Vikan


Vikan - 06.07.1950, Blaðsíða 10

Vikan - 06.07.1950, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 26, 1950 • HEIMILIÐ • Þegar stálpuð börn sjúga þumalfingurinn! Eftir G. C. Myers Ph. D. Matseðillinn Hænsnasúpa: 40 gr. smjörlíki, 40 gr. hveiti, 2 í. hænsnasoð, 2 eggjarauður, salt, 2 msk. rjómi, %—1 dl. sherry. Búið til ljósa, jafnaða súpu. Jafnið með eggjarauðunum. Keimið með sherry. Látið skornar kjötbollur, eða soðnar, smátt skornar makkarónur eða gulrætur út í. Hænsnaf rikassé: 1—2 hænur, sjóðandi vatn, salt, yz laukur eða púrra. — 400 gr. gulrætur, 300 gr. gulrófur eða annað grænmeti. T. d. blómkál, grænar baunir eða því um likt. — 60 gr. smjörliki, 60 gr. hveiti, 9 dl. hænsna- og grænmetissoð, % dl. rjómi. (Söxuð steinselja). Reytið, hreinsið og afvatnið hæn- urnar. Setjið þær yfir í sjóðandi salt- vatn og sjbðið hana þar til kjötið er orðið meyrt (2r—4 klst.). Sjóðið lauk- inn eða púrruna með síðustu klst. Sjóðið ræturnar í sama vatni, en fær- ið þær upp um leið og þær eru soðn- ar. Færið hænurnar upp og síið soð- ið. Búið til ijósa soðsósu og bland- ið rjómanum saman við. Skiptið hæn- unum i bita og raðið þeim á fat. Sker- ið ræturnar og leggið þær ofan á. Hellið sósunni yfir og stráið saxaðri steinselju á. Alexöndrubúðingur: 1 eggjarauða, ca. 75 gr. sykur, y.z tsk. vanillusykur, 4 y2 dl. rjómi, ca. 1 dl. hvítvín eða rabarbaravín, 7—8 bl. matar- lim (8—10 tsk,), % dl. sjóðandi vatn. Þeytið eggjarauðuna með sykrin- um, bætið vanillusykrinum í. Stíf- þeytið rjómann og blandið öllu sam- an. Bræðið matarlimið i vatninu og og hellið þvi ylvolgu út i. HÚSRÁÐ Þegar þér kaupið handklæði, gæt- ið þá að því, hvort undirvefnaðurinn er þéttur. Því vandaðri og þéttari sem undirvefnaðurinn er, því sterkari eru handklæðin. _______ Ef maður notar olíuríkan áburð til þess að hreinsa lakkborin húsgögn með, kemur stundum fram blá-grár gljái. Maður ætti því frekar að nota húsgagnabón, en notið það mjög var- iega. Flest smábörn og litil böm sjúga þumalfingurinn eða aðra fingur á vissum aldri. Hjá flestum börnum hverfur þessi vani eftir nokkurn tíma, en sum börn halda þessu áfram jafn- vel eftir að þau byrja í skóla. Þegar þessu heldur áfram yfir annað og þriðja árið, er það liklegt, að þetta geti orðið ávani, og veldur það barn- inu persónulegum vandræðum gagn- vart öðrum börnum og unglingum og orsakar það nöldur foreldra og ann- arra skyldmenna. Hversu mikið mein þessi ávani, að sjúga fingurna, gerir tönnum og munni barnsins, er mikið álitamál. Ýmsir sérfræðingar i tann- eða munnaðgerðum hafa dregið þá álykt- un af athugunum sínum, að þetta geri mjög lítið tjón. Samt sem áður láta hundruð barna með skakkar tennur ýmsa tannlækna og aðra sérfræðinga lagfæra skekkjuna með hægum, stöð- ugum þrýstingi af ýmsum útbúnaði. Það er erfitt að skilja, hversvegna hinn hægi þrýstingur þumalfingurs- ins, þegar hann er eins stöðugur og hjá sumum börnum, getur ekki líka orsakað nægan þrýsting til þess að færa úr lagi tennurnar, kjálkana og góminn. Meira áhyggjuleysi. Það er vafalaust gott fyrir móð- urina að trúa því, að það geri barn- inu ekkert mein að sjúga þumal- fingurinn, þar sem hún verður síður áhyggjufull vegna þessa og æsir sið- ur upp þennan vana með tilfinninga- kippa þumalfingrinum úr munni barnsins, skamma og ávíta ■ það og jafnvel gefa því kinnhest fyrir að hafa stungið upp í sig fingrinum. Refsing er sjaldan áhrifarík nema hún sé skjót og undantekningarlaus. Það liggur í augum uppi, að það er ómögulegt að refsa barninu í hvert skipti, sem það stingur fingrinum upp í sig. Venjulega sýgur barnið fing- urna, þegar það er þreytt, svangt eða illa haldið á einhvern hátt, og refs- ingin eykur aðeins vanlíðan barnsins. Ef til vill byrjar þessi ávani barns- ins þannig, að það er svangt eða finn- ur til óþæginda eftir að hafa borðað, ef til vill finnur það líka óljóst til óróleika eða öryggisleysis. Það væri ágætt að leita ráða hjá lækni. Móð- irin ætti að gæta þess vel að vera ró- leg og blíðleg og sýna barninu hæfi- lega ástúð. Því eldra sem barnið er því áhrifameiri og mikilvægari eru þessar sálfræðilegu staðreyndir. 1 sumum tilfellum hefur komið fyr- ir, að þessi ávani hverfur, eftir að kirtlar hafa verið teknir úr nefi barns- ins. Ýmis einföld ráð eru til, eins og að vefja fingurinn, sem barnið sýgur, með grófgerðum dúk. En öll þau ráð, sem æsa barnið til mót- stöðu, gera fremur tjón heldur en að þau beri árangur. Flestar mæður ættu að loka augunum fyrir þessum ávana, en reyna að auka ró og frið innan fjölskyldunnar, sýna barninu meiri úð og veita því öryggistilfinningu. Tizkumynd Þessi snotri og létti sumarbúning- ur er mjög klæðilegur. Buxurnar eru úr svörtu ullarefni. Rauð snúra er dregin í strenginn og hnýtt að fram- an. Blússan er úr rauðu prjónaefni og eru litlir, svartir, kúlumyndaðir hnappar saumaðir á hálsmálið og handvegina til skrauts. Vínblettum má ná af húsgögnum með því að nugga blettinn með olíu og vindla- eða sígarettuösku. Hreins- ið öskuna burt með hreinni oliu og nuggið síðan blettinn með olíu eða húsgagnaáburði. Hafi vínandinn leyst upp gljáhúðina af viðnum, gagnar þetta ekki. INGA ÞÓRÐARDÓTTIR LEIKKONA. Framhald af bls. 3. Reykjavíkur á jólum sama ár, tvö'hlutverk í „Allt í lagi lagsi“, hjá Fjalakettinum 1944, og Staðar-Gunnu í „Manni og konu“, hjá sama félagi 1945, Jóhönnu Einars, í „Uppstigning, hjá Leikfélaginu 1945, og í Upplyfting, hjá Fjalakettinum. Síðan kemur Tondeleyo, hjá Leikfélaginu 1946. Eftir þetta verður nokkurt hlé á leikstarfsemi Ingu vegna utanfarar, en hún tekur aftur til starfa í „Grænu lyftunni“, hjá Fjalakettinum 1948, þar ríkri meðferð á barninu. Ein staðreynd er alveg augljós fyr- • ir gætinn athuganda; að því ákafari, sem foreldrarnir eru í því að venja barnið af því að sjúga þumalfingur- inn, því meiri líkindi eru til þess, að það hafi tilhneygingu til að gera það. Foreldrarnir neyta ýmsra bragða til að venja barnið af þessum ósið, næst lék hún í „Refunum", hjá Norræna félaginu vorið 1948, og í „Á meðan við bíðum“, hjá Fjalakettinum 1949 o»g síðan er það hið mikla hlutverk Höllu í Fjalla-Eyvindi. Auk ofangreindra hlutverka hefur Inga Þórðardóttir mjög oft tekið þátt í útvarpsleikjum, og er Vikan ekki í neinum vafa um, að þeim mörgu úti um allt land, sem hafa heyrt hana þar, þykir mikill fengur í að „sjá framan í hana“ hér í blaðinu. Inga er fædd á Stokkseyri, dóttir Þórðar Sigurðssonar og Sæfinnu Jónsdóttur, fluttist um ellefu ára aldur til Vest- mannaeyja og var þar í sjö ár. Nokkur næstu árin var hún í Danmörku, en 1938 giftist hún Alfred Andréssyni, leikaranum vinsæla. Hin níu-mánaða gamla Marie Puffer frá Miami i Bandaríkjunum brosir breitt í kveðjuskyni, áður en hún leggur af stað með móður sinni í flugferð frá New York til Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Faðir henn- ar er ráðinn við ameríska sendiráðið i Aþenu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.