Vikan - 21.09.1950, Síða 1
Glœsileg listaverkabók
Önnur bókin í flokki
þeirra listaverkabóka
Helgafellsútgáfunnar,
sem hófst í fyrra á
verkum Ásgríms Jóns-
sonar, er nú komin út,
Það eru ljósmyndir af
verkum Jóns Stefáns-
sonar, margar þeirra
litprentanir. Þriðja
bókin í þessum stór-
merkilega útgáfuflokki
mun vera á leiðinni, ef
til vill væntanleg á
þessu ári lílta. Það eru
verk Kjarvals. Er öll
þessi útgáfa með glæsi-
brag, eins og hæfir
þessum miklu meistur-
um og brautryðjendum
íslenzkrar málaralistar.
Poul Uttenreitter hef-
ur skrifað ítarlegan og
skemmtilegan formála
að þessari listaverka-
bók og rekur þar að
nokkru ævi Jóns Stef-
ánssonar og listþroska.
Þýðing formálans er
eftir Tómas Guð-
mundsson. Útdráttur
úr ensku eftir Bjarna
Guðmundsson.
Vikan hefur áður
birt myndir af verkum
. Jóns Stefánssonar, í
nóvember 1947, og þá
líka aflað heimilda í
grein úr bók eftir
Uttenreitter. Myndir
(Framhald, á bls. 3.)
Sjálfsmynd af Jóni list-
málara Stefánssyni frá
1937 (úr bók þeirri, er
Helgafell hefur gefið út).