Vikan


Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 4

Vikan - 21.09.1950, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 36, 1956 Hann hefur ekki vit á konum Smásaga eftir BRETON AMIS ■jl/fAMMA,“ hrópa.ði Michael. „Betty er meg Frú Hobbins gat ekki komizt hjá því að viðurkenna að Betty væri mjög fríj. Michael hafði aldrei fyrr komið heim með stúlku. Hann virtist ekki gefinn fyrir kvenfólk. Hann var átján ára, þegar stríðið skall á. Aðal áhugamál hans voru þá knatt- spyrna og bifhjól. Næstu sex árin fékk Michael annað að fást við. Hann hafði á þeim tíma ekki haft mörg tækifæri til þess að kynnast konum. Móðir Michaels var ekki áfram um það að hann kvæntist innan skamms. Hann var einkasonur, og frú Hibbons kveið fyrir því að sjá honum á bak. Frú Hibbons fór fram í eldhús til þess að búa til te. Þegar hún kom inn í stofuna var Michael að rista brauð, en Betty sat á baklausum stól við hlið hans. Frú Hibb- ons leit á mann sinn. Var honum það ekki ljóst í hvílíkri hættu sonur þeirra var nú kominn? En Hibbons virtist vera eins mikið hrifinn af Betty og Michael. Feðgarnir héldu uppi samræðum. Frúin þagði eins og steinn. Betty sagði fátt. Þegar frú Hibbons hugð- ist fara með teborðið sagði Betty: „Viljið þér gera svo vel að leyfa mér að hjálpa yður við uppþvottinn ?“ „Alls ekki,“ svaraði frú Hibbons dálít- ið ringluð. Svo brosti hún og mælti: „Hendur yðar gætu ófríkkað.“ „Já, mamma,“ sagði Michael hrifinn. „Hefur hún ekki fallegar hendur? Hana vantar aðeins hring.“ „Michael," sagði móðir hans. „Ég vissi ekki að . . . .“ „Michael er svo hugmyndaríkur," sagði Betty. Honum dettur margt skrítið í hug. Á leiðinni hingað stakk hann upp á því að við trúlofuðumst. Ég hef ekki játazt hon- um enn. Ég áleit að réttara væri að þið sæjuð mig fyrst.“ Hibbons kinkaði kolli og mælti: „Það var rétt athugað hjá yður, Betty. Við þekkjum yður mjög lítið. En það er nú á dögum ekki álitið skipta máli. Ég fyrir mitt leyti . . . .“ Frúin tók framm í fyrir manni sínum og sagði í flýti: „Það væri vel gert af yður að hjálpa mér við uppþvottinn. Mig langar til þess að kynnást yður.“ Þær fóru fram í eldhúsið. Frú Hibbons mælti: „Hversvegna vilduð þér kjmnast okkur áður en þér tækjuð ákvörðun?“ Betty þurrkaði gaumgæfilega diskinn, er hún hélt á. Svo sagði hún: „Ég vildi ganga úr skugga um það, hvort við gæt- um verið undir sama þaki. Michael vill að við giftumst án tafar. En við getum það ekki vegna þess að hvergi er íbúð að fá. Ef til vill gætum við fengið leyfi til þess að búa hér?“ Frú Hibbons sagði: „Hve lengi hafið þér þekkt Michael?“ „Um tveggja mánaða skeið. Við urðum ástfangin hvort í öðru við fyrstu sýn.“ Frú Hibbons mælti: „Það er skiljanlegt. En ég álít að Michael ætti ekki að fastna sér konu í nánustu framtíð. Hann var að- eins unglingur er hann fór í stríðið. IJr stríðinu kom hann sem fullorðinn maður, án þess að hafa orðið ástfanginn fyrir alvöru. Michael er ókunnur konum. Hann þarf að hafa tíma til þess að átta sig á þeim.“ „Þér talið eins og ég hafi hertekið hann,“ sagði Betty dálítið gremjulega. „Ég get fullvissað yður um að svo var ekki. Ég þyrfti þess ekki. Michael átti upptökin. Þér segið að hann þekki ekki konur, eða kunni ekki skil á þeim. En þekkið þér son yðar, frú Hibbons, svo vel að þér getið um þetta dæmt? Hvað vilj- ið þér að ég geri?“ Frú Hibbons mælti: „Ef þér elskið hann innilega, ættuð þér að neita því að trúlof- ast honum fyrr en að sex mánuðum liðn- um. Gefið honum frelsi til þess að litast um. Má vera að hann unni yður meira að þessum tíma liðnum.“ „Mér þykir það leiðinlegt að yður skuli ekki geðjast að mér,“ sagði Betty. VEIZTU -? 1. Sojabaunin, sem nýlega hefur verið | viðurkennd, sem mjög holl fæða, hefur | verið etin af Kínverjum síðustu 5000 | ár! Getið þér talio upp eitthvað, sem I gert er úr sojabaunum ? 2. Volga hefur verið kölluð lífæð Rúss- | lands. Hvað heita stærstu þverár | hennar ? 3. Að hvaða leyti eru augu hryggdýranna | frábrugðin augum skordýranna? 4. Hvenær setti Laplace fram kenningu = sína um uppruna sólkerfisins ? 5. Hvert er flatarmál Rúmeníu? 6. Hvenær er tónskáldið Béla Bartók : fæddur og hverrar þjóðar er hann ? 7. Hve margar eyjar eru taldar við Noreg | og hve mikill hluti þjóðarinnar býr á \ þeim ? 8. Byggir næturgalinn hreiður sín í ; trjám ? i 9. Hvaða efni gerir ávexti gullregnsins i eitraða ? 10. Hvað hét síðasta virki Mára í Evrópu ? i Sjá svör á bls. 14. „Góða mín! Mér geðjast að yður.“ Betty mælti: „Þér eruð því mótfallin að Michael giftist. En það er óheillavænlegt. fyrir mæður að loka syni sína inni.“ Frú Hibbons sagði: „Ef þér segið hon- um það, sem ég hef sagt, mun hann minna.. fara að mínum ráðum.“ Betty mælti: „Ég mun segja Michael að ég vilji ekki heyra minnzt á trúlofun næstu sex mánuðina. Að þeim tíma liðn- um verðið það þér, sem stigið næsta skref- ið.“ „Ég?“ spurði frú Hibbons. „Ég skil ekki hvað þér eigið við, Betty.“ Betty mælti: „Mitt álit er það, að þér hafið minna vit á konum en Michael!“ „Ég hef ekki vit á konum,“ sagði Mic- hael daginn eftir. „Ég skil það ekki hvers- vegna Betty vill fresta brúðkaupinu. Hún má ekki einu sinni heyra minnzt á trú- lofun. Að líkindum þykir henni ekki vænt um mig.“ „Ást á ekki saman nema nafnið,“ sagði móðir Michaels. „Ég álít að þú hafir ekki enn kynnzt hinni miklu ást, drengur minn. Menn gera oft ekki greinarmun á smá skotum og ekta ást.“ „Þú hefur að líkindum rétt að mæla,“ sagði Michael. „Ég skil ekki konur. Þeg- ar Betty kom hingað með mér var hún hlý og björt eins og yndislegur sumar- dagur. En þegar ég fylgdi henni héðan voru tilfinningar hennar við frostmark.“ „Ég vona að ég hafi ekki sagt eða gert neitt, sem hún hefur misskilið,“ mælti frú Hibbons og varð óttaslegin. Michael faðmaði hana að sér og sagði: „Þú talar ekki í orðskviðum né líking- um. Allir skilja það, sem þú segir. Það sagði Betty.“ „Sagði hún það? Hversvegna hafði hún þau ummæli?“ „Ég spurði hana hvort ,,tengdamamma“ hefði haft þessi áhrif á hana. En hún neit- aði því. Ég vona að ég láti ekki hugfall- ast. Þetta kennir mér að gæta mín betur næst.“ „Þar sem þú getur talað svo blátt áfram og hitalaust um þetta, getur þú ekki hafa verið mjög ástfanginn í Betty.“ „Góða mamma. Við höfum orðið sam- mála um það, að ég þekki ekki hina miklu ást. En einhverntíma mun ég kynnast henni.“ Að skömmum tíma liðnum kynntist Michael stúlku að nafni Prudence. Frú Hibbons geðjaðist illa að stúlku þessari, en þótti nafnið fallegt. Hibbons blöskraði það smekkleysi Michaels að koma heim með aðra eins kvensnift og Prudence. Hvað hafði drengurinn í ^yggju ? Ætlaði hann að koma upp kvennabúri ? Næsta sunnudag kom Michael með rauð- hærða drós. Hún hét Barbara, og var allt annað en skemmtileg. Það fór hrollur um frú Hibbons, er hún horfði á Barböru. Stúlkan sagði fátt og var bjánaleg. Frú Hibbons var afar forviða á því að Michael Framháld á bls. H.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.