Vikan - 06.04.1993, Page 57
búum vegna grimmdarverk-
anna sem þeir mega þola af
hálfu alþýðulýðveldisins Kína.
Jafnvel þótt Cindy sé ekki
búddisti sýnir hún trúarbrögð-
um mikinn áhuga og segist
vera að safna upplýsingum
eins og er. Hún er að lesa sér
til um trúarbrögð gyðinga og
önnur trúarbrögð og „tekur sitt
lítið frá hverjum, tíu prósent
hér og tíu prósent þar. Út úr
því fæ ég svo mín eigin trúar-
brögð".
EKKI ÚTNEFND FEG-
URST EÐA VINSÆLUST
Nú, þegar Cindy Crawford
getur krafist sjö þúsund doll-
ara fyrir að sýna föt á tísku-
sýningu og fyrirsætur eru
umtalaðri en leikkonur, er
hún að íhuga að leggja
fyrirsætustarfið á hilluna.
Það er hins vegar á
verkefnaskrá hennar að
verða „Barbara Walt
ers minnar kynslóðar"
en Barbara Walters
er þekktasta og
hæst launaða sjón-
varpskona Banda-
ríkjanna. Cindy
gerir sér skýra
grein fyrir því
valdi sem hún
hefur og telur
sig sýna
ábyrgð með því að nota það (
þágu annarra. Hún er búin að
fá sig fullsadda af tískusýn-
ingum: „Þar er það goggunar-
röðin sem gildir - hver fær
bestu fötin eða brúðarkjólinn?
Það er niðurlægjandi, svipað
og að vera ekki valin fegursta
stúlkan í bekknum þegar
maður er fimmtán ára.“
Hefur hún sem
sagt ekki alltaf
verið svona
falleg? „Ég
var ekki
Ijóti
and
ar
unginn en heldur ekki útnefnd
„sú fallegasta" eða „sú vin-
sælasta". Ég var einhvers
staðar mitt á milli.“ Hvenær
gerði hún sér þá grein fyrir því
að hún var með milljón dollara
útlit? „Mér er enn ekki Ijóst að
ég hafi það. Ég var tvítug
þegar ég sat fyrst fyrir á for-
síðu Vogue og það var viður-
kenningarstimpill tískuiðnað
arins.lnnri
fegurð
skiptir líklega meira máli en
nokkuð annað því vitanlega
breytist ytra útlit með tíman-
um.“
ÁTRÚNAÐARGOÐ
Ef allar konur dreymir um
Richard Gere, þá þrá allir
karlar að komast yfir Cindy.
Hún veldur umferðar
öngþveiti þegar MTV-þáttur-
inn er myndaður utandyra.
Þegar MTV-verðlaunin eru
veitt tekur hópurinn utandyra
varla eftir því þegar Mick
gerger gengur í salinn og
Annie Lennox fær
aðeins kurt-
eislegt
klapp.