Alison gat í fyrstunni ekki séð, hvað þær voru að góna á, vegna þess að stórt linditré byrgði útsýnið, en þegar hún var komin framhjá tréinu, sá hún Willie og Joy, sem sátu uppi á þakinu og héldu sér dauðahaldi hvort í sinn reykháf. „Hvernig í ósköpunum hafa þau komizt þarna upp?“ spurði Alison og flýtti sér til þeirra. „Ég veit það ekki. Ó, Alison, þau renna niður og steinrotast," kveinaði móðir þeirra og neri saman höndunum. „Nei, áreiðanlega ekki. Haldið ykkur fast krakkar!" hrópaði Alison upp til þeirra. „Ég get það ekki! Ég get það ekki! Ég dett! Mig svimar," æpti Joy, sem var viti sínu fjær af hræðslu. „Þvaður," sagði Alison napurt. „Lokaðu aug- unum og haltu þér fast. Við náum ykkur niður eftir augnablik. — Þau hafa augsýnilega farið út um gluggann á mömmu herbergi, hann ér nefnilega opinn," sagði Alison, þegar hún hafði litazt um, til þess að athuga, hvernig hún gæti hjálpað börnunum niður. „Og svo hafa þau klifr- að upp rörið og þaðan upp á þakið. — Þakstein- arnir eru ósléttir og mosavaxnir, svo að þetta hefur ekki verið erfitt fyrir þau, sem eru í skóm með gúmmísólum. Þegar Willie hefur verið kom- inn alla leið, hefur hann dregið Joy upp í reip- inu, sem hann hefur um mittið. En nú er annað mál að komast niður, og þau eru alveg viti sínu fjær af hræðslu." — Willie var raunar náfölur og ringlaður að sjá, en hann sagði ekkert. „Hvað eigum við að gera?" spurði Kitty ráð- þrota. „Við eigum engan stiga, og ég veit ekki hvar hægt væri að fá hann lánaðan. Það eru engin hús i nágrenninu — aðeins nokkur fá- tælcra hreysi við endann á þessum vegi þarna, og þar á fólkið áreiðanlega engan. Bara að ein- hver okkar gæti klifrað upp á þakið og rennt börnunum niður i reipinu! Hvað ætli að það sé langt?" „Halló, hvað er að? Nú, það eru krakkarnir, sem eru uppi á þakinu!" var sagt dimmri, karl- mannlegri röddu. Þær sneru sér allar við og sáu þá háan, úti- tekinn mann, sem gelck brosandi i áttina til þeirra. „Já, þau klifruðu þarna upp, og komast nú ekki niður aftur —- — og þau eru svo hrædd," útskýrði Kitty í snatri, og leit á manninn von- leysislega. „Við eigum engan stiga, sem er nógu langur." Hún sagði honum frá áformi sinu um að klifra upp á þakið til þeirra og hjálpa þeim svo niður með reipinu. „Það er víst einasta leiðin," viðurkenndi ungi maðurinn. „Ég skal klifra út um gluggann, þvi það er augsýnilega þar, sem unga fólkið hefur farið." „Já, komið með. Ég skal vísa yður veginn," svaraði Alison og gekk á undan inn í húsið. Hinar, sem urðu eftir fyrir utan, sáu hann skömmu síðar koma út um gluggann, reyna styrk- leika rörsins og klifra síðan upp eftir því. Kitty var á nálum um, að þakrennan mundi ekki geta borið hann, en hún var augsýnilega ný og traust. Willie og Joy gleymdu alveg hræðslunni, á með- an þau fylgdust áhugásöm með hverri hreyfingu hans. Á undarlega skömmum tíma komst hann upp á þakið, og augnabliki síðar sat hann klofvega yfir mæninn. Þar sem Joy var yngri, vildi hann fyrst hjálpa henni niður. Hann fékk Willie til þess að leysa af sér reipið, sem hann hafði um mittið og batt það um sig sjálfan. Til allrar hamingju var það sæmilega langt og sterkt. Hinn enda reipisins batt hann utan um Joy, og lét hana renna niður þakið, því næst renndi hann sér sjálfur niður og lyfti henni yfir þakbrúnina, og lét hana síga niður til Kittyar, sem tók á móti henni opnum örmum. Á sama hátt fór hann með Willie. „Viðbjóðslegu krakkaasnar! Til hvers voruð þið eiginlega að flækjast þarna upp?“ spurði Alison, sem var aftur komin út í garðinn. „Við vorum bara að leika okkur. Við þóttumst vera i fjallgöngu," útskýrði Willie hálf skömm- ustulegur en þó hreykinn; hreykinn vegna þess, hvað mikið hafði gengið á til þess að bjarga þeim, en skömmustulegur vegna þess, að hann hafði verið hræddur. „Það eru engin fjöll í ná- grenninu, svo að við neyddumst til að klifra upp á þakið. Hversvegna eigum við ekki heima þar sem eru fjöll?" spurði hann. „Þið eruð aumu eiturplönturnar bæði tvö. Far- ið upp í herbergin ykkar og verið þar, þangað til ég kem,“ sagði Alison og leit brúnaþung á Willie, sem hló og deplaði augunum framan í unga manninn. „Þakka yður kærlega fyrir hjálpina við að ná þeim niður," sagði Kitty hlýlega, þegar hann sneri sér að henni, „ég veit ekki hvað við hefð- um gert án yðar hjálpar. Við höfum aðeins búið hér I fáeina daga, og börnin hafa orðið all ó- stýrilát." „Eruð þið Shelgreave fjölskyldan?" spurði hann brosandi. „Já, við fluttum hingað til Primsworth á mánu- daginn var,“ svaraði Kitty og horfði aðdáunarfull- á þennan háa, sterkbyggða mann. Hann er ekki fríður, sagði hún við sjálfa sig, en hann er mjög aðlaðandi. — Hann var í hæfilega slitnum sum- arfötum. Hver gat hann verið? Hann sagði henni, hver hann var, rétt eins og hann hefði lesið hugsanir hennar. „Ég heiti Larry Kestonville," sagði hann og aðgætti hvernig hún tók því. Hann brosti hæðnuislega, þegar hann sá eftir- væntingarfullan glampa, sem þegar kom í ljós í augum hennar. „Verið þið sæl.“ Hann bjóst til brottferðar. „Ef ég get hjálpað ykkur með eitthvað seinna, lát- ið mig þá vita." „Það er þegar eitt,“ sagði Alison, eins og hún hefði skyndilega fengið hugdettu. „Viljið þér fara upp og flengja hann bróður minn? Það er venjulega ég, sem verð að gera það, en ég veit, að hann finnur ekki fyrir þvi, og að hann bara hlær að mér. En í þetta skipti á hann skil- ið að fá duglega ráðningu. Hann og Joy litla hefðu geta drepið sig, ef þér hefðuð ekki komið." Larry Kestonville brosti glettnislega. „Nú, það var þessvegna, sem strákurinn depl- aði til mín augunum, þegar þér sögðuð, að þér ætluðuð að koma upp seinna," sagði hann. „En ég skal áreiðanlega ganga frá honum fyrir yður. Sýnið mér hvar hegningin á að fara fram." Willie, sem beið brosandi eftir þvi, að systir hans kæmi, fölnaði, þegar björgunarmaður hans kom inn með spanskreyr í hendinni. Fáein tryll- ingsleg öskur gáfu til kynna, að Larry Keston- ville væri sæmilega sterkur. 5. KAFLI. „Hann er mjög myndarlegur. Kannist þið nokk- uð við hann?" spurði Alison, þegar hann var farinn. „Tja, við höfum heyrt heilmikið um hann,“ svaraði Kitty. „Frú Twitchell er eins og lifandi fréttablað. Hún segir okkur allt, sem skeður í bænum. Larry Kestonville er einhver umræddasti og ævintýralegasti maðurinn hér í nágrenninu. I rauninni er hann Bowisdale lávarður, en hann vill ekki láta ávarpa sig þannig. Fyrir tveim árum bjó hér Bowisdale lávarður ásamt þrem sonum sínum. Synir hans dóu hver á fætur öðr- um. Fyrst sá yngsti, hann féll á norðvesturvíg- stöðvunum, hann var hermaður i stríðinu. Annar lenti í bílaárekstri og dó, en sá elzti dó viku síðar í flugslysi. Þetta hljómar dálítið ósenni- lega, en það er satt. Þetta var mikið áfall fyrir gamla manninn, hann fékk hjartaslag og dó. Ein grein af ættinni bjó í Ástralíu. Kenstonville eldri, sem fluttist þangað, hafði verið rekinn frá fjöl- skyldunni vegna þess, að hann hafði gifzt frammistöðustúlku, sem hafði unnið á Sirlowe Court, ættaróðalinu. Þessi grein ættarinnar hafði engin sambönd við ættina, sem leit niður á þau. Þau voru bændafólk eða eitthvað því um líkt. Þessi Larry Kestonville er síðasti afkomandi ætt- arinnar — — — ég á. við eini karlmaðurinn. Hann á þrjár eða fjórar frænkur, sem búa í Sydney. Þær eru allar fátækar, þó að þær eigi ríkan móðurbróður. Faðir hans------eða kannske var það afi hans — fluttist með Kestonville og þjónustustúlkunni, sem hann giftist, til Ástra- líu og græddi mikla peninga þar. Larry er að vísu erfingi hans, en sem stendur er hann ekki vel efn- aður. Þegar elzti sonur Bowisdale lávarðar dó, gerði hann nýja arfleiðsluskrá, þar sem hann arf- leiddi fjarskylda frænkur sínar að öllum pening- um sínum, svo að auðæfin lentu ekki í hönd- um neinna hinna áströlsku sveitamanna. Þetta mátti hann að vísu gera, en titilinn gat hann ekki tekið frá þeim. Larry átti búgarð í Nýju suður Wales. Hann gaf ekki mikið í aðra hönd, svo að Larry seldi hann, þegar hann erfði titil- inn og fór hingað til Englands og settist að á ættaróðalinu. Hann vissi ekki, að hann erfði enga peninga. Að vísu hefur hann dálitlar tekjur af rekstri ættaróðalsins, en þær eru mjög rýrar. Meiri hluti Kestonvilleauðæfanna eru tekjur af námum og sykurekrum, sem lentu ekki í hans

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.